Serbía

Land í Suðaustur-Evrópu

Serbía (serbneska: Србија / Srbija), opinbert heiti Lýðveldið Serbía (serbneska: Република Србија / Republika Srbija) er landlukt land á Balkanskaga á mótum Mið- og Suðaustur-Evrópu. Serbía á landamæri að Ungverjalandi í norðri, Rúmeníu og Búlgaríu í austri, Makedóníu, Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu og Króatíu í vestri og gerir tilkall til landamæra að Albaníu þar eð Serbía viðurkennir ekki landsréttindi Kósóvó í suðri. Íbúar Serbíu eru um 7 milljónir. Höfuðborgin, Belgrad, er með elstu og stærstu borgum Suðaustur-Evrópu.

Lýðveldið Serbía
Република Србија
Republika Srbija
Fáni Serbíu Skjaldarmerki Serbíu
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Bože Pravde
Staðsetning Serbíu
Höfuðborg Belgrad
Opinbert tungumál Serbneska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Aleksandar Vučić
Forsætisráðherra Ana Brnabić
Sjálfstæði
 - frá Tyrkjaveldi 13. júlí 1878 
 - Hluti af Konungdæmi Serba, Króata og Slóvena 1. desember 1918 
 - Upplausn Serbíu og Svartfjallalands 5. júní 2006 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
112. sæti
88.361 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2016)
 - Þéttleiki byggðar
104. sæti
7.058.322
91,1/km²
VLF (KMJ) áætl. 2017
 - Samtals 107,131 millj. dala (78. sæti)
 - Á mann 15.321 dalir (83. sæti)
VÞL (2015) Increase2.svg 0.776 (66. sæti)
Gjaldmiðill dínar
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .rs
Landsnúmer +381

Eftir að Slavar fluttust til Balkanskagans á 6. öld stofnuðu Serbar nokkur ríki þar á ármiðöldum. Róm og Austrómverska ríkið viðurkenndu konungsríki Serba árið 1217. Það náði hátindi sínum með skammlífu Keisaraveldi Serba árið 1346. Um miðja 16. öld hafði Tyrkjaveldi hernumið allt það landsvæði sem í dag er Serbía. Serbía var vettvangur átaka milli Tyrkjaveldis og Habsborgaraveldisins sem skömmu síðar hóf að þenjast út til suðurs. Snemma á 19. öld var Furstadæmið Serbía stofnað í Serbnesku byltingunni og hóf röð landvinninga. Eftir mikið mannfall í fyrri heimsstyrjöld og sameiningu við Vojvodina sem áður tilheyrði Habsborgurum, tók Serbía þátt í stofnun Júgóslavíu ásamt öðrum suðurslavneskum þjóðum á Balkanskaga. Júgóslavía leystist upp á 10. áratug 20. aldar vegna borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu. Eftir að styrjöldinni lauk voru aðeins Serbía og Svartfjallaland eftir í laustengdu ríkjasambandi sem leystist upp árið 2006. Syðsta hérað Serbíu, Kosóvó, sem hafði verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna frá lokum Kosóvóstríðsins 1998-1999, lýsti einhliða yfir sjálfstæði árið 2008 og síðan hafa mörg ríki viðurkennt sjálfstæði þess. Serbía gerir enn tilkall til héraðsins.

Serbía er aðili að fjölda alþjóðasamtaka eins og Sameinuðu þjóðunum, Evrópuráðinu, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Samstarfi í þágu friðar, Efnahagssamstarfi Svartahafsríkja og Fríverslunarsamtökum Mið-Evrópuríkja. Serbía sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu 2012 og á í aðildarviðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Serbía er miðtekjuland sem situr ofarlega á ýmsum vísitölulistum eins og vísitölu um þróun lífsgæða, vísitölu um samfélagsþróun og friðarvísitölunni. Stærsti geiri efnahagslífsins er þjónustugeirinn. Þar á eftir koma iðnaður og landbúnaður.

ÍbúarBreyta

TrúarbrögðBreyta

Serbía er veraldlegt ríki samkvæmt stjórnarskrá landsins sem kveður á um trúfrelsi. 84.5% íbúa tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni sem er stærsta og elsta kirkjudeild landsins. Innan hennar eru aðallega Serbar. Aðrar rétttrúnaðarkirkjur þjónusta minnihlutahópa í landinu eins og Makedóna, Vlaka og Búlgara. Um 6% íbúa aðhyllast rómversk-kaþólska trú, aðallega í Vojvodina þar sem stórir hópar Ungverja búa. Um 1% íbúa aðhyllist mótmælendatrú, aðallega Slóvakar og Ungverjar í Vojvodina. Rútenar í Vojvodina eru í grísku rétttrúnaðarkirkjunni.

Í suðurhéruðum Serbíu eru margir múslimar, um 3% íbúa landsins. Bosníumenn og hluti Rómafólks eru múslimar. Aðeins 578 íbúar eru Gyðingar.

Rétt rúmlega 1% íbúa telur sig trúlausan eða guðlausan.

TungumálBreyta

Opinbert tungumál Serbíu er serbneska sem 88% íbúa á að móðurmáli. Serbneska er eina evrópska tungumálið sem er ritað til jafns með tveimur ólíkum stafrófum; kýrillísku og latnesku stafrófi. Serbneska kýrillíska stafrófið er opinber ritháttur en latneska stafrófið er í opinberri notkun. Vuk Karadžić.smíðaði kýrillíska stafrófið árið 1814. Könnun frá 2014 sýndi að 47% íbúa vildu heldur nota latneska stafrófið en 36% það kýrillíska en 17% var sama.

Viðurkennd minnihlutamál eru ungverska, bosníska, króatíska, albanska, rúmenska, búlgarska og rútenska. Öll þessi mál eru notuð sem opinber mál í sveitarfélögum þar sem viðkomandi þjóðarbrot er yfir 15% íbúa. Í sjálfstjórnarhéraðinu Vojvodina notar héraðsstjórnin fimm mál auk serbnesku (ungversku, slóvakísku, króatísku, rúmensku og rútensku).

 
Stjórnsýsluskipting Serbíu