Bítlarnir

Ensk rokkhljómsveit (1960-1970)

Bítlarnir (enska: The Beatles) voru ensk popp og rokkhljómsveit.

The Beatles
Bítlarnir árið 1964. Að ofan eru John Lennon og Paul McCartney, og að neðan eru George Harrison og Ringo Starr
Bítlarnir árið 1964. Að ofan eru John Lennon og Paul McCartney, og að neðan eru George Harrison og Ringo Starr
Upplýsingar
UppruniLiverpool, England
Ár1960–1970
Stefnur
Útgefandi
Fyrri meðlimir
Vefsíðathebeatles.com

Saga breyta

Bítlarnir voru áhrifamikil popphljómsveit sem var stofnuð 1960. Hljómsveitin er í hópi þeirra vinsælustu sem uppi hafa verið. Meðlimir sveitarinnar koma frá Liverpool í Englandi og á rætur sínar að rekja til hljómsveitarinnar The Quarrymen, sem var stofnuð af John Lennon árið 1956. Árið 1957 gekk Paul McCartney til liðs við hana, og árið 1958 George Harrison seinna ganga Stuart Sutcliffe og Pete Best til liðs við hana. Hljómsveitin gekk undir ýmsum nöfnum næstu árin, t.d. Johnny and the Moondogs, The Silver Beetles og The Beetles þar sem þeir fengu inblásturinn frá Hljómsveit Buddy Holly, The Crickets og vorið 1960 voru hljómsveitarmeðlimir farnir að kalla sig Bítlana (The Beatles). Árið 1960 fóru þeir til Hamborgar þar sem Stuart Sutcliffe dó af heilahristingi og þeir hittu Ringo Starr sem var að spila með Rory Storm and the hurricanes en myndi síðan árið 1962 koma í staðinn fyrir Pete Best.

 
Merki Bítlanna.

Í upphafi voru The Quarrymen aðeins enn ein skiffle hljómsveitin í Liverpool en þroskaðist og þegar þeir slógu í gegn snemma á sjöunda áratugnum spiluðu þeir nýstárlega kraftmikla popptónlist. Fyrsta breiðskífa þeirra Please Please Me kom út árið 1963 og tónlist þeirra hélt áfram að þróast allt þar til yfir lauk 10. apríl 1970, þegar síðasta plata þeirra kom út, Let It Be, en samstarfi þeirra var þá þegar lokið og upptökurnar á plötunni voru gamlar. Margir segja að Yoko Ono, kona John Lennons hafi eitthvað að gera með það að Bítlarnir hættu.

Allt frá því að fyrsta platan kom út árið 1963 og þar til sú síðasta kom út árið 1970, samanstóð hljómsveitin af fjórum meðlimum, John Lennon, sem spilaði á gítar og söng, en spilaði líka á Munnhörpu eins og heyrist á Laginu „Love Me Do“, á fyrstu plötunni þeirra Please Please Me, Paul McCartney, sem spilaði á bassa og söng og einstaka sinnum spilaði á gítar, George Harrison, sem spilaði á gítar og söng stöku sinnum og spilaði einu sinni á sítar á „Norwegian Wood“ á 1965 plötunni Rubber Soul og svo trommaranum Ringo Starr (Richard Starkey), sem einnig söng örfá lög. Langflest lögin voru samin af tvíeykinu Lennon/McCartney. Deilur hafa átt sér stað á milli Paul McCartney og Yoko Ono (síðari eiginkona John Lennon) vegna þess að Paul hefur viljað breyta skráningu laga sem hann samdi í McCartney/Lennon.

Bítlaæðið hófst í kjölfar útgáfu fyrstu plötu þeirra í Bretlandi árið 1963, en snemma árs árið 1964 komu Bítlarnir fram í The Ed Sullivan Show í Bandaríkjunum. Bítlaæðið fór í kjölfarið eins og eldur í sinu um heiminn. Þegar Bítlarnir voru í Bandaríkjunum sagði John Lennon í viðtali að sveitin væri stærri en Jesús og vakti það mikla hneykslan. Plötur þeirra voru brenndar. Brian Epstein, framkvæmdarstjóri þeirra þurfti að biðja John Lennon um að biðjast afsökunar.

Bítlarnir gerðu tilraunir með hugvíkkandi lyf eins og LSD á sjöunda áratugnum og gáfu út plötur sem unnar voru undir áhrifum lyfjanna. Ber þar helst að nefna „Magical Mystery Tour“ sem gerð var mynd úr og „Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band“. Sem var byrjunin á sýrurokksæðinu á sjöunda áratugnum.

Hljómsveitin framleiddi einnig nokkrar kvikmyndir, sú fyrsta nefndist Bítlarnir, eða A Hard Day's Night á móðurmálinu, og í kjölfarið fylgdu Help!, Magical Mystery Tour, Heimildarmyndin Let It Be og teiknimyndin Yellow Submarine, sem Bítlarnir komu nánast ekkert nálægt.

Árið 2023 var gefið út síðasta lag Bítlanna, „Now and Then“. John Lennon söng lagið.[1][2]

Útgefið efni breyta

Breiðskífur breyta

Smáskífur breyta

  • „My Bonnie“ (1962)
  • „Love Me Do“ (1962)
  • „Please Please Me“ (1963)
  • „From Me To You“ (1963)
  • „She Love's You“ (1963)
  • „I Want To Hold Your Hand“ (1963)
  • „The Beatles Christmas Record“ (1963)
  • „Sweet Georgia Brown“ (1964)
  • „Cry For A Shadow“ (1964)
  • „Can't Buy Me Love“ (1964)
  • „Ain't She Sweet“ (1964)
  • „A Hard Day's Night“ (1964)
  • „I Feel Fine“ (1964)
  • „If I Fell“ (1964)
  • „Another Beatles Christmas Record“ (1964)
  • „Ticket To Ride“ (1965)
  • „Help !“ (1965)
  • „Day Tripper“ (1965)
  • „The Beatles Third Christmas Record“ (1965)
  • „Paperback Writer“ (1966)
  • „Eleanor Rigby“ (1966)
  • „Pantomime: Everywhere It's Christmas“ (1966)
  • „Strawberry Fields Forever“ (1967)
  • „All You Need Is Love“ (1967)
  • „Hello, Goodbye“ (1967)
  • „Christmas Time (Is Here Again)“ (1967)
  • „Lady Madonna“ (1968)
  • „Hey Jude“ (1968)
  • „The Beatles Sixth Christmas Record“ (1968)
  • „Get Back“ (1969)
  • „Ballad Of John And Yoko“ (1969)
  • „Something“ (1969)
  • „The Beatles Seventh Christmas Record“ (1969)
  • „Let It Be“ (1970)

Tilvísanir breyta

  1. The Beatles announce release date for last song Now and Then Blabbermouth.net, 26/10 2023
  2. „Nýtt bítlalag gefið út í næstu viku“. mbl.is. 26. október 2023. Sótt 27. október 2023.

Tenglar breyta