1. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
1. desember er 335. dagur ársins (336. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 30 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1016 - Knútur ríki var hylltur sem konungur Englands.
- 1145 - Evgeníus 3. gaf út páfabulluna Quantum praedecessores („Svo hafa forverar okkar“) þar sem hann kallaði eftir annarri krossferðinni.
- 1185 - Uberto Crivelli varð Úrbanus 3. páfi.
- 1610 - Stéttaþing hófst í Örebro þar sem sextán ára gamall ríkisarfinn, Gústaf Adolf, las upp ræðu konungs í stað föður síns sem var veikur.
- 1640 - Íberíusambandið leystist upp og Portúgal endurheimti sjálfstæði sitt frá Spáni þegar Jóhann 4. var hylltur sem konungur Portúgals.
- 1878 - Fyrsti viti á Íslandi tekinn í notkun, Reykjanesviti á Valahnúk.
- 1887 - Pekingsáttmáli Portúgals og Kína var undirritaður. Hann færði Portúgölum formleg yfirráð yfir Maká.
- 1918 - Sambandslagasamningur Íslands og Danmerkur gekk í gildi og varð Ísland þá frjálst og fullvalda ríki. Um leið féllu stöðulögin frá 1871 úr gildi. Íslenski fáninn var dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni. Lítið var um hátíðahöld, og olli spánska veikin þar mestu um. Dagurinn er almennt kallaður fullveldisdagurinn.
- 1918 - Vísindafélag Íslendinga var stofnað.
- 1918 - Konungdæmi Serba, Króata og Slóvena var stofnað og varð síðar Konungsríkið Júgóslavía.
- 1921 - Elín Briem (1856-1937) og Þórunn Jónassen (1850-1922) hlutu fyrstar kvenna riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu.
- 1927 - Noregur innlimaði Bouveteyju í Suður-Atlantshafi.
- 1930 - Togarinn Apríl fórst í óveðri með 18 mönnum.
- 1931 - Minnisvarði um Hannes Hafstein var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið.
- 1932 - Sjálfvirkar símstöðvar voru teknar í notkun í Reykjavík og Hafnarfirði og misstu þá margir tugir símastúlkna vinnu sína.
- 1941 - Dælustöðin að Reykjum í Mosfellsbæ var tekin í notkun.
- 1955 - Rosa Parks neitaði að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í Bandaríkjunum og var handtekin vegna þess.
- 1972 - Áhugamenn um verndun Bernhöftstorfunnar gengu blysför um miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á málstað sínum.
- 1973 - Papúa Nýja-Gínea fékk heimastjórn.
- 1973 - Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður á Íslandi af Bjarna Guðnasyni, fyrrum þingmanni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna.
- 1974 - Hús Jóns Sigurðssonar var formlega vígt í Kaupmannahöfn.
- 1975 - Silfurbergsnáman hjá Helgustöðum í Reyðarfirði var friðlýst sem náttúruvætti.
- 1975 - Stofnaður var fólkvangur á Reykjanesi, um 300 km2 að stærð.
- 1976 - José López Portillo varð forseti Mexíkó.
- 1976 - Hljómsveitin Sex Pistols varð fræg að endemum eftir sjónvarpsviðtal í kvöldþætti Bill Grundy.
- 1977 - Fyrsta barnasjónvarpsstöðin, The Pinwheel Network (síðar nefnd Nickleodeon), hóf útsendingar.
- 1981 - Inex-Adria Aviopromet flug 1308 rakst á fjall á Korsíku og fórst með 180 manns um borð.
- 1982 - Miguel de la Madrid varð forseti Mexíkó.
- 1983 - Ríkisútvarpið hóf útsendingar á FM-bylgju sem Rás 2.
- 1984 - NASA og bandarísk flugmálayfirvöld gerðu tilraunina Controlled Impact Demonstration þar sem fjarstýrðri Boeing 720-þotu var brotlent.
- 1985 - Samtök íberóamerískra ríkja voru stofnuð.
- 1986 - Orsay-minjasafnið var opnað í París.
- 1986 - Bylgjan hóf að senda út stöðugt allan sólarhringinn, fyrst íslenskra útvarpsstöðva.
- 1988 - Fyrstu tónleikar íslensku hljómsveitarinnar Bless fóru fram.
- 1989 - Tilraun herforingja á Filippseyjum til að velta Corazon C. Aquino úr stóli hófst.
- 1990 - Verkamenn í Ermarsundsgöngunum slógu í gegn. Þetta var í fyrsta sinn í 8.000 ár sem landtenging var opnuð milli Bretlands og evrópska meginlandsins.
- 1990 - Idriss Déby steypti Hissène Habré af stóli í Tjad.
- 1991 - Hilmar Örn Hilmarsson hlaut Felix-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar.
- 1994 - Þjóðarbókhlaðan var opnuð í Reykjavík.
- 1994 - Ernesto Zedillo varð forseti Mexíkó.
- 1995 - Bandaríska kvikmyndin Things to Do in Denver When You're Dead var frumsýnd.
- 1996 - Meðferðarheimilið Byrgið var stofnað.
- 1997 - Höga kusten-brúin, lengsta hengibrú Svíþjóðar, var opnuð.
- 1997 - Skæruliðahópurinn Ranvir Sena réðist á og myrti 63 stéttleysingja í Lakshmanpur-Bathe á Indlandi.
- 1997 - Sænski sjónvarpsþátturinn Pési rófulausi hóf göngu sína.
- 1999 - Hótelið Burj Al Arab var opnað í Dúbæ.
- 2000 - Vicente Fox tók við embætti forseta Mexíkó.
