24. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
24. október er 297. dagur ársins (298. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 68 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 996 - Róbert 2. varð konungur Frakklands.
- 1260 - Dómkirkjan í Chartres var vígð að viðstöddum Loðvík 9. Frakkakonungi.
- 1604 - Za Dengel var drepinn í orrustu og Jakob 1. varð aftur keisari Eþíópíu.
- 1648 - Þrjátíu ára stríðinu lauk með undirritun friðarsamninga í Münster í Vestfalíu. Samningarnir fólu meðal annars í sér viðurkenningu á sjálfstæði Sviss.
- 1857 - Knattspyrnuliðið Sheffield FC var stofnað á Englandi. Það er elsta knattspyrnulið heims.
- 1885 - Óperettan Sígaunabaróninn var frumsýnd í Vínarborg.
- 1901 - Annie Edson Taylor varð fyrst til að lifa af fall niður Niagarafossana í tunnu og var þetta á 63 ára afmælisdag hennar.
- 1919 - Fyrsta tölublað Alþýðublaðsins kom út.
- 1938 - Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) var stofnað á Vífilsstöðum.
- 1944 - Ein mesta björgun við Íslandsstrendur, þegar 198 manns var bjargað af kanadíska tundurspillinum Skeena, sem fórst við Viðey. Með skipinu fórust um fimmtán manns.
- 1945 - Sameinuðu þjóðirnar urðu til sem alþjóðasamtök.
- 1964 - Norður-Ródesía fékk sjálfstæði frá Bretlandi og varð Sambía.
- 1970 - Salvador Allende var kjörinn forseti Chile.
- 1972 - Togarinn Vigri kom til Reykjavíkur, en hann var fyrstur í röð fimmtíu skuttogara sem voru keyptir á fáum árum.
- 1975 - Kvennafrídagurinn 1975: Íslenskar konur lögðu niður vinnu til þess að sýna fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu.
- 1975 - Sjónvarpsútsendingar í lit hófust hjá Ríkisútvarpinu.
- 1984 - Ríkisstjórn Eþíópíu óskaði eftir aðstoð umheimsins eftir að miklir þurrkar leiddu til hungursneyðar.
- 1987 - Tvö af virtustu tónlistarblöðum í Bretlandi höfðu Sykurmolana á forsíðu sinni og stuðlaði það að því að plata þeirra seldist í milljón eintökum.
- 1987 - Borgarnes fékk kaupstaðarréttindi.
- 1988 - Stöð 2 stóð fyrir heimsbikarmóti í skák, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í Reykjavík og lauk með sigri heimsmeistarans, Garrí Kasparov.
- 1989 - Íslandsdeild samtakanna Barnaheill var stofnuð.
- 1990 - Pakistanski þjóðarflokkurinn beið ósigur fyrir bandalagi hægri-miðjuflokka með flokkinn Íslamska demókratabandalagið í broddi fylkingar.
- 1997 - Bresk-bandaríska kvikmyndin A Life Less Ordinary var frumsýnd.
- 1998 - Norska sápuóperan Hotel Cæsar hóf göngu sína á TV 2.
- 2002 - Leyniskyttuárásirnar í Washington 2002: John Allen Muhammad og Lee Boyd Malvo voru handteknir þar sem þeir sváfu í bíl sínum á hvíldarstæði í Maryland.
- 2003 - Síðasta áætlunarflug Concorde-þotu var flogið.
- 2003 - Stýrikerfið Mac OS X Panther var kynnt til sögunnar.
- 2010 - Íslensku gamanþættirnir Hlemmavídeó hófu göngu sína á Stöð 2.
- 2010 - Gerpla vann Evrópumeistaratitilinn í fimleikum, fyrst íslenskra liða.
- 2013 - Nýr 10.000 króna seðill var settur í umferð. Prentuð voru 4.000.000 stykki af honum eða 40 milljarðar króna.
- 2015 - Þúsundum mótmælenda sem kröfðust afsagnar Milo Đukanovićs lenti saman við lögreglu í Podgorica í Svartfjallalandi.
- 2017 - Vefmiðillinn Nýja Ísland hóf göngu sína í Noregi.
- 2019 – Lík spænska einræðisherrans Francisco Franco var fjarlægt úr grafarminnismerki í Dal hinna föllnu og endurgreftrað í kirkjugarði í Madríd.
Fædd
breyta- 51 - Dómitíanus, keisari Rómaveldis (d. 96).
- 1632 - Antoni van Leeuwenhoek, hollenskur lífvísindamaður (d. 1723).
- 1641 - Christian Röhrensee, þýskur stjórnmálafræðingur (d. 1706).
- 1869 - Guðmundur Friðjónsson, íslenskur rithöfundur (d. 1944).
- 1883 - Jakobína Johnson, vesturíslenskur þýðandi og skáld (d. 1977).
- 1891 - Rafael Trujillo, einræðisherra Dóminíska lýðveldisins (d. 1961).
- 1894 - Gunnar Halldórsson formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1962).
- 1900 - Karl Ottó Runólfsson, íslenskt tónskáld (d. 1970).
- 1925 - Toshio Iwatani, japanskur knattspyrnumaður (d. 1970).
- 1930 – J.P. Richardson, The Big Bopper, bandarískur tónlistarmaður (d. 1959).
- 1950 - Kozo Arai, japanskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Magnús Jónsson, íslenskur leikari.
- 1966 – Roman Abramovítsj, rússneskur viðskiptamaður.
- 1968 - Osmar Donizete Cândido, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1985 – Wayne Rooney, enskur knattspyrnumaður.
- 1989 - PewDiePie, sænsk YouTube-stjarna.
- 1994 - Naomichi Ueda, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 996 - Húgó Kapet, Frankakonungur (f. um 941).
- 1375 - Valdimar atterdag, Danakonungur (f. 1320).
- 1537 - Jane Seymour, Englandsdrottning (f. um 1508).
- 1575 - Peder Oxe, danskur stjórnmálamaður (f. 1520). Með honum dó ein helsta aðalsætt Danmerkur út.
- 1601 - Tycho Brahe, danskur stjörnufræðingur (f. 1546).
- 1604 - Za Dengel, Eþíópíukeisari.
- 1655 - Pierre Gassendi, franskur heimspekingur (f. 1592).
- 1667 - Gabriel Metsu, hollenskur listmálari (f. 1629).
- 1852 - Daniel Webster, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1782).
- 1870 - Charles Joseph Minard, franskur verkfræðingur (f. 1781).
- 1918 - Daniel Burley Woolfall, enskur forseti FIFA (f. 1852).
- 1945 - Vidkun Quisling, norskur stjórnmálamaður og landráðamaður (f. 1887).
- 1957 - Christian Dior, franskur tískukóngur (f. 1905).
- 1958 - G.E. Moore, enskur heimspekingur (f. 1873).
- 1991 - Eugene Wesley Roddenberry, bandarískur handritshöfundur (f. 1921).
- 2001 - Seishiro Shimatani, japanskur knattspyrnumaður (f. 1938).
- 2002 - Hernán Gaviria, kólumbískur knattspyrnumaður (f. 1969).
- 2002 - Örlygur Sigurðsson, íslenskur listmálari (f. 1920).
- 2002 - John Rawls, bandarískur heimspekingur (f. 1921).
- 2005 - Rosa Parks, baráttukona fyrir réttindum blökkumanna (f. 1913).
- 2009 - Flosi Ólafsson, íslenskur leikari, leikstjóri og rithöfundur (f. 1929).
- 2012 - Jens Tómasson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1925).