Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (f. 4. nóvember 1987) er íslenskur lögfræðingur og núverandi Utanríkisráðherra. Hún er fyrrum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Hún var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins árið 2018 og hefur þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2016.[1] Áður en Þórdís var kjörin á Alþingi var hún aðstoðarmaður þáverandi innanríkisráðherra, Ólafar Nordal.
Menntun og starfsferill
breytaÞórdís fæddist á Akranesi og foreldrar hennar eru Gylfi R. Guðmundsson (f. 1956) þjónustustjóri og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir (f. 1957) sjúkraliði. Amma hennar er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir alþingismaður sem er systir Guðjóns Arnars Kristjánssonar alþingismanns. Hún er gift Hjalta Sigvaldasyni Mogensen sem er lögmaður.
Þórdís útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 2007 og árið 2010 með BA-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var í Erasmus-skiptinámi við Universität Salzburg vorönn 2011 og útskrifaðist með ML-próf í lögfræði frá HR árið 2012.
Hún starfaði sem lögfræðingur í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 2011 til 2012, var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013 til 2014, vann sem stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR 2013 til 2015 og á árunum 2014 til 2016 var hún aðstoðarmaður innanríkisráðherra. [2]
Þingferill
breytaÞórdís var fyrst kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi árið 2016 og hefur verið endurkjörin síðan. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021 kepptust hún við Haraldi Benediktssyni sem var sitjandi oddviti um oddvitasætið. Hún hafði betur en Haraldur hafði lýst því yfir fyrir prófkjörið að hann myndi ekki þiggja annað sæti listans. Á endanum þáði Haraldur þó annað sæti listans. [3]
Hún var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi flokksins árið 2018 með 720 atkvæðum eða 95,6% gildra atkvæða. [4]
Ráðherraferill
breytaFerðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (2017–2021)
breytaVið myndun ráðuneytis Bjarna Benediktssonar sem samanstóð af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð var Þórdís skipuð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún gegndi því embætti áfram eftir myndun fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur sem stóð á Sjálfstæðisflokknum, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og Framsóknarflokknum.
Dómsmálaráðherra (2019)
breytaHún var tímabundið Dómsmálaráðherra árið 2019 eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti. [5] Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók yfir dómsmálin sama ár.
Utanríkisráðherra (2021–2023)
breytaEftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt velli í alþingiskosningunum 2021 var annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur myndað og hún var skipuð utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Hún var Utanríkisráðherra þegar Innrás Rússa í Úkraínu og Stríð Ísraels og Hamas 2023 byrjuðu.
Fjármálaráðherra (2023–2024)
breytaÞann 10. október 2023 tilkynnti Bjarni Benediktsson afsögn sem fjármálaráðherra vegna niðurstöðu umboðsmanns alþingis um vanhæfi hans við sölu Íslandsbanka. Fjórum dögum síðar varð hún nýr fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra. [6]
Utanríkisráðherra (2024-)
breytaÍ apríl 2024 varð Þórdís aftur að utanríkisráðherra eftir að Bjarni Benediktsson varð að forsætisráðherra við útgöngu Katrínar Jakobsdóttur úr ríkisstjórninni.
Heimildir
breyta- ↑ „Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
- ↑ „Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir“. Alþingi. Sótt 15. nóvember 2021.
- ↑ Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi - Kjarninn, 20.6.2021
- ↑ 2018 - Sjálfstæðisflokkurinn
- ↑ Ritstjórn (14. mars 2019). „Þórdís Kolbrún tekur dómsmálin tímabundið“. VILJINN. Sótt 17. febrúar 2024.
- ↑ Alexander Kristjánsson (14. október 2023). „Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra“. RÚV. Sótt 14. október 2023.
Fyrirrennari: Ragnheiður Elín Árnadóttir |
|
Eftirmaður: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir | |||
Fyrirrennari: Ólöf Nordal |
|
Eftirmaður: Enn í embætti | |||
Fyrirrennari: Sigríður Andersen |
|
Eftirmaður: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir | |||
Fyrirrennari: Guðlaugur Þór Þórðarson |
|
Eftirmaður: Bjarni Benediktsson | |||
Fyrirrennari: Bjarni Benediktsson |
|
Eftirmaður: Sigurður Ingi Jóhannsson | |||
Fyrirrennari: Bjarni Benediktsson |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |