18. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
18. mars er 77. dagur ársins (78. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 288 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 37 - Caligula varð keisari Rómar.
- 417 - Sosimus varð páfi.
- 731 - Gregoríus 3. varð páfi.
- 1229 - Friðrik 2. keisari krýndi sjálfan sig konung Jerúsalem í sjöttu krossferðinni.
- 1325 - Borgin Tenochtitlan var stofnuð í Mexíkó.
- 1438 - Albert 2. af Habsborg varð konungur Þýskalands.
- 1608 - Susenyos var krýndur Eþíópíukeisari í Axúm.
- 1760 - Embættið landlæknir, landfysikus, var stofnað á Íslandi með úrskurði Danakonungs, hliðstætt embætti danskra stiftslækna og varð Bjarni Pálsson fyrsti landlæknir Íslands.
- 1772 - Björn Jónsson var skipaður fyrsti lyfsali á Íslandi með aðsetur í Nesi við Seltjörn.
- 1793 - Borgin Mainz lýsti yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis, þess fyrsta á þýskri grundu. Það leystist þó upp eftir aðeins fjóra mánuði
- 1793 - Orrustan við Neerwinden: Austurríkismenn hröktu Frakka frá Niðurlöndum
- 1871 - 25 karlar og tvær konur hvöttu til þess að stofnaður yrði kvennaskóli í Reykjavík í ávarpi til Íslendinga. Kvennaskólinn í Reykjavík tók til starfa 1874.
- 1871 - Parísarkommúnan var stofnuð.
- 1891 - Símasamband komst á milli London og Parísar.
- 1913 - Georg 1. Grikklandskonungur var myrtur.
- 1921 - Stríði Sovétríkjanna og Póllands lauk með Riga-sáttmálanum.
- 1922 - Mahatma Gandhi var dæmdur í sex ára fangelsi á Indlandi fyrir borgaralega óhlýðni. Hann sat í fangelsi í tvö ár.
- 1926 - H.f. Útvarp, fyrsta útvarpsstöðin á Íslandi, hóf reglubundnar útsendingar.
- 1945 - Rithöfundafélag Íslands klofnaði á aðalfundi og Félag íslenskra rithöfunda var stofnað.
- 1967 - Risaolíuskipið Torrey Canion strandaði á rifi fyrir utan Wales. Um 120 þúsund tonn af olíu fóru í hafið og ollu gífurlegu tjóni.
- 1970 - Lon Nol framdi valdarán í Kambódíu og stofnaði Kmeralýðveldið.
- 1971 - Handritamálið: Hæstiréttur Danmerkur kvað upp úrskurð sem gerði dönsku ríkisstjórninni kleift að afhenda Íslendingum handrit sem geymd höfðu verið í Árnasafni í Kaupmannahöfn.
- 1978 - Fyrrum forsætisráðherra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto, var dæmdur til dauða fyrir að hafa fyrirskipað morð á pólitískum andstæðingi.
- 1985 - Ástralska sápuóperan Grannar hóf göngu sína á Seven Network.
- 1989 - 4.400 ára gömul múmía fannst í Giza-píramídanum í Egyptalandi.
- 1990 - Tólf málverkum og kínverskum vasa var stolið úr Isabella Stewart Gardner Museum í Boston. Þetta var stærsti listaverkaþjófnaður í sögu Bandaríkjanna.
- 1990 - Fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar í Austur-Þýskalandi.
- 1992 - Hvítir Suður-Afríkubúar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu umbætur til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna.
- 1992 - Finnland sótti um aðild að Evrópusambandinu.
- 1994 - Washington-samningurinn: Bosníukróatar sömdu um vopnahlé við stjórn Bosníu-Hersegóvínu.
- 1996 - 163 létu lífið í eldsvoða á skemmtistaðnum Ozone Disco í Quezon-borg á Filippseyjum.
- 1998 - Listi fólksins var stofnaður á Akureyri.
- 2003 - Listi viljugra þjóða sem studdu afvopnun Íraks var birtur og var Ísland á honum. Tveimur dögum síðar hófst innrásin í Írak.
- 2004 - Lið MR tapaði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í fyrsta skipti frá 1992.
