1. maí
dagsetning
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
1. maí er 121. dagur ársins (122. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 244 dagar eru eftir af árinu. Dagurinn er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins.
Atburðir
breyta- 305 - Keisararnir Diocletianus og Maximianus sögðu af sér þannig að Constantius Chlorus varð einn keisari.
- 1328 - Edinborg-Northampton-sáttmálinn: Konungur Englands viðurkenndi sjálfstæði Skotlands.
- 1351 - Zürich gekk í Svissneska ríkjasambandið.
- 1566 - Páll Stígsson, höfuðsmaður, drukknaði í tjörn hjá Lambhúsum á Álftanesi.
- 1585 - Felice Peretti varð Sixtus 5. páfi.
- 1615 - Aftakaveður gerði á Breiðafirði og fórust áttatíu manns af þrettán skipum.
- 1707 – Konungsríkið Stóra-Bretland var myndað með Sambandslögunum (Act of Union).
- 1783 - Ný eyja, sem kölluð var Nýey, myndaðist í eldgosi neðansjávar suðvestur af Reykjanesi, líklega í grennd við Eldeyjarboða. Ári síðar var hún horfin.
- 1840 - Fyrsta penny-frímerkið var prentað í Bretlandi.
- 1889 - Á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks.
- 1897 - 54 menn, flestir frá Eyjafirði og Patreksfirði, fórust af fimm skipum í norðan ofviðri með hríð og frosti.
- 1908 - Knattspyrnufélagið Fram var stofnað í Reykjavík.
- 1922 - Strandferðaskipið Sterling, hið fyrsta í eigu ríkisins, strandaði við Brimnes í Seyðisfirði. Mannbjörg varð.
- 1923 - Kröfuganga var í fyrsta skipti farin á Íslandi á 1. maí.
- 1925 - Rússneska knattspyrnuliðið Zenit Sankti Pétursborg var stofnað.
- 1926 - Verkfall kolanámumanna hófst í Bretlandi. Ein milljón námuverkamanna lagði niður vinnu.
- 1927 - Sundfélagið Ægir var stofnað í Reykjavík.
- 1935 - Bifreiðaeinkasala ríkisins tók til starfa og var ein um innflutning og sölu bifreiða í sjö ár.
- 1936 - Grænmetisverzlun ríkisins tók til starfa.
- 1937 - Kvæði Halldórs Laxness, „Maístjarnan“, birtist fyrst í æskulýðsblaði.
- 1948 - Sunnanlands snjóaði svo mjög að með fádæmum þótti. Jafnfallinn snjór á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist 65 sentimetrar.
- 1965 - Þyrla fórst og með henni fimm menn við Kúagerði á leið frá Hvalfirði til Keflavíkur. Um borð voru æðstu menn Varnarliðsins auk flugmanna.
- 1967 - IBM á Íslandi var stofnað.
- 1970 - Rauðsokkuhreyfingin tók þátt í kröfugöngu verkalýðsins í Reykjavík og er upphaf hennar miðað við þennan atburð.
- 1970 - Mótmæli brutust víða út í Bandaríkjunum við upphaf réttarhaldanna yfir New Haven-nímenningunum og í kjölfar fyrirskipunar Nixons um innrás í Kambódíu.
- 1973 - Um 1,6 milljón verkamanna í Bretlandi fóru í daglangt verkfall til að mótmæla verðbólguaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
- 1977 - 34 létust og hundruð særðust í blóðbaðinu á Taksimtorgi í Istanbúl.
- 1978 - Sprengjumaðurinn frá Gladsaxe særðist af eigin sprengju í Kaupmannahöfn og var tekinn höndum.
- 1978 - Japanski ævintýramaðurinn Naomi Uemura komst fyrstur manna einn á Norðurpólinn.
- 1979 - Grænland fékk heimastjórn.
- 1981 - Landssamband kartöflubænda var stofnað á Íslandi.
- 1982 - Hernaðaraðgerðir Breta hófust í Falklandseyjastríðinu.
- 1985 - Hundrað ára afmælis Jónasar Jónssonar frá Hriflu var minnst með því að afhjúpa brjóstmynd af honum við Arnarhvál í Reykjavík.
- 1986 - Danski skipavarðveislusjóðurinn var stofnaður innan menntamálaráðuneytis Danmerkur.
- 1989 - Skemmtigarðurinn Disney-MGM Studios var opnaður í Walt Disney World í Flórída.
- 1991 - Borgarastyrjöldin í Angóla: MPLA og UNITA samþykktu Bicesse-samkomulagið.
