COVID-19 er smitsjúkdómur af völdum kórónuveirunnar SARS-CoV-2. COVID-19 kom upp í Wuhan héraði í Kína síðla árs 2019 og varð að kórónaveiruheimsfaraldri árið 2020. Alls hafa yfir 2,4 milljónir látist úr sjúkdóminum.

Einkenni COVID-19

Fyrsta tilvik sjúkdómsins var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. 17. mars voru smitin 199 á Íslandi. Um miðjan ágúst voru greind smit á Íslandi orðin um 2000 og dauðsföll vegna veirunnar 10 talsins. Sjúkdómurinn var í rénun frá lok apríl og aðeins 8 smit greindust í maí. Hins vegar fjölgaði smitum aftur um mitt sumar og aftur um haustið. Þriðja bylgja faraldursins hófst 11. september 2020.[1] Um miðjan október lést fyrsta manneskjan í þriðju bylgjunni úr Covid-19.[2] Hópsmit kom upp á Landakotsspítala og létust 13 af völdum þess.[3] 29 hafa alls látist á Íslandi. Í janúar 2021 voru yfir 6.000 staðfest smit í landinu.

Á meðan faraldurinn gengur yfir er mikil áhersla lögð á hreinlæti svo sem sápunotkun, handþvott, spritt og grímunotkun þegar ókleift er að halda 2 metra fjarlægð. Öldurhús og líkamsræktarstaðir lokuðu ásamt fleiru. Einnig var sett samkomubann fyrir stærri viðburði. Þá hefur verið mælt með því að almenningur haldi 2 metra fjarlægð milli sín.

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

HeimildirBreyta

  1. Sunna Ósk Logadóttir (október 2020). „Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst““. Kjarninn. Sótt október 2020.
  2. Freyr Gígja Gunnarsson (október 2020). „Lést af völdum Covid-19 á Landspítala“. RÚV. Sótt október 2020.
  3. „Tölulegar upplýsingar“. Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. október 2020. Sótt október 2020.