27. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
27. janúar er 27. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 338 dagar (339 á hlaupári) eru eftir af árinu. Dagurinn er Alþjóðlegur dagur helgaður minningu fórnarlamba helfararinnar.
Atburðir
breyta- 98 - Trajanus varð keisari Rómar við lát Nerva.
- 1491 - Höskuldur Árnason í Núpufelli var dæmdur í páfans hæsta bann, skyldaður til að ganga suður til Rómar og allar eignir hans dæmdar til Hólastóls, fyrir það að hafa svarið rangan eið í Hvassafellsmálum.
- 1593 - Páfagarður hóf sjö ára málaferli gegn Giordano Bruno.
- 1606 - Réttarhöld yfir samsærismönnum í Púðursamsærinu hófst.
- 1695 - Mústafa 2. varð Tyrkjasoldán.
- 1880 - Thomas Alva Edison sótti um einkaleyfi fyrir raflampa.
- 1891 - Verzlunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað.
- 1907 - Kvenréttindafélag Íslands var stofnað.
- 1932 - Pólska knattspyrnufélagið Jagiellonia Białystok var stofnað.
- 1940 - Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum var vígður við útför Einars Benediktssonar.
- 1957 - Samsýning kvenna á listaverkum og bókum var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í tilefni af 50 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands.
- 1967 - Þrír bandarískir geimfarar fórust þegar kviknaði í Appollo-geimfari á lendingarpalli við æfingar.
- 1973 - Beinni þátttöku Bandaríkjahers í Víetnamstríðinu lauk með friðarsamningum í París.
- 1976 - Fyrsta orrustan um Amgala hófst þegar marokkóskir hermenn réðust á alsírska hermenn í Amgala-vininni í Vestur-Sahara.
- 1980 - Sex bandarískum ríkiserindrekum tókst að flýja frá Teheran með því að þykjast vera kanadískir.
- 1981 - Indónesíska farþegaskipið Tamponas 2 fórst í Jövuhafi. 580 létust.
- 1985 - Efnahagssamvinnustofnun Svartahafsríkja var stofnuð.
- 1992 - Bandaríska verslunarkeðjan Macy's óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
- 1996 - Herforinginn Ibrahim Baré Maïnassara steypti lýðræðislega kjörnum forseta Níger, Mahamane Ousmane, af stóli.
- 2010 - Steve Jobs kynnti nýja spjaldtölvu frá Apple, iPad.
- 2013 - 242 létust þegar eldur kom upp á dansstað í borginni Santa Maria í Brasilíu.
- 2013 - Stein Reinertsen varð fyrsti biskup norsku kirkjunnar kjörinn af kirkjunni sjálfri eftir siðaskiptin.
- 2014 - Eldsvoðinn í Flatanger 2014: 64 byggingar í bænum Flatanger í Noregi eyðilögðust eða skemmdust í bruna.
- 2018 - Talíbanar stóðu fyrir sprengjuárás í Kabúl með bílsprengju í sjúkrabíl. Yfir 100 létust í sprengingunni.
- 2023 - Óeirðir brutust út í Ísrael eftir að níu Palestínumenn létust í hernaðaraðgerð Ísraelshers í Jenín. Sjö almennir borgarar voru myrtir í samkomuhúsi í Neve Yaakov síðar sama dag.
Fædd
breyta- 1571 - Abbas mikli, Persakonungur (d. 1629).
- 1585 - Hendrik Avercamp, hollenskur listmálari (d. 1634).
- 1621 - Thomas Willis, enskur læknir (d. 1675).
- 1687 - Johann Balthasar Neumann, þýskur arkitekt (d. 1753).
- 1756 - Wolfgang Amadeus Mozart, austurrískt tónskáld (d. 1791).
- 1775 - Friedrich Wilhelm Joseph von Schelling, þýskur heimspekingur (d. 1854).
- 1832 - Lewis Carroll, enskur rithöfundur (d. 1898).
- 1856 - Daniel Bruun, danskur fornleifafræðingur (d. 1931).
- 1859 - Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari (d. 1941).
- 1893 - Soong Ching-ling, kínversk stjórnmálakona (d. 1981).
- 1895 - Jón Eyþórsson, íslenskur veðurfræðingur (d. 1968).
- 1934 - Édith Cresson, frönsk stjórnmálakona.
- 1937 - John Ogdon, enskur píanisti (d. 1989).
- 1940 - James Cromwell, bandarískur leikari.
- 1944 - Mairead Corrigan, norðurírskur friðarsinni.
- 1946 - Nedra Talley, bandarískur söngvari (Ronettes).
- 1955 - Ívar Jónsson, íslenskur stjórnmálafræðingur.
- 1955 - John G. Roberts, bandarískur dómari.
- 1956 - Susanne Blakeslee, bandarisk leikkona.
- 1958 - Susanna Thompson, bandarísk leikkona.
- 1960 - Samia Suluhu Hassan, forseti Tansaníu.
- 1964 - Bridget Fonda, bandarisk leikkona.
- 1964 - Geir Sveinsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1965 - Alan Cumming, skoskur leikari.
- 1968 - Mike Patton, bandarískur söngvari.
- 1968 - Tricky, enskur rappari.
- 1968 - Jón Ásgeir Jóhannesson, íslenskur kaupsýslumaður.
- 1969 - Patton Oswalt, bandarískur leikari.
- 1977 - Telma Ágústsdóttir, íslensk söngkona.
- 1979 - Naoshi Nakamura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Rosamund Pike, ensk leikkona.
- 1980 - Marat Safin, russneskur tennisleikari.
- 1985 - Tinna Þorvalds Önnudóttir, íslensk leikkona.
- 1987 - Lily Donaldson, ensk fyrirsæta.
- 1994 - Rani Khedira, þýskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 98 - Nerva, Rómarkeisari (f. 30).
- 457 - Marcíanus, keisari Austrómverska keisaradæmisins, dó í Konstantínópel.
- 672 - Vitalíanus páfi.
- 1731 - Bartolomeo Cristofori, ítalskur hljóðfærasmiður (f. 1655).
- 1754 - Ludvig Holberg, danskt leikskáld (f. 1684).
- 1901 - Giuseppe Verdi, ítalskt tónskáld (f. 1813).
- 1910 - Thomas Crapper, enskur pípari (f. 1836).
- 1922 - Nellie Bly, bandarísk blaðakona (f. 1864).
- 1951 - Carl Gustaf Emil Mannerheim, finnskur stjórnmálamaður (f. 1867).
- 2006 - Johannes Rau, þýskur stjórnmálamaður og áttundi forseti Þýskalands (f. 1931).
- 2008 - Suharto, forseti Indónesíu (f. 1921).
- 2009 - John Updike, bandarískur rithöfundur (f. 1932).
- 2010 - J. D. Salinger, bandarískur rithöfundur (f. 1919).
- 2014 - Pete Seeger, bandarískur söngvari (f. 1919).
- 2018 - Ingvar Kamprad, sænskur athafnamaður (f. 1926).