Bjarni Felixson

íslenskur knattspyrnumaður og íþróttafréttamaður

Bjarni Felixson (f. 27. desember 1936, d. 14. september 2023), einnig þekktur sem Bjarni Fel og Rauða Ljónið,[1] var fyrrverandi knattspyrnumaður og íþróttafréttamaður.[2][3] Hann lék knattspyrnu með Knattspyrnufélagi Reykjavíkur á sínum yngri árum[4] og varð fimm sinnum Íslandsmeistari með liðinu og sjö sinnum bikarmeistari. Bjarni lék 6 A-landsliðsleiki fyrir íslenska landsliðið.[5]

Bjarni Felixson
Bjarni Fel á KR-vellinum að lýsa leik KR og Breiðabliks fyrir Rás 2
Fæddur27. desember 1936(1936-12-27)
Reykjavík, Ísland
Dáinn14. september 2023 (86 ára)
ÞjóðerniÍslendingur
StörfÍþróttafréttamaður, knattspyrnumaður
Þekktur fyrirAuðþekkjanlega rödd sína sem íþróttafréttamaður og íþróttavarpari hjá RÚV

Bjarni lýsti um áratuga skeið íþróttaviðburðum og hlaut fyrir störf sín heiðursskjöld frá KSÍ árið 2004. Árið 2008 var opnaður sportbar sem nefndur var Bjarni Fel Sportsbar í höfuðið á Bjarna.[6]

Meistaraflokksferill breyta

Bjarni lék með Knattspyrnufélagi Reykjavíkur frá 1956 til 1968 þar sem hann lék stöðu vinstri bakvarðar. Hann var ekki þekktur sem mikill sóknarmaður og skoraði einungis 2 mörk á ferlinum. Í viðtali við Morgunblaðið árið 1997 sagði Bjarni um seinna markið sitt að eftir að hann hafði hálfvegis hlaupið með boltann á maganum framhjá markverði Fram og inní markið hefði markvörðurinn muldraði með sér "Ég vissi að ég hefði átt að hætta í fyrra".[5]

Bræður Bjarna, Hörður og Gunnar, léku báðir með KR og íslenska landsliðinu. Árið 1963 léku allir þrír bræðurnir tvo leiki með Íslandi á móti enska landsliðinu.[5]

Ferill sem fréttamaður breyta

Bjarni vann sem íþróttafréttamaður hjá RÚV í 42 ár[7] og var aðal hvatamaðurinn á að koma ensku knattspyrnunni á sjónvarpsskjáinn hjá landsmönnum.[3][8] Hann varð vitni að harmleiknum á Hillsborough leikvanginum þegar 96 manns létu lífið í troðningi í áhorfendastúkunni, en hann var þar að lýsa leik Liverpool og Nottingham Forest.[9][10][11]

Titlar breyta

  • Bikarmeistari: (7)
  • 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967

Heimildir breyta

  1. "Rauða Ljónið" í landsliðinu“. Tíminn. 6. júlí 1962. bls. 12–13. Sótt 26. apríl 2021.
  2. Jóhann Óli Eiðsson (27. desember 2016). „Bjarni Felixson áttræður: Fagnaði afmælinu oft í vinnunni“. Vísir.is. Sótt 25. apríl 2021.
  3. 3,0 3,1 Scott Murray (26. mars 2016). „Bjarni Fel: the legend who brought football to warm the heart of Iceland“. The Guardian (enska). Sótt 25. apríl 2021.
  4. „Ég held með Dönum“. Dagblaðið Vísir. 7. júní 1986. bls. 12. Sótt 26. apríl 2021.
  5. 5,0 5,1 5,2 Magnús Orri Schram (23. febrúar 1997). „Tek einn leik fyrir í einu“. Morgunblaðið. bls. B8–B9. Sótt 25. apríl 2021.
  6. Trausti S. Kristjánsson (23. september 2008). „Hélt að um grín væri að ræða“. 24 Stundir. bls. 30. Sótt 26. apríl 2021.
  7. Eiríkur Stefán Ásgeirsson (10. júní 2010). „Bjarni Fel í KR-útvarpinu í kvöld“. Vísir.is. Sótt 26. apríl 2021.
  8. Viðar Guðjónsson (15. ágúst 2014). „Fiðringur kominn í Bjarna Fel“. Morgunblaðið. Sótt 26. apríl 2021.
  9. Kristín Sigurðardóttir; Bjarni Pétur Jónsson (16. apríl 2019). „Ég var lengi að jafna mig á þessu“. RÚV. Sótt 26. apríl 2021.
  10. Kristín Sigurðardóttir; Bjarni Pétur Jónsson (16. apríl 2019). „Maður sá að fólk var að deyja“. RÚV. Sótt 26. apríl 2021.
  11. Helgi Snær Sigurðsson (4. desember 2010). „Konungur Íslenskra íþróttafréttamanna“. Morgunblaðið. bls. 56. Sótt 26. apríl 2021.