Atlantshafsbandalagið

(Endurbeint frá NATO)

Atlantshafsbandalagið (einnig NATÓ eftir enskri skammstöfun á nafni þess: North Atlantic Treaty Organisation eða OTAN eftir franskri skammstöfun á heiti þess, (l'Organisation du traité de l'Atlantique nord)) er hernaðarbandalag. Skrifað var undir stofnsáttmála bandalagsins í Washington D.C. 4. apríl 1949.

Atlantshafsbandalagið
North Atlantic Treaty Organization
Organisation du traité de l'Atlantique nord
Fáni Atlantshafsbandalagsins

Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (2020) sjást hér grænlituð.
SkammstöfunNATO (enska); OTAN (franska)
EinkennisorðAnimus in consulendo liber
Stofnun4. apríl 1949; fyrir 75 árum (1949-04-04)
GerðHernaðarbandalag
HöfuðstöðvarFáni Belgíu Brussel, Belgíu
Meðlimir
Opinber tungumálEnska, franska
FramkvæmdastjóriMark Rutte
Yfirmaður hermálanefndarinnarRob Bauer
Yfirmaður EvrópuherstjórnarinnarChristopher G. Cavoli
Yfirmaður herstjórnarmiðstöðvarinnarPhilippe Lavigne
Vefsíðawww.nato.int

Kjarni bandalagsins er 5. grein stofnsáttmálans þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll. Sú grein var hugsuð til að gera Sovétríkjunum það ljóst að innrás inn í Vestur-Evrópu jafngilti stríðsyfirlýsingu við Bandaríkin og allan hernaðarmátt þeirra. Á móti stofnuðu Sovétríkin ásamt bandamönnum sínum í Austur-Evrópu Varsjárbandalagið. Hernaðarbandalögin tvö léku síðan aðalhlutverk í Kaldastríðinu og því vígbúnaðarkapphlaupi og kjarnorkuvopnavæðingu sem einkenndu það. Innrás Sovétmanna í Vestur-Evrópu varð aldrei að veruleika og 5. grein NATO-samningsins hefur aðeins verið notuð einu sinni en það var 12. september 2001 eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin.

Aðild Íslands að NATO

breyta

Lög um inngöngu Íslands í NATO voru samþykkt á Alþingi, 30. mars 1949. Þau voru mjög umdeild og talsverðar óeirðir urðu í sambandi samþykkt þeirra á Austurvelli. Andstæðingar NATO-aðildar kröfðust þjóðaratkvæðis um þetta mikilvæga mál en ekki var orðið við því. Hins vegar var því lofað að aldrei yrði erlendur her á íslenskri grundu á friðartímum. NATO ásamt Bandaríkjaher rak Keflavíkurherstöðina á Miðnesheiði frá 1951 til 2006.

Aðildarríki

breyta
Stofnfélagar (1949): Ríki sem fengu inngöngu síðar:

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.