23. júlí
dagsetning
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
23. júlí er 204. dagur ársins (205. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 161 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 685 - Jóhannes 5. varð páfi.
- 1396 - Eiríkur af Pommern varð konungur Danmerkur og Svíþjóðar og var áður orðinn konungur Noregs.
- 1554 - Filippus 2. varð konungur Napólí og Sikileyjar.
- 1609 - Fellibylur tvístraði níu skipa flota enskra landnema á leið til Virginíu.
- 1645 - Alexis 1. varð Rússakeisari.
- 1789 - Hannes Finnsson varð einn biskup í Skálholti þegar faðir hans lést.
- 1808 - Skipið Salomine, sem var enskt skip með 20 fallbyssur, kom til Reykjavíkur og rændi fjárhirslu landsins.
- 1929 - Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum austan Krýsuvíkur og er talinn hafa verið 6,3 stig. Skjálftinn fannst harður í Reykjavík og víðar og urðu skemmdir einhverjar á húsum.
- 1929 - Basilíka Krists konungs á Landakoti í Reykjavík var vígð.
- 1950 - Hátíð var haldin í klettavíginu Borgarvirki í Húnavatnssýslu í tilefni af því að fornar hleðslur þar höfðu verið endurnýjaðar. Klettavígið er talið vera frá landnámsöld.
- 1951 - Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð.
- 1970 - Qaboos bin Said al Said steypti föður sínum, Said bin Taimur, af stóli í Óman.
- 1974 - Gríska herforingjastjórnin féll.
- 1975 - MITS fékk tíu ára einkaleyfi á notkun fyrsta hugbúnaðar Microsoft, Altair BASIC.
- 1982 - Alþjóðahvalveiðiráðið ákvað að banna hvalveiðar í hagnaðarskyni fyrir 1985-1986.
- 1982 - 299 manns létust í aurskriðum vegna úrhellisrigninga í Nagasaki í Japan.
- 1982 - Í Kolmårdens-dýragarðinum í Svíþjóð var ferðamaður sem fór úr bifreið sinni drepinn af ljóni.
- 1983 - Tamíltígrar myrtu þrettán stjórnarhermenn á Srí Lanka.
- 1983 - Air Canada-flug 143 sveif niður til lendingar í Gimli í Manitóba eftir að hún varð eldsneytislaus.
- 1984 - Vanessa L. Williams sagði af sér sem Miss America eftir að nektarmyndir af henni höfðu birst í tímaritinu Penthouse.
- 1985 - Commodore kynnti Amiga-tölvuna.
- 1986 - Andrés prins, hertogi af York gekk að eiga Söru Ferguson í Westminster Abbey.
- 1992 - Abkasía lysti yfir sjálfstæði frá Georgíu.
- 1993 - Blóðbaðið í Candelária: Lögregla drap átta götubörn í Rio de Janeiro.
- 1999 - Múhameð Ben Al-Hassan var krýndur Múhameð 6. konungur í Marokkó eftir lát föður síns.
- 1999 - Chandra-stjörnuathugunarstöðinni var skotið á loft.
- 1999 - All Nippon Airways flugi 61 var rænt í Tókýó.
- 1999 - Tónlistarhátíðin Woodstock '99 hófst í New York.
- 2001 - Málamiðlunartillaga til að bjarga Kýótóbókuninni var samþykkt á loftslagsráðstefnu í Bonn.
- 2001 - Þing Indónesíu setti forsetann Abdurrahman Wahid af vegna vanhæfni og spillingar.
- 2002 - Parísarsáttmálinn (1951) rann út og Kola- og stálbandalag Evrópu rann formlega saman við Evrópusambandið.
- 2004 - Brúin Stari Most í Mostar var opnuð eftir endurbyggingu.
- 2005 - Tugir létust í röð sprengjuárása í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi.
- 2009 - Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lagði formlega fram aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.
- 2011 - Fyrsta Druslugangan var haldin í Reykjavík.
- 2011 - Breska söngkonan Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni í London.
- 2011 - Lestarslysið í Wenzhou: 39 létu lífið og 192 slösuðust þegar tvær hraðlestar rákust saman í héraðinu Zhejiang í Kína.
- 2014 - Samveldisleikarnir 2014 hófust í Glasgow.
- 2015 - NASA sagði frá uppgötvun plánetunnar Kepler-452 b sem er líkust jörðinni af þeim plánetum sem þekktar eru.
- 2016 - Sprengjuárásirnar í Kabúl í júlí 2016: Yfir 80 létust þegar tvær sprengjur sprungu í Kabúl í Afganistan. Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 2019 - Sigrún Þuríður Geirsdóttir synti fyrst kvenna Eyjasund en það er sundið milli Vestmannaeyja og Landeyjasands.
Fædd
breyta- 1301 - Ottó hertogi af Austurríki (d. 1339).
- 1649 - Klemens 11. páfi (d. 1721).
- 1809 - Ásgeir Einarsson, alþingismaður (d. 1885).
- 1851 - Peder Severin Krøyer, danskur listmálari og myndhöggvari (d. 1909).
- 1888 - Raymond Chandler, bandarískur rithöfundur (d. 1959).
- 1892 - Haile Selassie, Eþíópíukeisari (d. 1975).
- 1899 - Gustav Heinemann, forseti Þýskalands (d. 1976).
- 1911 - Carl Billich, íslenskur hljómsveitarstjóri (d. 1989).
- 1940 - Don Imus, bandarískur útvarpsmaður (d. 2019).
- 1941 - Sergio Mattarella, forseti Ítalíu.
- 1950 - Guðlaugur Arason, íslenskur rithöfundur.
- 1959 - Li Qiang, forsætisráðherra Alþýðulýðveldisins Kína.
- 1960 - Jon Landau, bandarískur kvikmyndaframleiðandi.
- 1967 - Philip Seymour Hoffman, bandarískur leikari (d. 2014).
- 1972 - Masaki Tsuchihashi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Monica Lewinsky, bandarísk kaupsýslukona.
- 1979 - Sotirios Kyrgiakos, grískur knattspyrnumaður.
- 1987 - Kosuke Ota, japanskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Daniel Radcliffe, breskur leikari.
- 1991 - Trausti Eiríksson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
Dáin
breyta- 1183 - Hvamm-Sturla Þórðarson, ættfaðir Sturlunga (f. 1116).
- 1373 - Heilög Birgitta, sænskur dýrlingur (f. 1303).
- 1562 - Götz von Berlichingen, þýskur riddari, fyrirmynd aðalpersónunnar í samnefndu leikriti Göthes (f. um 1480).
- 1789 - Finnur Jónsson, biskup í Skálholti (f. 1704).
- 1836 - Ísleifur Einarsson, íslenskur sýslumaður (f. 1765).
- 1884 - Hans Pétur Duus, íslenskur kaupmaður (f. 1829).
- 1885 - Ulysses S. Grant, 18. forseti Bandarikjanna (f. 1822).
- 1923 - Pancho Villa, mexíkóskur byltingarforingi (f. 1878).
- 1945 - Jón Jónsson, íslenskur kaupfélagsstjóri (f. 1861).
- 1951 - Philippe Pétain, franskur herforingi (f. 1856).
- 1955 - Cordell Hull, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1871).
- 2000 - Benjamín H. J. Eiríksson, íslenskur hagfræðingur (f. 1910).
- 2002 - Hermann Lindemann, þýskur knattspyrnumaður og þjálfari Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1910).
- 2004 - Piero Piccioni, ítalskt tónskáld (f. 1921).
- 2011 - Amy Winehouse, ensk söngkona (f. 1983).
- 2012 - Sally Ride, bandarískur geimfari (f. 1951).
- 2015 - Nirmala Joshi, nepölsk nunna (f. 1934).