21. febrúar
dagsetning
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
21. febrúar er 52. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 313 dagar (314 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1431 - Réttarhöld hófust yfir Jóhönnu af Örk.
- 1437 - Jakob 1. Skotakonungur var myrtur af hópi skoskra aðalsmanna.
- 1598 - Boris Godúnov var kjörinn Rússakeisari af rússneska stéttaþinginu.
- 1599 - Svokölluð Leikmannabiblía var gefin út á Hólum í Hjaltadal. Nú eru aðeins til tvö eintök af henni í heiminum, annað á Íslandi og hitt í Íþöku í Bandaríkjunum.
- 1630 - Jarðskjálftar hófust á Suðurlandi og ollu nokkru tjóni. Hveravirkni í Biskupstungum breyttist.
- 1848 - Kommúnistaávarpið eftir Karl Marx og Friedrich Engels kom út.
- 1878 - Fyrsta símaskráin var gefin út í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum.
- 1945 - Fimmtán manns fórust er Dettifossi, skipi Eimskipafélags Íslands, var grandað af þýskum kafbáti norður af Írlandi. Þrjátíu manns var bjargað.
- 1953 - Francis Crick og James D. Watson uppgötvuðu byggingu DNA-sameindarinnar.
- 1962 - Stuðlabergsslysið: Báturinn Stuðlaberg frá Seyðisfirði fórst við Suðurland og með honum 11 menn.
- 1965 - Bandaríski baráttumaðurinn Malcolm X var myrtur þar sem hann hélt ræðu á Manhattan.
- 1970 - Hornsteinn var lagður að Bosporusbrúnni í Istanbúl í Tyrklandi.
- 1970 - Sprengja sprakk í flugvél frá Swissair á leið frá Zürich til Tel Aviv með þeim afleiðingum að 47 fórust.
- 1971 - Alþjóðasamningur um skynvilluefni var undirritaður í Vínarborg.
- 1972 - Richard M. Nixon fór í átta daga heimsókn til Alþýðulýðveldisins Kína þar sem hann hitti Mao Zedong.
- 1973 - Ísraelsk herflugvél skaut niður líbíska farþegavél yfir Sínaískaga. 101 maður lést.
- 1978 - Rafveitumenn uppgötvuðu leifar píramídans mikla í Tenochtitlan undir miðri Mexíkóborg.
- 1986 - Fyrsti Zelduleikurinn frá Nintendo, Legend of Zelda, kom út fyrir Famicom-leikjatölvuna.
- 1991 - Króatía lýsti því yfir að landið væri ekki lengur hluti af Júgóslavneska sambandsríkinu.
- 1992 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að senda friðargæslulið til Júgóslavíu.
- 1993 - Ítalski blaðamaðurinn Achille Lollo var handtekinn í Rio de Janeiro vegna þátttöku sinnar í eldsvoðanum í Primavalle.
- 1995 - Fjórir fangaverðir og 96 fangar voru myrtir í uppreisn í Serkadji-fangelsi í Alsír.
- 1995 - Þrír meðlimir Front national í Frakklandi myrtu Kómoreyinginn Ibrahim Ali.
- 1995 - Steve Fossett varð fyrstur til að fljúga einn í loftbelg yfir Kyrrahaf þegar hann lenti í Leader í Kanada.
- 1996 - Fahd konungur tók aftur við völdum í Sádí-Arabíu.
- 1999 - Sanna Sillanpää skaut þrjá menn til bana og særði einn á skotvelli í Finnlandi.
- 2000 - Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn.
- 2001 - Jarðskjálfti reið yfir Xinjang. 257 fórust.
- 2007 - Ríkisstjórn Romano Prodi á Ítalíu sagði af sér eftir ósigur í atkvæðagreiðslu um utanríkismál.
- 2008 - Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæðisyfirlýsingu Kosóvó í Belgrad.
- 2008 - Mesti jarðskjálfti sem mælst hefur í Noregi átti sér stað við Svalbarða. Hann var 6,2 á Richter.
- 2010 - Fárviðri olli 42 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu á eyjunni Madeira.
- 2012 - Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu 130 milljarða björgunarpakka vegna grísku skuldakreppunnar.
- 2013 - Bandarískir vísindamenn prentuðu eyra með þrívíddarprentara, kollageni og dýrafrumum.
