19. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
19. mars er 78. dagur ársins (79. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 287 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 978 - Aðalráður ráðlausi varð Englandskonungur.
- 1279 - Kúblaí Kan sigraði Songveldið og lauk þar með við að leggja Kína undir Júanveldið.
- 1447 - Tommaso Parentucelli varð Nikulás 5. páfi.
- 1513 - Giovanni de'Medici varð Leó 10. páfi.
- 1606 - Livorno var formlega gerð að borg.
- 1649 - Enska fulltrúaþingið afnam enska lávarðaþingið með þeim orðum að það væri gagnslaust og hættulegt íbúum Englands.
- 1687 - Franski landkönnuðurinn Robert de LaSalle var myrtur af mönnum sínum.
- 1754 - Gullbringusýsla og Kjósarsýsla voru sameinaðar í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
- 1831 - Fyrsta bankarán í sögu Bandaríkjanna átti sér stað þegar City Bank of New York var rændur 245.000 dölum.
- 1870 - Jón Ólafsson ritstjóri birti kvæðið „Íslendingabrag“ í blaði sínu Baldri. Kvæðið var mjög meinyrt í garð Dana og hlaut Jón síðar dóm fyrir birtingu þess.
- 1895 - Lumière-bræður tóku upp fyrstu kvikmynd sögunnar: Sortie des Usines Lumière à Lyon.
- 1908 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir varð fyrst kvenna til að taka til máls á fundi í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hún mælti fyrir tillögu um sundkennslu fyrir stúlkur. Tillagan var samþykkt.
- 1915 - Plánetan Plútó var ljósmynduð í fyrsta sinn.
- 1922 - Leikfélag Reykjavíkur hélt upp á 300 ára fæðingarafmæli leikskáldsins Molières með hátíðarsýningu á verki hans, Ímyndunarveikinni.
- 1945 - Borgirnar Jena og Hanau í Þýskalandi voru jafnaðar við jörðu í loftárásum.
- 1962 - Bob Dylan gaf út sína fyrstu plötu.
- 1970 - Willy Brandt kanslari Vestur-Þýskalands og Willi Stoph forsætisráðherra Austur-Þýskalands funduðu um tengsl landanna í Erfurt.
- 1971 - Tollhúsið í Reykjavík var tekið í notkun.
- 1977 - Indverski kongressflokkurinn beið afhroð í þingkosningum.
- 1977 - Bandaríska kvikmyndin Eraserhead var frumsýnd.
- 1981 - Þrír verkamenn létust og fimm slösuðust við prófanir á geimskutlunni Columbia.
- 1982 - Falklandseyjastríðið: Argentínskir borgarar reistu fána Argentínu á eyjunni Suður-Georgíu.
- 1985 - Fyrirtækið Kjarnafæði var stofnað á Akureyri.
- 1988 - Korporálamorðin í Belfast: Tveir breskir hermenn í borgaralegum klæðum voru myrtir eftir að hafa mætt líkfylgd þekkts lýðveldishermanns.
- 2002 - Ítalski hagfræðingurinn Marco Biagi var myrtur af Rauðu herdeildunum í Bologna.
- 2003 - George W. Bush Bandaríkjaforseti gaf skipun um innrás í Írak.
- 2004 - Menntaskólinn í Reykjavík tapaði í fyrsta sinn í 11 ár í Gettu betur. Skólinn beið lægri hlut gegn Borgarholtsskóla í undanúrslitum.
- 2004 - Rútuslysið í Äänekoski: Langferðabíll rakst á flutningabíl við Äänekoski í Finnlandi með þeim afleiðingum að yfir 20 farþegar létust.
- 2009 - Wikileaks birti fyrsta „ritskoðunarlistann“ yfir vefsíður sem ástralskir netþjónustuaðilar héldu frá notendum.
- 2009 - Austurríkismaðurinn Josef Fritzl var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
- 2010 - 200 fórust í skriðu við Freetown í Líberíu.
- 2011 - Nokkur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hófu loftárásir á Líbýu.
- 2012 - Mohammed Merah myrti þrjú börn og einn fullorðinn í skotárás á dagskóla gyðinga í Toulouse í Frakklandi.
- 2013 - 98 létust í röð samræmdra hryðjuverkaárása í Bagdad og annars staðar í norðurhluta Írak.
- 2016 - 62 fórust þegar Flydubai flug 981 hrapaði við flugvöllinn í Rostov-na-Donus í Rússlandi.
- 2018 - Síðasti karlkyns norræni hvíti nashyrningurinn lést í dýragarði í Kenýa. Það með er sú undirtegund ólífvænleg.
- 2021 - Eldgos hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.
Fædd
breyta- 978 - Aðalráður ráðlausi, Englandskonungur (d. 1016).
- 1534 - José de Anchieta, spænskur trúboði (d. 1597).
- 1813 - David Livingstone, skoskur landkönnuður og trúboði (d. 1873).
- 1821 - Richard Francis Burton, breskur landkönnuður og rithöfundur (d. 1890).
- 1876 - Felix Jacoby, þýskur fornfræðingur (d. 1959).
- 1900 - Frédéric Joliot-Curie, franskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1958)
- 1905 - Rush Rhees, bandarískur heimspekingur (d. 1989).
- 1906 - Adolf Eichmann, þýskur nasistaforingi (d. 1962).
- 1914 - Jiang Qing, kínversk stjórnmálakona (d. 1991).
- 1917 - Þorsteinn Hannesson, íslenskur tónlistarmaður (d. 1999).
- 1925 - Lars Pettersson, sænskur íshokkíleikmaður (d. 1971).
- 1943 - Mario Monti, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1947 - Glenn Close, bandarísk leikkona.
- 1949 - Valery Leontiev, rússneskur söngvari.
- 1952 - Robert Aschberg, sænskur blaðamaður.
- 1953
- Lenín Moreno, forseti Ekvadors.
- Ricky Wilson, bandarískur tónlistarmaður (The B-52's) (d. 1985).
- 1955 - Bruce Willis, bandarískur leikari.
- 1958 - Fred Stoller, bandarískur leikari.
- 1967 - Björgólfur Thor Björgólfsson, íslenskur kaupsýslumaður.
- 1971 - Haraldur Ringsted, íslenskur tónlistarmaður.
- 1976 - Nino Bule, króatískur knattspyrnumaður.
- 1977 - Ilmur Kristjánsdóttir, íslensk leikkona.
- 1979 - Abby Brammell, bandarísk leikkona.
- 1985 - Caroline Seger, sænsk knattspyrnukona.
Dáin
breyta- 1286 - Alexander 3. Skotakonungur (f. 1241).
- 1406 - Ibn Khaldun, arabískur fjölfræðingur (f. 1332).
- 1683 - Thomas Killigrew, enskt leikskáld (f. 1612).
- 1721 - Klemens 11. páfi (f. 1649).
- 1908 - Eduard Zeller, þýskur fornfræðingur (f. 1814).
- 1930 - Arthur Balfour, breskur stjórnmálamaður (f. 1848).
- 1942 - Jón Helgason, íslenskur biskup (f. 1866).
- 1950 - Edgar Rice Burroughs, bandarískur rithöfundur (f. 1875).
- 1956 - Robert Guérin, franskur forseti FIFA (f. 1876).
- 1989 - Finnbogi Rútur Valdimarsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1906).
- 1994 - Luis Vargas Peña, paragvæskur knattspyrnumaður (f. 1905 eða 1907).
- 2008 - Arthur C. Clarke, enskur rithöfundur (f. 1917).
- 2008 - Hugo Claus, belgískur rithöfundur (f. 1929).