- 2004 - Þórólfur Árnason sagði af sér embætti borgarstjóra í Reykjavík vegna olíusamráðsmálsins.
- 2005 - Íslenska útvarpsstöðin Flass 104,5 hóf útsendingar.
- 2005 - Suður-Afríka heimilaði hjónabönd samkynhneigðra.
- 2006 - Að minnsta kosti 388 manns létu lífið þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar.
- 2006 - Dagur rauða nefsins var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).
- 2008 - Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði höfuðkeppinaut sinn, Hillary Clinton, utanríkisráðherra.
- 2009 - Lissabonsáttmálinn gekk í gildi í Evrópusambandinu.
- 2012 - Enrique Peña Nieto varð forseti Mexíkó.
- 2016 - Maha Vajiralongkorn tók við embætti konungs Taílands sem Rama 10.
- 2018
- Mestu óeirðir í sögu Frakklands frá 1968 hófust vegna mótmæla gulvestunga.
- Andrés Manuel López Obrador varð forseti Mexíkó.
- 2019 - Ursula von der Leyen tók við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
- 2019 - Kórónaveirufaraldurinn: Fyrsta þekkta dæmið um smit í manni kom upp í Wuhan í Kína.
- 2020 - Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Fædd
breyta- 1081 - Loðvík 6. Frakkakonungur (d. 1137).
- 1083 - Anna Komnene, grískur heimspekingur (d. 1153).
- 1438 - Pétur 2., hertogi af Bourbon (d. 1503).
- 1636 - Elizabeth Capell hertogaynja af Essex (d. 1718).
- 1726 - Eggert Ólafsson, íslenskt skáld (d. 1768).
- 1761 - Marie Tussaud, franskur vaxmyndasmiður (d. 1850).
- 1766 - Níkolaj Míkhaílovítsj Karamzín, rússneskur rithöfundur (d. 1826)
- 1792 - Níkolaj Ívanovítsj Lobatsjevskíj, rússneskur stærðfræðingur (d. 1856)
- 1844 - Alexandra Bretadrottning (d. 1925).
- 1873 - Valeríj Brjúsov, rússneskt ljóðskáld (d. 1924)
- 1886 - Rex Stout, bandarískur rithöfundur (d. 1975)
- 1890 - Steinþór Guðmundsson, íslenskur kennari og stjórnmálamaður (d. 1973).
- 1890 - Eggert Stefánsson, íslenskur söngvari (d. 1962).
- 1892 - Halldór Stefánsson, íslenskur rithöfundur (d. 1979).
- 1895 - Henry Williamson, enskur rithöfundur (d. 1977).
- 1896 - Georgíj Zhúkov, sovéskur herforingi (d. 1974).
- 1925 - Haraldur Steinþórsson formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 2005).
- 1930 - Joachim Hoffmann, þýskur sagnfræðingur (d. 2002)
- 1932 - Matt Monro, enskur söngvari (d. 1985)
- 1935 - Woody Allen, bandarískur leikstjóri, leikari og grínisti
- 1939 - Soffía Jakobsdóttir, íslensk leikkona.
- 1940 - Richard Pryor, bandarískur leikari (d. 2005)
- 1944
- John Densmore, bandarískur trommuleikari (í hljómsveitinni The Doors)
- Valgerður Dan, íslensk leikkona.
- 1945
- Ásta B. Þorsteinsdóttir, alþingismaður (d. 1998).
- Bette Midler, bandarísk leik- og söngkona.
- 1946 - Gilbert O'Sullivan, írskur söngvari
- 1949
- Aðalsteinn Bergdal, íslenskur leikari.
- Pablo Escobar, kólumbískur eiturlyfjabarón (d. 1993)
- Sebastián Piñera, forseti Síle (d. 2024)
- 1950 - Seiichi Sakiya, japanskur knattspyrnumaður.
- 1954 - Karl-Heinz Körbel, þýskur knattspyrnumaður.
- 1961 - Jeremy Northam, enskur leikari.
- 1964 - Salvatore Schillaci, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 1974 - Costinha, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Magni Ásgeirsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1979 - Shinji Murai, japanskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Einar Már Björnsson, söngvari.
- 1986 - Andrew Tate, breskur áhrifavaldur.
- 1988 - Jay Simpson, breskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Tyler Joseph, bandarískur söngvari.
- 2003 - Jackson Nicoll, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 1135 - Hinrik 1. Englandskonungur (f. um 1068).
- 1374 - Magnús Eiríksson smek (f. 1316).
- 1521 - Leó 10. páfi (f. 1475).
- 1530 - Margrét af Austurríki, landstjóri Niðurlanda (f. 1480).
- 1825 - Alexander 1. Rússakeisari (f. 1777).
- 1946 - Jónína Jónatansdóttir, íslenskur verkalýðsleiðtogi (f. 1869).
- 1946 - Jens Steindór Benediktsson, íslenskur þýðandi (f. 1910).
- 1947 - Godfrey Harold Hardy, breskur stærðfræðingur (f. 1877).
- 1952 - Vittorio Emanuele Orlando, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1860).
- 1972 - Antonio Segni, forsætisráðherra Ítalíu (f. 1891).
- 1973 - David Ben-Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísraels (f. 1886).
- 1978 - Dag Strömbäck, sænskur þjóðfræðingur (f. 1900).
- 1991 - George J. Stigler, bandarískur hagfræðingur (f. 1911).
- 2011 - Christa Wolf, þýskur rithöfundur (f. 1929).
- 2011 - Andrzej Nowicki, pólskur heimspekingur (f. 1919).
- 2018 - Ken Berry, bandarískur leikari (f. 1933).