Gjögurviti
viti á Vestfjörðum
Gjögurviti var viti á Gjögri á Ströndum. Vitinn var 24 metra hár stálgrindarviti með ljóseinkennið Fl(4)WRG 30s (4 blikkljós í þrílitum geira á 30 sekúndna fresti). Hann var reistur árið 1921. Þann 15. desember 2023 féll vitinn í hvassviðri, en hann var þá orðinn mjög ryðgaður.[1][2] Vitavörðurinn sagði að það sé „nauðsynlegt að nýr viti verði reistur“,[3] en samkvæmt Vegagerðinni er það óvíst.[4] Vegagerðin ætlar að reisa vitaljós þar.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ Jón Guðbjörn Guðjónsson (16. desember 2023). „Gjögurviti Fallinn“. Litli Hjalli. Sótt 4. september 2024.
- ↑ Þorgils Jónsson (16. desember 2023). „Gjögurviti fallinn“. ruv.is. Sótt 4. september 2024.
- ↑ Sólrún Dögg Jósefsdóttir (16. desember 2023). „Nauðsynlegt að nýr viti verði byggður“. visir.is. Sótt 4. september 2024.
- ↑ Þorgils Jónsson (17. desember 2023). „Óvíst hvort nýr viti verði settur upp á Gjögri“. ruv.is. Sótt 4. september 2024.
- ↑ „Gjögurviti rifinn og annað vitaljós sett upp“. vegagerdin.is. Sótt 4. september 2024.