ChatGPT (chat: spjall, GPT: generative pre-trained transformer) er spjallmenni sem byggir á gervigreind sem hægt er að spyrja spurninga og eiga samtal við í venjulegu ritmáli.[1] Það var þróað af bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem er að miklu leyti í eigu Microsoft. ChatGPT byggir á svokölluðu risamállíkani (Large Language Model, LLM) sem er afbrigði af gervitauganetslíkani sem hefur verið þjálfað með gríðarlegu magni texta.[2]

Vörumerki ChatGPT

ChatGPT var opnað fyrir almenningi 30. nóvember 2022 og vakti fljótt athygli þar svör spjallmennisins þóttu betri og nákvæmari en áður hafði sést. Í janúar 2023 voru notendur ChatGPT yfir 100 milljónir en svo hraður vöxtur notenda á vefforriti er fáheyrður.[3] Áhuginn á spjallmenninu jók einnig áhuga almennings spunagreind almennt og ýmsir keppinautar OpenAI settu meiri kraft í að koma áþekkum vörum á markað. Í fyrstu var aðeins gjaldfrjáls aðgangur í boði að ChatGPT en síðar var bætt við áskriftarleiðum þar sem hægt var að greiða fyrir aðgang að nýjum útgáfum spjallmennisins og meiri notkun.

Fljótlega eftir tilkomu ChatGPT að bera á því að nemendur í skólum nýttu sér spjallmennið til aðstoðar við ritgerðarskrif og hafa menntastofnanir um allan heim þurft að móta sér stefnu um hvort og hvernig nemendur megi nýta sér það.[4]

ChatGPT hefur verið gagnrýnt fyrir tíðar „ofskynjanir“ í svörum sínum en það vísar til þess staðreyndavillur slæðast með í svörum spallmennisins. Erfitt getur verið fyrir notandann að átta sig á þessu þar sem textinn er að öðru leyti trúverðugur.[5]

ChatGPT á íslensku

breyta

Um vorið 2023 var kynnt að sendinefnd íslenskra stjórnvalda hefði ári áður fundað með stjórnendum OpenAI, þar á meðal forstjóranum Sam Altman, og náð samkomulagi um að íslenska yrði annað tungumálið á eftir ensku sem ChatGPT myndi læra sérstaklega. Íslenska tæknifyrirtækið Miðeind vann að því með OpenAI að GPT-4 mállíkanið yrði mun færara í að skrifa íslenskan texta.[6]

Vísanir

breyta
  1. Alexander Kristjánsson (desember 2022). „Skuggalega ritfær gervigreind sem getur veitt sambandsráð“. Ríkisútvarpið.
  2. Starfsfólk Miðeindar (nóvember 2023). „VÍTT OG BREITT UM MÁLLÍKÖN“ (PDF). Tölvumál. bls. 33.
  3. Milmo, Dan (2. febrúar 2023). „ChatGPT reaches 100 million users two months after launch“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 18. ágúst 2024.
  4. Pétursson, Vésteinn Örn (17. apríl 2023). „Há­skólinn glímir við gervi­greindina - Vísir“. visir.is. Sótt 18. ágúst 2024.
  5. Lakshmanan, Lak (16. desember 2022). „Why large language models like ChatGPT are bullshit artists“. becominghuman.ai. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. desember 2022. Sótt 15. janúar 2023. „The human raters are not experts in the topic, and so they tend to choose text that looks convincing. They'd pick up on many symptoms of hallucination, but not all. Accuracy errors that creep in are difficult to catch.
  6. Drífudóttir, Elsa María Guðlaugs; Diego, Hugrún Hannesdóttir; Birgisdóttir, Gunnhildur Kjerúlf (14. mars 2023). „Íslenska annað tungumál spjallmennisins ChatGPT - RÚV.is“. RÚV. Sótt 18. ágúst 2024.