LeBron James

LeBron Raymone James (fæddur 30. desember 1984 í Akron í Ohio) er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Hann er almennt talinn einn af bestu leikmönnum NBA frá upphafi. James er með leikstöðuna lítill framherji.

Lebron wizards 2017 (cropped).jpg
Upplýsingar
Fullt nafn LeBron Raymone James Sr.
Fæðingardagur 30. desember 1984
Fæðingarstaður    Akron, Ohio, Bandaríkin
Hæð 206 cm.
Þyngd 113 kg.
Leikstaða lítill framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Los Angeles Lakers
Númer 23
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
2003-2010
2010-2014
2014-2018
2018-
Cleveland Cavaliers
Miami Heat
Cleveland Cavaliers
Los Angeles Lakers
Landsliðsferill
Ár Lið Leikir
2004-2012 Bandaríkin 45

1 Meistaraflokksferill.

James.

James hóf ferilinn með Cleveland Cavaliers frá 2003-2010 en hélt svo til Miami Heat frá 2010-2014. Frá 2014-2018 spilaði hann með Cleveland á ný en árið 2018 samdi hann við LA Lakers.

James var valinn nýliði ársins árið 2004, hefur verið valinn besti leikmaður deildarinnar fjórum sinnum og besti leikmaður í úrslitum þrisvar. Hann hefur verið valinn 16 sinnum í stjörnuliðið og var valinn besti leikmaður stjörnuleiksins 2006, 2008 og 2018. James hefur verið NBA meistari þrisvar; 2012, 2013 og 2016, tvisvar með Miami og einu sinni með Cleveland.

James er 3. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi. Hann á ýmis met, þar á meðal er hann eini leikmaðurinn til að hafa skorað yfir 34.000 stig, tekið 9000 fráköst og gefið 9000 stoðsendingar og eini leikmaðurinn sem hefur skorað yfir 25 stig að meðaltali 13 leiktímabil í röð. Tímabilið 2019-2020 varð hann þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að ná 34.000 stigum og eini leikmaðurinn til að ná þrefaldri tvennu gegn öllum 30 liðunum í deildinni.

  Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist