Harry Belafonte

bandarískur leikari

Harry Belafonte (fæddur Harold George Belafonte 1. mars 1927 – 25. apríl 2023) var jamaík-bandarískur söngvari og leikari. Hann er einkum þekktur fyrir að koma karabísku calypso-tónlistinni á kortið á 6. og 7 áratug síðustu aldar. Auk þess hefur hann sungið ballöður, vísur, negrasálma með sinni mjúku röddu. Þá hefur Belafonte nýtt frægð sína til að berjast fyrir mannréttindum.

Bandarísku leikararnir Harry Belafonte (í miðjunni), Sidney Poitier og Charlton Heston við Lincoln Memorial í Washington, DC börðust fyrir mannréttindum árið 1963.
Harry Belafonte klæddur sem calypso-söngvari árið 1954
Mynd: Carl van Vechten

FerillBreyta

Harry Belafonte er hugsanlega þekktastur fyrir flutning sinn á laginu Banana Boat Song sem Alan Arkin samdi. Þá sló hann í gegn með breiðskífunni Calypso (1956) en hún var fyrsta breiðskífa sem seldist í meira en milljón eintökum. Þá varð hann fyrsti bandaríski blökkumaðurinn sem hreppir Emmy-verðlaunin fyrir fyrsta sjónvarpsþátt sinn; „tonight with Belafonte“.

Á árunum 1935-1939 bjó Harry hjá móður sinni í heimalandinu Jamaíka. Seinna stundaði hann nám við George Washington High School í New York-borg en eftir námið hélt hann til herskyldu í bandaríska sjóhernum; á þeim tíma stóð seinni heimsstyrjöldin hvað hæst. Við lok 5. áratugarins lagði hann fyrir sig leiklistarnám og í framhaldi kom hann fram á fjölum ólíkra leikhúsa. Hann hlaut Tony-verðlaunin fyrir leik sinn í söngleiknum Almanac.

Auk þess að hafa sungið inn á fjöldann allan af plötum hefur Harry Belafonte haldið tónleika, leikið í leikritum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Árið 2000 hlaut hann Grammy Lifetime Achievement Award fyrir framlag sitt til plötuútgáfu. Þá hefur hann fengið stjörnu á Hollywood Walk of Fame.

Á 7. áratugnum var Belafonte náin samstarfsmaður Martin Luther King jr. og veitti meðal annars fé í mannréttindabaráttu King. Síðar hefur Belafonte verið útnefndur mannréttindafrömuður hjá UNICEF. Á síðustu árum hefur hann verið andstæðingur bandarísku utanríkistefnunnar.

Belafonte lést úr hjartaáfalli þann 25. apríl árið 2023.[1]

AnnaðBreyta

 • Ein af dætrum hans, Shari Belafonte, er ljósmyndari, leikari og fyrirsæta.

PlötuútgáfurBreyta

 • 1954: "Mark Twain" and Other Folk Favorites
 • 1955: Three for Tonight (Original Soundtrack)
 • 1956: Belafonte
 • 1956: Calypso
 • 1957: Belafonte Sings of the Caribbean
 • 1957: Evening with Belafonte
 • 1958: Belafonte Sings the Blues
 • 1958: Presenting the Belafonte Singers
 • 1959: Belafonte at Carnegie Hall
 • 1959: Cheers: Drinking Songs Around the World
 • 1959: Love Is a Gentle Thing
 • 1959: Porgy & Bess
 • 1960: Belafonte Returns to Carnegie Hall
 • 1960: My Lord What a Mornin'
 • 1960: Swing Dat Hammer
 • 1961: At Home and Abroad
 • 1961: Jump Up Calypso
 • 1962: Many Moods of Belafonte
 • 1962: Midnight Special
 • 1962: To Wish You a Merry Christmas
 • 1963: Streets I Have Walked
 • 1964: Ballads, Blues and Boasters
 • 1964: Belafonte at the Greek Theatre
 • 1965: An Evening with Belafonte/Makeba
 • 1966: An Evening with Belafonte/Mouskouri
 • 1966: Belafonte-En Gränslös Kväll På Operan (An Evening Without Borders at the Operahouse)
 • 1966: Calypso in Brass
 • 1966: In My Quiet Room
 • 1967: Belafonte on Campus
 • 1968: Belafonte Sings of Love
 • 1969: Homeward Bound
 • 1970: By Request
 • 1970: Harry & Lena
 • 1971: Calypso Carnival
 • 1971: Warm Touch
 • 1972: Belafonte...Live!
 • 1973: Play Me
 • 1974: Belafonte Concert in Japan
 • 1977: Turn the World Around
 • 1981: Loving You is Where I Belong
 • 1988: Paradise in Gazankulu
 • 1989: Belafonte '89
 • 1991: Tradition of Christmas
 • 1993: Live in Concert at the Carnegie Hall
 • 1997: An Evening with Harry Belafonte & Friends
 • 1999: At Carnegie Hall
 • 2001: The Long Road To Freedom, An Anthology

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

 1. Atli Ísleifsson (25. apríl 2023). „Harry Belafonte er látinn“. Vísir. Sótt 25. apríl 2023.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist