10. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
10. nóvember er 314. dagur ársins (315. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 51 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1630 - Dagur flónanna: Misheppnuð tilraun Maríu af Medici til að velta Richelieu kardinála úr sessi.
- 1674 - Stjórn Nýja Hollands gekk til Englands samkvæmt Westminster-sáttmálanum.
- 1848 - Í Kaupmannahöfn var stofnuð sérstök stjórnardeild til að annast málefni Íslands, Grænlands og Færeyja. Fyrsti forstöðumaður hennar var Brynjólfur Pétursson, lögfræðingur.
- 1871 - Henry Morton Stanley og David Livingstone hittust í bænum Ujiji á bökkum Tanganjikavatns og varð Stanley að orði: „Dr. Livingstone, vænti ég?“.
- 1913 - Járnbrautarlest var notuð til fólksflutninga á Íslandi í fyrsta skipti. Verktakar breyttu flutningalest og fluttu blaðamenn og farþega frá Reykjavíkurhöfn að Öskjuhlíð.
- 1928 - Vígð var brú yfir Hvítá í Borgarfirði hjá Ferjukoti og þótti mikið mannvirki.
- 1944 - Þýskur kafbátur sökkti farþegaskipinu Goðafossi út af Garðskaga er skipið var að koma frá Bandaríkjunum. Tuttugu og fjórir fórust en nítján björguðust.
- 1949 - Þjórsárbrú var vígð, 109 metra löng og 4,9 metrar á breidd á milli handriða.
- 1956 - Uppreisninni í Ungverjalandi lauk með vopnahléi.
- 1967 - Siglufjörður komst í vegasamband allt árið við opnun Strákaganga, sem voru lengstu göng á Íslandi, 800 metrar.
- 1969 - Brúðuþættirnir Sesame Street hófu göngu sína.
- 1971 - Hersveitir Rauðra kmera gerðu árás á flugvöllinn í Phnom Penh í Kambódíu.
- 1977 - Ástralska tríóið Bee Gees gaf út hljómplötuna Saturday Night Fever með lögum úr samnefndri kvikmynd.
- 1984 - Raforkukerfi Íslands varð hringtengt þegar Suðurlína var tekin í notkun.
- 1987 - Færeyska flugfélagið Atlantic Airways var stofnað.
- 1988 - Bandaríski flugherinn viðurkenndi tilvist njósnavélarinnar Lockheed F-117 Nighthawk.
- 1990 - Pétur Guðmundsson kastaði kúlu 21,26 metra og bætti með því þrettán ára gamalt Íslandsmet Hreins Halldórssonar.
- 1992 - Fyrsti GSM-sími Nokia, Nokia 1011, kom út.
- 1995 - Íslenska kvikmyndin Benjamín dúfa var frumsýnd.
- 1995 - Nígeríska leikskáldið og umhverfisverndarsinninn Ken Saro-Wiwa var hengdur af nígerískum stjórnvöldum ásamt átta öðrum úr MOSOP.
- 1997 - MCI WorldCom varð til við sameiningu WorldCom og MCI Communications. Þetta var stærsti fyrirtækjasamruni bandarískrar sögu.
- 2001 - Apple Inc. setti tónlistarspilarann iPod á markað.
- 2001 - Yfir 900 manns létust í aurskriðum í Alsír.
- 2006 - 19 létust í árás Ísraelshers á Beit Hanun. Herinn kenndi bilun í ratsjárbúnaði um.
- 2008 - Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins sendi óvart tölvupóst á fjölmiðla með harðri gagnrýni á Valgerði Sverrisdóttur og sagði af sér þingmennsku í kjölfarið.
- 2019 - Evo Morales, forseti Bólivíu til þrettán ára, sagði af sér í skugga mótmæla gegn kosningamisferli í landinu.
- 2019 - Þingkosningar voru haldnar á Spáni í annað skipti á árinu.
- 2020 – Perúska þingið lýsti yfir vantrausti gegn Martín Vizcarra, forseta Perú, og leysti hann úr embætti.
- 2023 – Grindavíkurbær var rýmdur eftir að stór kvikugangur myndaðist undir bænum.
Fædd
breyta- 1232 - Hákon ungi, Noregskonungur (d. 1257).
- 1433 - Karl djarfi, hertogi af Búrgund (d. 1467).
- 1483 - Marteinn Lúther, þýskur munkur og siðbótarfrömuður (d. 1546).
- 1584 - Katrín Vasa, dóttir Karls hertoga, Svíakonungs, og móðir Karls 10. Gústafs.
- 1683 - Georg 2. Englandskonungur (d. 1760).
- 1697 - William Hogarth, enskur skopmyndateiknari (d. 1764).
- 1710 - Adam Gottlob Moltke, danskur stjórnmálamaður (d. 1792).
- 1759 - Friedrich Schiller, þýskur rithöfundur (d. 1805).
- 1879 - Patrick Pearse, írskur uppreisnarleiðtogi (d. 1916).
- 1888 - Carlos Scarone, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1965).
- 1910 - Hallgrímur Hallgrímsson, íslenskur byltingarmaður (d. 1942).
- 1919 - Mikhail Kalashnikov, rússneskur vopnahönnuður (d. 2013).
- 1925 - Einar Pálsson, íslenskur skólastjóri og rithöfundur (d. 1996).
- 1928 - Ennio Morricone, ítalskt tónskáld (d. 2020).
- 1945 - Þórunn Magnea Magnúsdóttir, íslensk leikkona.
- 1949 - Michio Yasuda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1951 - Svanfríður Jónasdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1955 - Bruno Peyron, franskur siglingamaður.
- 1956 - Matt Craven, kanadískur leikari.
- 1960 - Neil Gaiman, breskur rithöfundur.
- 1964 - Magnús Scheving, íslenskur frumkvöðull, höfundur Latabæjar.
- 1969 - Ellen Pompeo, bandarísk leikkona.
- 1969 - Jens Lehmann, þýskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Brittany Murphy, bandarísk leik- og söngkona (d. 2009).
- 1986 - Josh Peck, bandarískur leikari.
- 1994 - Takuma Asano, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 461 - Leó 1. páfi.
- 1241 - Selestínus 4. páfi.
- 1241 - Elinóra, mærin fagra af Bretagne, fangi í Corfe-kastala í Dorset í nærri fjörutíu ár (f. um 1184).
- 1495 - Dóróthea af Brandenborg, Danadrottning.
- 1549 - Páll 3. páfi (f. 1468).
- 1605 - Ulisse Aldrovandi, ítalskur náttúrufræðingur (f. 1522).
- 1621 - Páll Guðbrandsson, íslenskur sýslumaður (f. 1573).
- 1641 - Asaf Khan, indverskur stjórnmálamaður (f. 1569).
- 1891 - Arthur Rimbaud, franskt skáld (f. 1854).
- 1938 - Kemal Atatürk, forseti Tyrklands (f. 1881).
- 1959 - Felix Jacoby, þýskur fornfræðingur (f. 1876).
- 1968 - Santos Iriarte, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 1982 - Leoníd Bresnjev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (f. 1906).
- 2007 - Norman Mailer, bandarískur rithöfundur (f. 1923).
- 2008 - Miriam Makeba, suður-afrísk söngkona (f. 1932).
- 2015 - Helmut Schmidt, þýskur stjórnmálamaður (f. 1918).
- 2020 - Amadou Toumani Touré, forseti Malí (f. 1948).