24. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
24. nóvember er 328. dagur ársins (329. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 37 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 496 - Anastasíus 2. varð páfi.
- 955 - Játvígur sanngjarni varð Englandskonungur.
- 1407 - Lúðvík af Orléans var myrtur, sem hrinti af stað stríði milli Orléans og Búrgunda.
- 1507 - Möðruvallaréttarbót: Konungur staðfesti að allar réttarbætur Hákonar háleggs skyldu gilda á Íslandi.
- 1582 - William Shakespeare giftist Anne Hathaway í Stratford-upon-Avon.
- 1643 - Þrjátíu ára stríðið: Frakkar biðu ósigur fyrir keisarahernum í orrustunni við Tuttlingen.
- 1670 - Loðvík 14. gaf út framkvæmdaleyfi fyrir byggingu öryrkjaheimilisins Les Invalides í París.
- 1848 - Sérstök stjórnardeild um málefni Íslands var stofnuð í fyrsta sinn innan Kansellísins í Danmörku.
- 1859 - Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin kom út.
- 1951 - Þátturinn Óskalög sjúklinga í umsjá Björns R. Einarssonar hóf göngu sína í Ríkisútvarpinu.
- 1963 - Meintur morðingi Kennedys, Lee Harvey Oswald, var skotinn af Jack Ruby í Dallas, Texas.
- 1965 - Rjúpnaveiðimaður fannst eftir 70 klukkustunda útivist og langa leit í vonskuveðri. Flestir höfðu talið hann af.
- 1972 - Suðurlandsvegur frá Reykjavík til Selfoss var formlega tekinn í notkun eftir endurgerð sem tók sex ár.
- 1976 - Minnst 3.840 manns létust vegna jarðskjálfta sem nam 7,3 á Richter í Van og Muradiye í Tyrklandi.
- 1983 - The Colour of Magic, fyrsta bókin í Diskheimsbókaröð Terry Pratchett, kom út í Bretlandi.
- 1992 - 141 lést þegar flugvél frá China Southern Airlines hrapaði í Kína.
- 1992 - Elísabet 2. lýsti þessu ári sem annus horribilis vegna brunans í Windsor-kastala og hinna ýmsu hneykslismála sem vörðuðu konungsfjölskylduna.
- 1992 - Tölvuleikurinn Sonic the Hedgehog 2 fyrir Sega Genesis kom út á sama tíma um allan heim.
- 1993 - Tveir ellefu ára drengir voru dæmdir fyrir morðið á hinum tveggja ára gamla James Bulger í Liverpool í Bretlandi.
- 1995 - Stöð 3 hóf útsendingar. Hún sameinaðist Stöð 2 tveimur árum síðar.
- 1998 - Marc Hodler ljóstraði upp um mútur í aðdraganda þess að Salt Lake City var valin til að halda Vetrarólympíuleikana 2002.
- 1998 - Fjarreikistjarnan Gliese 86 b var uppgötvuð á braut um hvíta dverginn Gliese 86.
- 2006 - Stjórnarherinn á Srí Lanka felldi 30 skæruliða Tamíltígra.
- 2008 - Um 10.000 mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra Taílands, Somchai Wongsawats, í Bangkok.
- 2009 - Kraftlyftingafélag Akraness var stofnað.
- 2012 - Nýr stjórnmálaflokkur, Píratar, var stofnaður á Íslandi.
- 2013 - Íran samþykkti að takmarka kjarnorkuáætlun sína gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt.
- 2015 - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Tyrkir skutu niður rússneska herþotu.
- 2016 - Ríkisstjórn Kólumbíu samdi um frið við skæruliðasamtökin FARC.
- 2017 - Yfir 300 létust í árás á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi.
- 2021 - DART-tilraunin: NASA sendi geimfar sem á að breyta braut loftsteins með því að rekast á hann.
Fædd
breyta- 1394 - Karl hertogi af Orléans, franskt skáld (d. 1465).
- 1615 - Filippus Vilhjálmur, kjörfursti í Pfalz (d. 1690).
- 1632 - Baruch Spinoza, hollenskur heimspekingur (d. 1672).
- 1655 - Karl 11. Svíakonungur (d. 1697).
- 1713 - Laurence Sterne, enskur rithöfundur (d. 1768).
- 1784 - Zachary Taylor, forseti Bandaríkjanna (d. 1850).
- 1814 - Matthias Hans Rosenørn, stiftamtmaður á Íslandi (d. 1902).
- 1849 – Frances Hodgson Burnett, bresk-bandarískur rithöfundur (d. 1945).
- 1893 - Guðrún Stefánsdóttir, íslenskt skáld (d. 1980).
- 1923 - Halldóra Eldjárn forsetafrú (d. 2008).
- 1929 - Sigurður Hallmarsson, íslenskur leikari.
- 1942 - Billy Connolly, skoskur leikari og uppistandari.
- 1943 - Takaji Mori, japanskur knattspyrnumaður (d. 2011).
- 1946 - Ted Bundy, bandarískur fjöldamorðingi (d. 1989).
- 1946 - Minoru Kobata, japanskur knattspyrnumaður.
- 1955 - Einar Kárason, íslenskur rithöfundur og ljóðskáld.
- 1963 - Kristín Helga Gunnarsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1964 - Þórunn Egilsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1964 - Garret Dillahunt, bandarískur leikari.
- 1971 - Lola Glaudini, bandarísk leikkona.
- 1984 - Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1984 - Naoya Kikuchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Guðmundur Pétursson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1326 - Hugh Despenser yngri, enskur hirðmaður (f. um 1286).
- 1848 - William Lamb, vísigreifi af Melbourne, breskur stjórnmálamaður (f. 1779).
- 1912 - Björn Jónsson, ritstjóri og ráðherra (f. 1846).
- 1922 - Sidney Sonnino, forsætisráðherra Ítalíu (f. 1847).
- 1929 - Georges Clemenceau, forsætisráðherra Frakklands (f. 1841).
- 1958 - Robert Cecil, vísigreifi af Chelwood, breskur stjórnmálamaður (f. 1864).
- 1963 - Lee Harvey Oswald, bandarískur morðingi (f. 1939).
- 1974 - Nick Drake, enskur lagahöfundur og söngvari (f. 1948).
- 1991 - Freddie Mercury, söngvari hljómsveitarinnar Queen (f. 1946).
- 1998 - John Chadwick, enskur fornfræðingur (f. 1920).
- 2002 - John Rawls, bandarískur heimspekingur (f. 1921).
- 2005 - Pat Morita, bandarískur leikari (f. 1932).