5. maí
dagsetning
5. maí er 125. dagur ársins (126. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 240 dagar eru eftir af árinu.
AtburðirBreyta
- 1045 - Giovanni Graziano varð Gregoríus 6. páfi.
- 1260 - Kúblaí Kan tók við völdum í Mongólaveldinu.
- 1625 - Þrjátíu ára stríðið: Kristján 4. Danakonungur réðist inn í Þýskaland.
- 1639 - Brynjólfur Sveinsson var vígður Skálholtsbiskup. Hann lét reisa gríðarstóra kirkju í Skálholti.
- 1646 - Karl 1. Englandskonungur gafst upp fyrir þinghernum í Skotlandi.
- 1666 - Jóhann 2. Kasimír Vasa bannaði gyðingum að bera mynd Shabbetaï Zevi.
- 1705 - Jósef 1. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis eftir andlát föður síns.
- 1789 - Stéttaþing kom saman í Frakklandi í fyrsta skipti í 175 ár.
- 1873 - Norræna myntbandalagið var stofnað með því að Danmörk og Svíþjóð settu sama gullfót á sína mynt.
- 1912 - Sumarólympíuleikar voru settir í Stokkhólmi.
- 1945 - Guðmundur Kamban var skotinn til bana í Kaupmannahöfn.
- 1945 - Íbúar Prag hófu uppreisn gegn setuliði Þjóðverja.
- 1949 - Evrópuráðið var stofnað.
- 1951 - Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna milli Íslands og Bandaríkjanna fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins var undirritaður.
- 1951 - Dakotaflugvél, sem tekið hafði þátt í að bjarga áhöfn Geysis af Vatnajökli, lenti í Reykjavík eftir að hafa staðið á jöklinum frá haustinu áður.
- 1970 - Heklugos hófst og olli askan gróðurskemmdum, aðallega norðanlands.
- 1972 - DC-8-flugvél frá Alitalia fórst á Sikiley; 115 létust.
- 1984 - Sænska hljómsveitin Herreys sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Diggi-Loo, Diggi-Ley“.
- 1990 - Ísland náði fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Eitt lag enn“, sem flutt var af Stjórninni. Ítalía sigraði með laginu „Insieme“.
- 1992 - Rússneskir leiðtogar á Krímskaga lýstu yfir aðskilnaði frá Úkraínu en drógu yfirlýsinguna til baka fimm dögum síðar.
- 1992 - Þrívíddartölvuleikurinn Wolfenstein 3D kom út fyrir MS-DOS.
- 1992 - Borgarastyrjöldin í Tadsíkistan hófst.
- 1994 - Átökunum um Nagornó-Karabak lauk með undirritun vopnahlés milli Armeníu og Aserbaísjan í Bishkek í Kirgistan.
- 2000 - Samfylkingin var formlega stofnuð sem stjórnmálaflokkur á Íslandi.
- 2000 - Sjaldgæf samstaða sjö himintungla, Sólarinnar, Tunglsins og reikistjarnanna frá Merkúr til Satúrnusar, átti sér stað á nýju Tungli.
- 2002 - Tálknafjarðarkirkja var vígð.
- 2014 - Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu um 300 manns í árás á Gamboru Ngala í Nígeríu.
FæddBreyta
- 867 - Uda Japanskeisari (d. 931).
- 1210 – Alfons 3. Portúgalskonungur (d. 1279).
- 1747 – Leópold 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1792).
- 1807 - Jørgen Ditlev Trampe, danskur embættismaður (d. 1868).
- 1813 - Søren Kierkegaard, danskur heimspekingur (d. 1855).
- 1818 - Karl Marx, þýskur hagfræðingur (d. 1883).
- 1826 – Evgenía keisaradrottning Frakklands, kona Napóleons 3. (d. 1920).
- 1846 - Henryk Sienkiewicz, pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1916).
- 1864 – Nellie Bly, bandarískur blaðamaður og rithöfundur (d. 1922).
- 1890 - Bjarni Björnsson, íslenskur leikari (d. 1942).
- 1903 – James Beard, bandarískur matreiðslumaður og rithöfundur (d. 1985)
- 1914 - Tyrone Power, bandarískur kvikmyndaleikari (d. 1958).
- 1931 - Greg, belgískur myndasöguhöfundur (d. 1999).
- 1942 - Tammy Wynette, bandarísk kántrísöngkona (d. 1998).
- 1943 - Michael Palin, breskur leikari, grínisti og rithöfundur.
- 1944 - Roger Rees, velskur leikari.
- 1948 - Bill Ward, enskur trommari.
- 1955 - Pétur Þorsteinsson, nýyrðaskáld, æskulýðsfulltrúi og prestur Óháða safnaðarins.
- 1957 - Barði Guðmundsson, íslenskur leikari.
- 1972 - Devin Townsend, kanadískur tónlistarmaður.
- 1976 - Eliza Reid, forsetafrú.
- 1978 - Santiago Cabrera, chileskur leikari.
- 1981 - Craig David, enskur söngvari.
- 1981 - Þóra Björg Helgadóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1988 - Adele, ensk söngkona.
- 1989 - Chris Brown, bandarískur söngvari.
- 1992 - Sighvatur Magnús Helgason, íslenskur glímumaður.
DáinBreyta
- 1028 - Alfons 5., konungur Kastilíu, León og Galisíu (f. 994).
- 1194 - Kasimír 2., konungur Póllands (f. 1138).
- 1257 - Hákon ungi, meðkonungur í Noregi (f. 1232).
- 1309 - Karl 2., konungur Napólí og Sikileyjar.
- 1525 - Friðrik 3., konungur Saxlands (f. 1463).
- 1672 - Samuel Cooper, enskur listmálari (f. 1609).
- 1705 - Leópold 1., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1640).
- 1759 - Jón Þorkelsson Thorcillius fyrrverandi rektor í Skálholti (f. 1697).
- 1821 - Napoléon Bonaparte, Frakkakeisari (f. 1769).
- 1859 - Johann Peter Gustav Lejeune Dirichlet, þýskur stærðfræðingur (f. 1805).
- 1928 - Gustaf Cederschiöld, sænskur fræðimaður (f. 1849).
- 1945 - Guðmundur Kamban, íslenskur rithöfundur (f. 1888).
- 1965 - Kristinn Pétursson, íslenskur blikksmiður (f. 1889).
- 1967 - Jón Dúason, íslenskur hagfræðingur (f. 1888).
- 1971 - W.D. Ross, skoskur heimspekingur (f. 1877).
- 1981 - Bobby Sands, norður-írskur baráttumaður, svelti sig til bana í hungurverkfalli (f. 1954).
- 1995 - Mikhaíl Botvinnik, rússneskur stórmeistari í skák og heimsmeistari (f. 1911).
- 2002 - Hugo Banzer, einræðisherra í Bólivíu (f. 1926).
- 2010 - Umaru Yar'Adua, forseti Nígeríu (f. 1951).
- 2011 - Claude Choules, síðasti hermaður úr fyrri heimsstyrjöld (f. 1901).