- 1993 - Ranasinghe Premadasa, forseti Srí Lanka, var myrtur af sjálfsmorðssprengjumanni úr röðum Tamíltígra.
- 1994 - Formúlu 1-ökuþórinn Ayrton Senna lést í slysi sem varð í kappakstrinum San Marino Grand Prix á Ítalíu.
- 1995 - Króatíski herinn hóf Bljesakaðgerðina gegn Króatíuserbum í Krajinahéraði.
- 1995 - Oriental Pearl Tower var opnaður í Sjanghæ.
- 1995 - Jacques Chirac var kosinn forseti Frakklands.
- 1997 - Þingkosningar fóru fram í Bretlandi. 18 ára stjórn Íhaldsflokksins lauk þegar Verkamannaflokkurinn vann kosningasigur.
- 1998 - Ecofin kom saman til að samþykkja lista yfir ríki sem fengju að taka upp evruna.
- 1999 - Teiknimyndaþættirnir Svampur Sveinsson hófu göngu sína á Nickleodeon.
- 2003 - George W. Bush tilkynnti að hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið.
- 2004 - Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland urðu aðilar að Evrópusambandinu.
- 2005 - Netsamfélagið Istorrent var stofnað á Íslandi.
- 2006 - Bólivía undir stjórn Evo Morales þjóðnýtti allar gas- og olíulindir landsins.
- 2009 - Svínaflensa greindist í fyrsta sinn í Danmörku.
- 2009 - Lög um hjónabönd samkynhneigðra gengu í gildi í Svíþjóð.
- 2011 - Jóhannes Páll 2. páfi var lýstur sæll af kaþólsku kirkjunni.
- 2015 - Heimssýningin Expo 2015 hófst í Mílanó.
- 2016 - Skógareldar í Fort McMurray í Kanada eyðilögðu 505 hektara lands og 2400 byggingar.
- 2017 - Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður.
Fædd
breyta- 1218 - Rúdolf 1. keisar, konungur Þýskalands og keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1291).
- 1238 - Magnús lagabætir, Noregskonungur (d. 1280).
- 1316 - Karl 6. keisari (d. 1378).
- 1602 - William Lilly, enskur stjörnuspekingur (d. 1681).
- 1769 - Arthur Wellesley, hertogi af Wellington (d. 1852).
- 1823 - Jemima Blackburn, skoskur málari (d. 1909).
- 1885 - Jónas Jónsson frá Hriflu, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1968).
- 1899 - Jón Leifs, íslenskt tónskáld (d. 1968).
- 1919 - Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, íslenskur rithöfundur og vitavörður (d. 1994).
- 1933 - Magnús Ingimarsson, íslenskur tónlistarmaður (d. 2000).
- 1937 - Ragnheiður Torfadóttir, íslenskur kennari.
- 1939 - Judy Collins, bandarísk söngkona.
- 1945 - Rita Coolidge, bandarísk söngkona.
- 1946 - Joanna Lumley, bresk leikkona.
- 1951 - Álfheiður Ingadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1955 - Brynhildur Þorgeirsdóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1959 - Yasmina Reza, franskt leikskáld og rithöfundur.
- 1964 - Halla Signý Kristjánsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1968 - Oliver Bierhoff, þýskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Yasuyuki Moriyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Wes Anderson, bandarískur leikstjóri.
- 1983 - Trausti Laufdal, íslenskur tónlistarmaður.
- 1986 - Adrian Lux, sænskur plötusnúður.
- 1989 - Mitch Nichols, ástralskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1045 - Benedikt 9. páfi.
- 1118 - Matthildur (Edit) af Skotlandi, Englandsdrottning, fyrri kona Hinriks 1. (f. um 1080).
- 1312 - Evfemía, drottning Noregs, kona Hákonar háleggs.
- 1539 - Ísabella af Portúgal, drottning Spánar og keisaraynja hins Heilaga rómverska ríkis, kona Karls 5. keisara (f. 1503).
- 1555 - Marsellus 2. páfi.
- 1572 - Píus 5. páfi.
- 1873 - David Livingstone, skoskur landkönnuður og trúboði (f. 1813).
- 1904 - Antonín Dvořák, tékkneskt tónskáld (f. 1841).
- 1945 - Joseph Goebbels, þýskur stjórnmálamaður (f. 1897).
- 1994 - Ayrton Senna, brasilískur ökuþór (f. 1960).
- 2003 - Haukur Clausen, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1928).
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:1 May.