- 2005 - Hjómsveitin Jakobínarína sigraði Músíktilraunir með miklum meirihluta atkvæða, bæði dómnefndar og áhorfenda.
- 2006 - Mótmæli gegn umdeildum lögum um ráðningarsamninga í Frakklandi enduðu með átökum 500.000 mótmælenda við lögreglu.
- 2011 - Rótarlénið .xxx var formlega tekið í notkun af ICANN.
- 2016 - Eini þekkti lifandi árásarmaðurinn frá hryðjuverkaárásunum í París, Salah Abdeslam, var handtekinn í Brussel í Belgíu.
- 2018 - Þjóðarher Sýrlands og Tyrklandsher náðu borginni Afrin í Sýrlandi á sitt vald.
Fædd
breyta- 1496 - María Tudor, yngri systir Hinriks 8., drottning Frakklands í nokkra mánuði (kona Loðvíks 12.) (d. 1533).
- 1555 - Frans hertogi af Anjou, yngsti sonur Hinriks 2. Frakkakonungs og Katrínar af Medici (d. 1584).
- 1603 - Jóhann 4. Portúgalskonungur (d. 1656).
- 1609 - Friðrik 3. Danakonungur (d. 1670).
- 1614 - Brostrup Giedde, danskur hirðstjóri (f. um 1560).
- 1634 - Marie-Madeleine de La Fayette, franskur rithöfundur (d. 1693).
- 1782 - John C. Calhoun, sjöundi varaforseti Bandaríkjanna (d. 1850).
- 1822 - Eiríkur Jónsson, fræðimaður og ritstjóri í Kaupmannahöfn (d. 1889).
- 1837 - Grover Cleveland, fyrrum Bandaríkjaforseti (d. 1908).
- 1844 - Nikolaj Rimsky-Korsakov, rússneskt tónskáld (d. 1908).
- 1858 - Katrín Magnússon, íslensk stjórnmála- og kvenréttindakona (d. 1932).
- 1869 - Neville Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands (d. 1940).
- 1903 - Galeazzo Ciano, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1944).
- 1919 - G.E.M. Anscombe, enskur heimspekingur (d. 2001).
- 1926 - Peter Graves, bandarískur leikari (d. 2010).
- 1932 - John Updike, bandarískur rithöfundur (d. 2009).
- 1936 - F.W. de Klerk, fyrrum forseti Suður-Afríku (d. 2021).
- 1952 - Kolbrún Björgólfsdóttir (Kogga), íslenskur myndlistarmaður.
- 1961 - Jóhann R. Benediktsson, íslenskur sýslumaður.
- 1963 - Vanessa Williams, bandarísk söngkona.
- 1966 - Jerry Cantrell, bandarískur tónlistarmaður.
- 1970 - Queen Latifah, bandarísk leik- og söngkona.
- 1974 - Páll Pálsson, íslenskur leikari.
- 1977 - Danny Murphy, enskur fótboltamaður.
- 1977 - Zdeno Chara, slóvakískur íshokkíleikmaður.
- 1997 - Ciara Bravo, bandarísk leikkona.
Dáin
breyta- 235 - Alexander Severus, Rómarkeisari (f. 208).
- 978 - Játvarður píslarvottur, Englandskonungur (f. um 962).
- 1227 - Honoríus 3. páfi (f. 1148).
- 1314 - Jacques de Molay, stórmeistari Musterisriddaranna var brenndur á báli.
- 1583 - Magnús, konungur Líflands og hertogi af Holtsetalandi, sonur Kristjáns 3. Danakonungs (f. 1540).
- 1745 - Robert Walpole, fyrsti forsætisráðherra Bretlands (f. 1676).
- 1768 - Laurence Sterne, írskur rithöfundur (f. 1713).
- 1871 - Augustus De Morgan, breskur stærðfræðingur (f. 1806).
- 1913 - Georg 1. Grikklandskonungur (f. 1845).
- 1936 - Elefþerios Venizelos, grískur stjórnmálamaður (f. 1864).
- 1983 - Úmbertó 2. fyrrum konungur Ítalíu (f. 1904).
- 1996 - Odysseas Elytis, grískt skáld (f. 1911).
- 2016 - Guido Westerwelle, þýskur stjórnmálamaður (f. 1961).