6. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
6. desember er 340. dagur ársins (341. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 25 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 963 - Leó 8. var kosinn páfi.
- 1273 - Tómas af Aquino hætti vinnu við höfuðrit sitt um guðfræði, Summa Theologiae, og lauk því aldrei.
- 1491 - Karl 8. Frakkakonungur giftist Önnu hertogaynju af Bretagne nauðugri og hafði áður neytt hana til að fara fram á ógildingu hjónabands hennar og Maxímilíans 1. af Austurríki.
- 1593 - Stofnaður var yfirdómur á Alþingi og starfaði í rúmar tvær aldir.
- 1648 - Enska borgarastyrjöldin: Hreinsun Prides fór fram á þingmönnum Langa þingsins og Afgangsþingið tók við.
- 1768 - Encyclopædia Britannica kom út í fyrsta sinn.
- 1865 - Þrettándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna tók gildi.
- 1877 - Thomas Alva Edison kynnti fyrstu hljóðrituðu upptökuna, þar sem hann fór með vísuna María átti lítið lamb.
- 1917 - Finnland lýsti yfir sjálfstæði frá Rússlandi.
- 1917 - Sprengingin mikla í Halifax: Mesta manngerða sprenging sögunnar fyrir daga kjarnorku varð í höfninni í Halifax, Kanada, er flutningaskipið Mont Blanc, hlaðið sprengiefnum, sprakk í loft upp eftir árekstur við annað skip.
- 1921 - Írska fríríkið fékk sjálfstæði frá Bretlandi með Ensk-írska sáttmálanum.
- 1923 - Þingkosningar voru haldnar í Bretlandi. Enginn flokkur fékk hreinan meirihluta en Verkamannaflokkurinn myndaði skammlífa minnihlutastjórn.
- 1949 - Þriðja ríkisstjórn Ólafs Thors settist að völdum og sat í rúma þrjá mánuði. Þetta var minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks.
- 1954 - Flugfreyjufélag Íslands var stofnað.
- 1963 - Fyrstu menn stigu á land í Surtsey. Voru þar á ferð þrír franskir blaðamenn. Viku síðar komust Vestmannaeyingar til Surtseyjar.
- 1965 - Íþróttahöllin í Laugardal var vígð og markaði þáttaskil í innanhússíþróttum og sýningahaldi á Íslandi.
- 1975 - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Svarti laugardagurinn þegar 200 líbanskir múslimar voru myrtir í hefndarskyni fyrir morð á fjórum kristnum mönnum.
- 1976 - Skæruliðasveitir Viet Cong voru leystar upp og meðlimir urðu hluti af Alþýðuher Víetnam.
- 1978 - Spænska stjórnarskráin 1978 kvað á um endurreisn lýðræðis í landinu.
- 1979 - Kvikmyndin Star Trek: The Motion Picture var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 1979 - „Lýðræðismúrinn“ í Beijing var rifinn.
- 1982 - Samtök um kvennaathvarf opnuðu Kvennaathvarfið í Reykjavík.
- 1985 - Hafskip hf. var lýst gjaldþrota og var þetta stærsta gjaldþrotamál á Íslandi um langan aldur.
- 1986 - Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns var opnað almenningi.
- 1989 - Blóðbaðið í Montréal: Marc Lépine myrti 14 konur og særði 10 í skólanum École Polytechnique de Montréal.
- 1989 - Síðasti Doctor Who-þátturinn í upphaflegu þáttaröðunum var sendur út á BBC.
- 1989 - 52 létust í sprengjutilræði við DAS-bygginguna í Bogotá í Kólumbíu.
- 1990 - Saddam Hussein sleppti nokkrum vestrænum gíslum úr haldi í Írak.
- 1990 - Forseti Bangladess, Hussain Muhammad Ershad, neyddist til að segja af sér í kjölfar mikilla mótmæla.
- 1992 - Þúsundir aðgerðasinna úr röðum hindúa rifu moskuna Babri Masjid í Uttar Pradesh á Indlandi.
- 1993 - Debetkort voru tekin í notkun á Íslandi.
- 1995 - Bill Clinton tilkynnti að 1500 bandarískir hermenn yrðu sendir til Bosníu-Hersegóvínu og Króatíu á vegum NATO.
- 1998 - Hugo Chávez var kjörinn forseti Venesúela.
- 2002 - Glerárkirkja var vígð á Akureyri.
- 2005 - Írönsk herflutningavél hrapaði á tíu hæða byggingu í Teheran með þeim afleiðingum að 128 létust.
- 2008 - Óeirðir hófust í Grikklandi eftir að gríska lögreglan skaut 15 ára ungling til bana.
- 2017 - Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.
Fædd
breyta- 1285 - Ferdínand 4., konungur Kastilíu (d. 1312).
- 1421 - Hinrik 6. Englandskonungur (d. 1471).
- 1550 - Orazio Vecchi, ítalskt tónskáld (d. 1605).
- 1608 - George Monck, enskur hermaður og stjórnmálamaður (d. 1670).
- 1640 - Claude Fleury, franskur sagnaritari (d. 1723).
- 1823 - Max Müller, þýskur fornfræðingur (d. 1900).
- 1898 - Gunnar Myrdal, sænskur hagfræðingur (d. 1987).
- 1916 - Kristján Eldjárn, 3. forseti Íslands (d. 1982).
- 1920 - Dave Brubeck, bandarískur jazzpíanisti og tónskáld (d. 2012).
- 1920 - George Porter, breskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2002).
- 1921 - Piero Piccioni, ítalskur píanóleikari (d. 2004).
- 1921 - Nobuo Matsunaga, japanskur knattspyrnumaður (d. 2007).
- 1942 - Herbjørg Wassmo, norskur rithöfundur.
- 1942 - Peter Handke, austurrískur rithöfundur.
- 1946 - Þorsteinn Jónsson, íslenskur leikstjóri.
- 1948 - Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans.
- 1961 - Magnús Þorsteinsson, íslenskur athafnamaður.
- 1970 - Grímur Atlason, íslenskur framkvæmdastjóri.
- 1978 - Emerson Sheik, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1983 - Futuregrapher, íslenskur raftónlistarmaður.
- 1983 - Hildur Yeoman, íslenskur fatahönnuður.
- 1993 - Ross Barkley, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 347 - Heilagur Nikulás frá Mýru, hellenskur biskup og fyrirmynd Sánkti Kláusar (f. um 270).
- 1352 - Klemens 6. páfi (f. 1291).
- 1658 - Baltasar Gracián y Morales, spænskur rithöfundur (f. 1601).
- 1662 - Magnús Björnsson, lögmaður norðan og vestan (f. 1595).
- 1672 - Jóhann 2. Kasimír Póllandskonungur (f. 1609).
- 1845 - Einar Jónsson dannebrogsmaður, íslenskur bóndi (f. 1754).
- 1882 - Anthony Trollope, breskur rithöfundur (f. 1815).
- 1889 - Jefferson Davis, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1808).
- 1923 - Friedrich Julius Rosenbach, þýskur vísindamaður (f. 1842).
- 1923 - Hermann Jónasson, íslenskur búfræðingur (f. 1858).
- 1926 - Claude Monet, franskur listmálari (f. 1840).
- 1976 - João Goulart, brasilískur stjórnmálamaður (f. 1918).
- 1988 - Roy Orbison, bandarískur tónlistarmaður (f. 1936).
- 2015 - Franzl Lang, þýskur söngvari (f. 1930).
- 2020 – Tabaré Vázquez, fyrrum forseti Úrúgvæ (f. 1940).
- 2021 – Kåre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Noregs (f. 1928).