27. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
27. desember er 361. dagur ársins (362. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 4 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1394 - Jörundarkirkja á Hólum brotnaði í ofsaveðri.
- 1601 - Stríð Hollands og Portúgals hófst með sigri Hollendinga í orrustunni um Bantam.
- 1831 - Charles Darwin lagði upp í siglingu sína um Kyrrahaf með skipinu HMS Beagle.
- 1904 - Abbey Theatre opnaði í Dublin.
- 1904 - Leikritið Pétur Pan var frumsýnt í London.
- 1919 - Sænska kvikmyndafyrirtækið Svensk Filmindustri var stofnað.
- 1923 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1936 - Ungmennafélagið Valur var stofnað á Reyðarfirði.
- 1945 - Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn voru stofnaðir.
- 1956 - Staðfest voru lög um bann við hnefaleikum á Íslandi, bæði keppni og sýningu.
- 1975 - 372 kolanámumenn létust í slysi í kolanámu í Chasnala á Indlandi.
- 1978 - Ný stjórnarskrá var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á Spáni.
- 1983 - Jóhannes Páll 2. páfi hitti tilræðismanninn Mehmet Ali Ağca í fangelsinu í Rebibbia og fyrirgaf honum.
- 1985 - Árásirnar á flugvellina í Vín og Róm: Meðlimir hryðjuverkasamtaka Abu Nidal gerðu árásir á tveimur flugvöllum með hríðskotarifflum og handsprengjum. 19 létust og hundruð særðust.
- 1985 - Náttúrufræðingurinn Dian Fossey fannst myrt í Rúanda.
- 1988 - Fyrsta fasta bílnúmerið í nýju númerakerfi var sett á bifreið Halldórs Ásgrímssonar dómsmálaráðherra, HP741. Nýja kerfið gekk í gildi í ársbyrjun 1989.
- 1996 - Talíbanar í Afganistan náðu Bagramflugvelli á sitt vald.
- 1997 - Norður-Hérað var stofnað með sameiningu þriggja sveitarfélaga á Austurlandi.
- 1997 - Leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, Billy Wright, var myrtur í Long Kesh-fangelsi.
- 2003 - Jarðskjálfti reið yfir Íran; um 30.000 fórust.
- 2003 - 13 létust þegar nokkrar bílsprengjur sprungu í pólska hverfinu í Kerbala í Írak.
- 2007 - Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans og forsetaframbjóðandi, var ráðin af dögum á kosningafundi í Rawalpindi.
- 2007 - Forseta- og þingkosningar voru haldnar í Kenýa.
- 2008 - Ísraelar hófu hernaðaraðgerðina Operation Cast Lead á heimastjórnarsvæði Palestínumanna á Gasaströndinni. Yfir 1300 manns létu lífið í átökunum.
- 2013 - Fyrrum fjármálaráðherra Líbanon, Mohamad Chatah, lést ásamt sjö öðrum í bílsprengju í Beirút.
Fædd
breyta- 1350 - Jóhann 1., konungur Aragóníu (d. 1395).
- 1390 - Anne Mortimer, ensk aðalskona, móðir Ríkharðs Plantagenent hertoga af Jórvík og amma Játvarðs 4. og Ríkharðs 3.
- 1533 - Stefán Batory, konungur Póllands (d. 1586).
- 1571 - Johannes Kepler, þýskur stjörnufræðingur (d. 1630).
- 1595 - Bogdan Kmelnitskíj, höfuðsmaður Úkraínu (d. 1657).
- 1654 - Jakob Bernoulli, svissneskur stærðfræðingur (d. 1705).
- 1761 - Michael Andreas Barclay de Tolly, rússneskur herforingi (d. 1818).
- 1762 - Magnús Stephensen konferensráð (d. 1833).
- 1767 - Stefán Stephensen, íslenskur lögmaður (d. 1820).
- 1772 - Arnór Jónsson, íslenskur prestur (d. 1853).
- 1797 - Manuela Sáenz, ekvadorsk byltingarkona (d. 1856).
- 1822 - Louis Pasteur, franskur örverufræðingur (d. 1895).
- 1860 - David Bergey, bandarískur læknir (d. 1937).
- 1901 - Marlene Dietrich, þýsk leikkona (d. 1992).
- 1911 - Sigvaldi Thordarson, íslenskur arkitekt (d. 1964).
- 1915 - Gyula Zsengellér, ungverskur knattspyrnumaður (d. 1999).
- 1923 - Richard Popkin, bandarískur heimspekisagnfræðingur (d. 2005).
- 1936 - Bjarni Felixson, íslenskur íþróttafréttamaður.
- 1948 - Gerard Depardieu, franskur leikari.
- 1961 - Guido Westerwelle, þýskur stjórnmálamaður (d. 2016).
- 1963 - Claus Meyer, danskur viðskiptafræðingur.
- 1966 - Eva LaRue, bandarísk leikkona.
- 1966 - Masahiro Fukuda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Gunnar Gunnsteinsson, íslenskur leikari.
- 1969 - Linda Pétursdóttir, íslensk athafnakona.
- 1971 - Duncan Ferguson, skoskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Ángel Ortiz, paragvæskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Hera Hilmarsdóttir, íslensk leikkona.
- 1988 - Hiroki Yamada, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1923 - Gustave Eiffel, franskur verkfræðingur (f. 1832).
- 1972 - Lester Pearson, forsætisráðherra Kanada (f. 1897).
- 1986 - Snorri Hjartarson, íslenskt skáld (f. 1906).
- 1996 - Lúðvík Þorgeirsson, íslenskur kaupmaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1910).
- 2007 - Benazir Bhutto, pakistanskur stjórnmálamaður (f. 1953).
- 2009 - Takashi Takabayashi, japanskur knattspyrnumaður (f. 1931).
- 2011 - Michael Dummett, enskur heimspekingur (f. 1925).
- 2016 - Carrie Fisher, bandarísk leikkona (f. 1956).