Anne Geneviève L'Huillier (f. 16 ágúst 1958[1]) er fransk-sænskur eðlisfræðingur[2] og prófessor í kjarneðlisfræði við Lundarháskóla í Svíþjóð. Hún er leiðtogi teymis sem sérhæfir sig í attósekúndueðlisfræði og rannsakar hreyfingar rafeinda í rauntíma, sem gerir þeim kleift að skilja efnahvörf á frumeindastigi.[3] Árið 2003 slógu L'Huillier og teymi hennar heimsmet með því að framkalla stysta ljóspúlsinn við 170 attósekúndur.[4] L'Huillier hefur unnið til margra eðlisfræðiverðlauna, meðal annars Wolf-verðlaunanna í eðlisfræði árið 2022 og Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði árið 2023.[5]

Eðlisfræði
20. og 21. öld
Nafn: Anne L'Huillier
Fædd: 16. ágúst 1958 (1958-08-16) (66 ára)


París, Frakklandi

Svið: Attósekúndueðlisfræði
Kjarneðlisfræði
Helstu ritverk: Ionisation Multiphotonique et Multielectronique (1986)
Alma mater: Université Paris-Saclay (MSc, PhD)
Helstu
vinnustaðir:
Lundarháskóli
Verðlaun og
nafnbætur:
Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 2023

Æviágrip

breyta

Anne L'Huillier fæddist í París árið 1958.[2] Hún er með mastersgráðu í fræðilegri eðlisfræði og stærðfræði[6] en skipti síðan yfir í doktorsnám í tilraunaeðlisfræði við Atómorkunefnd Frakklands hjá CEA Paris-Saclay. Doktorsritgerð hennar fjallaði um margfalda jónun í sterkum leysisviðum.[7]

Í eftirdoktorsnámi sínu fór L'Huillier til Gautaborgar í Svíþjóð og Los Angeles í Bandaríkjunum. Árið 1986 var hún fastráðin til starfa hjá CEA Paris-Saclay. Árið 1992 tók hún þátt í tilraun í Lundi þar sem búið var að setja upp eitt fyrsta títan-safír-leysigeislakerfið fyrir femtósekúnduslætti í Evrópu. Hún flutti til Svíþjóðar árið 1994 og varð fyrirlesari við Lundarháskóla næsta ár og síðan prófessor þar árið 1997.[8]

Verðlaun og viðurkenningar

breyta

L'Huillier sat í Nóbelsverðlaunanefndinni í eðlisfræði frá 2007 til 2015[6] og hefur verið meðlimur í Sænsku vísindaakademíunni frá 2004.[9] Árið 2003 hlaut hún Julius Springer-verðlaunin(de). Árið 2011 hlaut hún UNESCO L'Oréal-verðlaunin. Árið 2013 hlaut hún Carl-Zeiss-rannsóknarverðlaunin, Blaise Pascal-orðuna og heiðurgráðu frá Université Pierre-et-Marie-Curie í París.[7] Hún hlaut aðild að Vísindaakademíu Bandaríkjanna sem erlendur heiðursfélagi árið 2018. Einu ári síðar var hún sæmd Verðlaunum fyrir grundvallarþætti skammtafræði rafeinda og ljósfræði af Evrópska eðlisfræðifélaginu. Anne L'Huillier er meðlimur í Bandaríska eðlisfræðifélaginu og ljósfræðisamtökunum Optica.[10]

Árið 2022 hlaut L'Huillier Wolf-verðlaunin í eðlisfræði fyrir „frumkvöðlaframlag til ofurhraðra leysigeisla og attósekúndueðlisfræði“ ásamt Ferenc Krausz og Paul Corkum.[11]

Árið 2023 hlaut L'Huillier Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt Krausz og Pierre Agostini fyrir „að finna aðferð til að rannsaka rafeindir í atómum og sameindum með örstuttum ljóspúlsum“.[5]

  • Ferray, M; L'Huillier, A; Li, XF; Lompre, LA; Mainfray, G; Manus, C (1988). „Multiple-harmonic conversion of 1064 nm radiation in rare gases“. J. Phys. B: At. Mol. Opt. Phys. 21 (3): L31. Bibcode:1988JPhB...21L..31F. doi:10.1088/0953-4075/21/3/001. S2CID 250827054.

References

breyta
  1. „The Nobel Prize in Physics 2023“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 4. október 2023.
  2. 2,0 2,1 „Anne L'Huillier“. National Academy of Sciences. Sótt 3. október 2023.
  3. „Carl Zeiss Research Award“. ZEISS International (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 19. febrúar 2017. Sótt 29. apríl 2017.
  4. Forkman, Bengt; Holmin Verdozzi, Kristina, ritstjórar (2016). Fysik i Lund: i tid och rum (sænska). Lund: Fysiska institutionen i samarbete med Gidlunds förlag. bls. 371, 374. ISBN 9789178449729.
  5. 5,0 5,1 Davis, Nicola (3. október 2023). „Nobel prize in physics awarded to three scientists for work on electrons“. The Guardian. London, United Kingdom. ISSN 0261-3077. Sótt 3. október 2023.
  6. 6,0 6,1 „Prof. Anne L'huillier – AcademiaNet“. www.academia-net.org (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 9 ágúst 2019. Sótt 29. apríl 2017.
  7. 7,0 7,1 UPMC, Université Pierre et Marie Curie - (12. desember 2013). „Anne L'Huillier“. Sótt 29. apríl 2017.
  8. „Anne L'Huillier“. Atomic Physics, Faculty of Engineering, LTH. Sótt 5. maí 2014.
  9. „Nya ledamöter“. Kungl. Vetenskapsakademien. 19. apríl 2004. Sótt 29. apríl 2017.
  10. „EPS Quantum Electronics Prizes“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. maí 2016. Sótt 13. júní 2020.
  11. „Wolf Prize in Physics 2022“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. febrúar 2022. Sótt 4. október 2023.