Sir Robert Charlton (f. 11. október 1937 – d. 21. október 2023) var enskur knattspyrnumaður sem spilaði sem miðjumaður eða kantmaður. Hann var í sigurliði Englands sem vann HM 1966 og vann gullknöttinn sama ár. Charlton spilaði nær allan ferilinn með Manchester United.

Charlton, 1964.

Charlton átti markametið hjá Manchester United og enska landsliðinu í áratugi. Hann átti markametið hjá Manchester United allt til ársins 2017 þegar Wayne Rooney sló það met, þá átti hann einnig markametið hjá enska landsliðinu til ársins 2015 þegar Wayne Rooney sló það met. Charlton átti leikjametið hjá Manchester United allt til ársins 2008 þegar Ryan Giggs sló það met.