Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó[1] (Franska: République Démocratique du Congo) eða einfaldlega Kongó[1] eða Austur-Kongó til aðgreiningar frá Vestur-Kongó, er land í Mið-Afríku og þriðja stærsta land álfunnar. Það hefur áður heitið Belgíska Kongó, Kongó-Kinsasa og Saír (til 1997). Það á landamæri að Vestur-Kongó í vestri, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan í norðri, Úganda, Rúanda, Búrúndí og Tansaníu í austri, og Sambíu og Angóla í suðri. Aðgangur að sjó er um 40 km breiða ræmu við Gíneuflóa.
République Démocratique du Congo | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Démocratie - Justice - Unité (íslenska: Lýðveldi - Réttlæti - Sameining) | |
Þjóðsöngur: Debout Congolais | |
![]() | |
Höfuðborg | Kinsasa |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | Félix Tshisekedi |
Forsætisráðherra | Sylvestre Ilunga |
Sjálfstæði | frá Belgíu |
- Dagur | 30. júní, 1960 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
11. sæti 2.345.409 km² 3,3% |
Mannfjöldi - Samtals (2016) - Þéttleiki byggðar |
19. sæti 78.736.153 29,3/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2014 |
- Samtals | 55 millj. dala (92. sæti) |
- Á mann | 694 dalir (185. sæti) |
Gjaldmiðill | kongóskur franki |
Tímabelti | UTC+1 - UTC+2 |
Þjóðarlén | .cd |
Landsnúmer | 243 |
Elstu mannvistarleifar í Kongó eru um 80.000 ára gamlar. Þar risu ríki eins og Lundaríkið, Lubaveldið og Konungsríkið Kongó við ósa Kongófljóts. Fyrsti Vesturlandabúinn sem kannaði vatnasvið Kongófljóts var Henry Morton Stanley sem síðar aðstoðaði Leópold 2. konung Belgíu við að gera landið að einkanýlendu sinni sem hann kallaði Fríríkið Kongó. Leópold kom á gúmmíplantekrum og stýrði nýlendunni af mikilli grimmd sem hneykslaði alþjóðasamfélagið. Að lokum féllst Belgíustjórn á að taka stjórn nýlendunnar yfir vegna þrýstings frá öðrum Evrópuríkjum. Kongó fékk sjálfstæði árið 1960 og fyrsti forsætisráðherra landsins var Patrice Lumumba. Árið 1965 leiddi Joseph Mobutu herforingjabyltingu gegn honum. Árið 1971 breytti hann nafni landsins í Saír. Mobutu var einræðisherra og nýtti aðstöðu sína til að hagnast persónulega á auðlindum landsins. Í kjölfar borgarastyrjaldarinnar í Rúanda braust borgarastyrjöld út í austurhluta landsins sem lyktaði með því að Mobutu flúði land og nafni landsins var aftur breytt. Önnur styrjöldin í Kongó hófst árið 1998 og stóð til 2003. Eftir að stríðinu lauk hafa reglulega blossað upp staðbundin átök í landinu. Kynferðisofbeldi er útbreitt, og sjúkdómar og hungursneyðir herja á íbúana.
Íbúar Kongó eru yfir 78 milljónir talsins. Landið er nítjánda fjölmennasta land heims og það fjórða fjölmennasta í Afríku. Í landinu búa um 200 þjóðarbrot sem flest tala bantúmál. Frumbyggjar landsins eru pygmíar sem eru aðeins um 600.000. Um 95% íbúa landsins eru kristnir, þar af um helmingur rómversk-kaþólskir. Landið á miklar náttúruauðlindir og er stærsti kóbaltframleiðandi heims en langvinnur ófriður hefur orðið til þess að íbúar landsins eru með einar lægstu meðaltekjur í heimi.
HéruðBreyta
1. Kinshasa | 14. Ituri Province | |
2. Kongo Central | 15. Haut-Uele | |
3. Kwango | 16. Tshopo | |
4. Kwilu Province | 17. Bas-Uele | |
5. Mai-Ndombe Province | 18. Nord-Ubangi | |
6. Kasaï Province | 19. Mongala | |
7. Kasaï-Central | 20. Sud-Ubangi | |
8. Kasaï-Oriental | 21. Équateur | |
9. Lomami Province | 22. Tshuapa | |
10. Sankuru | 23. Tanganyika Province | |
11. Maniema | 24. Haut-Lomami | |
12. South Kivu | 25. Lualaba Province | |
13. North Kivu | 26. Haut-Katanga Province |
TilvísanirBreyta
- ↑ 1,0 1,1 Íðorðabankinn. Sótt 18. apríl 2020.