Chris Hipkins

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands

Christopher John Hipkins (f. 5. september 1978) er nýsjálenskur stjórnmálamaður, leiðtogi nýsjálenska Verkamannaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Hipkins tók við af Jacindu Ardern sem flokksleiðtogi og forsætisráðherra þann 25. janúar árið 2023. Hipkins hafði áður gegnt ráðherraembættum í ríkisstjórn Ardern og hafði meðal annars haft umsjón með viðbrögðum stjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum í landinu.

Chris Hipkins
Chris Hipkins árið 2022.
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands
Í embætti
25. janúar 2023 – 27. nóvember 2023
ÞjóðhöfðingiKarl 3.
LandstjóriCindy Kiro
ForveriJacinda Ardern
EftirmaðurChristopher Luxon
Persónulegar upplýsingar
Fæddur5. september 1978 (1978-09-05) (45 ára)
Hutt Valley, Wellington, Nýja-Sjálandi
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiJade Hipkins (g. 2020; sk. 2022)
Börn1
HáskóliViktoríuháskólinn í Wellington
StarfStjórnmálamaður

Æviágrip breyta

Á hápunkti kórónuveirufaraldursins í Nýja-Sjálandi gegndi Chris Hipkins embætti far­sóttaráðherra í ríkisstjórn Jacindu Ardern, en það ráðuneyti hafði verið sett á fót vegna faraldursins.[1] Hipkins varð síðar ráðherra lögreglumála, menntamála og almannaþágumála.[2]

Jacinda Ardern tilkynnti óvænt afsögn sína úr embætti forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins í janúar árið 2023. Hipkins bauð sig í kjölfarið fram til að taka við af henni sem flokksleiðtogi og var kjörinn án mótframboðs.[3]

Stuttu eftir að Hipkins tók við embætti forsætisráðherra fór hitabeltisstormurinn Gabríella yfir Nýja-Sjáland. Hipkins lýsti yfir neyðarástandi vegna eyðileggingarinnar í kjölfar stormsins, sem Hipkins kallaði versta óveður sem Nýsjálendingar hefðu upplifað það sem af er öldinni.[4]

Tilvísanir breyta

  1. „Hipkins næsti forsætisráðherra Nýja-Sjálands“. mbl.is. 20. janúar 2023. Sótt 19. febrúar 2023.
  2. Árni Sæberg (20. janúar 2023). „Hipkins tekur við af Ardern“. Vísir. Sótt 19. febrúar 2023.
  3. Gunnar Reynir Valþórsson (25. janúar 2023). „Hipkins orðinn forsætisráðherra“. Vísir. Sótt 19. febrúar 2023.
  4. Ásgeir Tómasson (14. febrúar 2023). „Neyðarástand vegna illviðris“. RÚV. Sótt 19. febrúar 2023.


Fyrirrennari:
Jacinda Ardern
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands
(25. janúar 202327. nóvember 2023)
Eftirmaður:
Christopher Luxon


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.