Sænska þingið

Sænska þingið (sænska: riksdagen) er löggjafarþing Svíþjóðar. Frá 1971 hefur þingið komið saman í einni deild með 349 þingmönnum. Þingmenn eru þjóðkjörnir samkvæmt hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn. Sænska þinghúsið stendur á Helgeandsholmen í miðborg Stokkhólms. Forveri sænska þingsins var sænska stéttaþingið sem kom fyrst saman árið 1435 í Arboga og var leyst upp árið 1866 þegar núverandi þing var stofnað.

Sænska þingið árið 2009.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.