- 2013 - Sprengjuárásin í Hyderabad 2013: 17 létust þegar sprengja sprakk í Hyderabad á Indlandi.
- 2013 - 83 létust þegar röð bílasprengja sprakk í höfuðborg Sýrlands, Damaskus.
- 2017 - Snjóflóð féll á Longyearbyen á Svalbarða. Enginn fórst.
Fædd
breyta- 1397 - Ísabella af Portúgal, kona Filippusar góða Búrgundarhertoga (d. 1471).
- 1633 - Einar Þorsteinsson, Hólabiskup (d. 1696).
- 1728 - Pétur 3. Rússakeisari (d. 1762).
- 1794 - Antonio López de Santa Anna, mexíkóskur stjórnmálamaður (d. 1876).
- 1875 - Jeanne Calment fæddist, en hún átti eftir að lifa í 122 ár og 164 daga, lengsta lífsferil sem nokkur manneskja hefur lifað, svo að vitað sé (d. 1997).
- 1884 - Jörundur Brynjólfsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1979).
- 1907 - W. H. Auden, breskt skáld (d. 1973).
- 1913 - Benjamin S. Bloom, bandarískur sálfræðingur (d. 1999).
- 1917 - Lucille Bremer, bandarísk leikkona (d. 1996).
- 1921 - John Rawls, bandarískur heimspekingur (d. 2002).
- 1924 - Robert Mugabe, forseti Simbambe (d. 2019).
- 1933 - Nina Simone, bandarísk söngkona (d. 2003).
- 1937 - Haraldur 5. Noregskonungur.
- 1939 - Jón Baldvin Hannibalsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1946 - Alan Rickman, breskur leikari (d. 2016).
- 1950 - Sahle-Work Zewde, forseti Eþíópíu.
- 1953 - William Petersen, bandarískur leikari.
- 1954 - Rudolf Simek, austurrískur textafræðingur.
- 1957 - Carlos Renato Frederico, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1960 - Isaac Julien, breskur myndlistarmaður.
- 1962 - Chuck Palahniuk, bandarískur rithöfundur.
- 1965 - Evair, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1968 - Donizete Oliveira, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1968 - Dan Calichman, bandarískur knattspyrnumaður.
- 1971 - Heiða Björg Hilmisdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1979 - Jennifer Love Hewitt, bandarísk leik- og söngkona.
- 1980 - Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, konungur Bútans.
- 1983 - Lúsíne Gevorkjan, rússnesk söngkona.
- 1987 - Anthony Walker, breskur námsmaður (d. 2005).
- 1987 - Nebojsa Knezevic, serbneskur körfuknattleiksmaður.
- 1989 - Corbin Bleu, bandarískur leikari.
- 1991 - Riyad Mahrez, alsírskur knattspyrnumaður.
- 2002 - Marcus Gunnarsen, norskur söngvari.
- 2002 - Martinus Gunnarsen, norskur söngvari.
Dáin
breyta- 1437 - Jakob 1. Skotakonungur (f. 1394).
- 1513 - Júlíus 2. páfi (f. 1443).
- 1554 - Hieronymus Bock, þýskur grasafræðingur (f. 1498).
- 1575 - Claude, hertogaynja af Lorraine, kona Karls 3. hertoga (f. 1547).
- 1677 - Baruch Spinoza, hollenskur heimspekingur (f. 1632).
- 1730 - Benedikt 13. páfi (f. 1649).
- 1887 - Arngrímur Gíslason málari, íslenskur málari og tónlistarmaður (f. 1829).
- 1944 - Jón Magnússon, íslenskt skáld (f. 1896).
- 1946 - Pétur Zóphóníasson, íslenskur ættfræðingur (f. 1879).
- 1965 - Malcolm X, bandarískur baráttumaður (f. 1925).
- 1984 - Míkhaíl Sholokhov, sovéskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1905).
- 1991 - Margot Fonteyn, enskur ballettdansari (f. 1919).
- 2004 - Svava Jakobsdóttir, alþingiskona og rithöfundur (f. 1930).
- 2007 - Arawa Kimura, japanskur knattspyrnumaður (f. 1931).
- 2013 - Hasse Jeppson, sænskur knattspyrnumaður (f. 1925).