19. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
19. nóvember er 323. dagur ársins (324. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 42 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 461 - Hilarus varð páfi.
- 461 - Libíus Severus, rómverskur öldungaráðsmaður, var skipaður keisari Vestrómverska ríkisins af Ricimer. Ricimer var hinn raunverulegi stjórnandi ríkisins alla valdatíð Severusar.
- 1493 - Kristófer Kólumbus kom til Púertó Ríkó og gerði tilkall til eyjarinnar fyrir hönd Spánar.
- 1523 - Giulio di Giuliano de' Medici varð Klemens 7. páfi.
- 1594 - Hvítá í Árnessýslu þornaði upp á tveimur stöðum í stormi og var gengið þurrum fótum út í hólma í ánni segir Skarðsárannáll.
- 1608 - Matthías var krýndur Ungverjalandskonungur í Presbourg.
- 1614 - Umsátrið um Ósaka hófst í Japan.
- 1831 - Stóra-Kólumbía var leyst upp og til urðu ríkin Kólumbía, Venesúela og Ekvador.
- 1875 - Stytta af Bertel Thorvaldsen eftir hann sjálfan var afhjúpuð á Austurvelli á 105 ára afmæli Thorvaldsens. Styttan var flutt í Hljómskálagarðinn 1931.
- 1875 - Thorvaldsensfélagið var stofnað í Reykjavík. Stofnendur voru 24 konur og er þetta elsta kvenfélag í Reykjavík.
- 1899 - Fríkirkjusöfnuður var stofnaður í Reykjavík.
- 1919 - Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað.
- 1944 - Héraðssamband Strandamanna var stofnað.
- 1946 - Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 1959 - Auður Auðuns var kjörin borgarstjóri í Reykjavík með Geir Hallgrímssyni. Hún gegndi þessu embætti í tæplega eitt ár, fyrst kvenna.
- 1959 - Forsætisráðherra Íslands, Emil Jónsson, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
- 1967 - Herinn gerði byltingu í Malí og herforingjastjórn tók við völdum.
- 1967 - Ólafsvíkurkirkja var vígð.
- 1974 - Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík og hófst þá Guðmundar- og Geirfinnsmálið svonefnda.
- 1977 - Anwar Sadat varð fyrsti arabaleiðtoginn sem fór í opinbera heimsókn til Ísrael.
- 1977 - Flugvél frá TAP hrapaði á flugvellinum í Madeira með þeim afleiðingum að 131 fórst.
- 1978 - Fyrsta Take Back the Night-gangan fór fram í San Francisco.
- 1983 - Fyrsta bjórkráin, Gaukur á Stöng, var opnuð í Reykjavík en bjór var ekki leyfður og var því selt svonefnt bjórlíki þar til 1. mars 1989.
- 1983 - Sjö ungir Georgíubúnar reyndu að ræna Aeroflot-flugi 6833. Átta létust.
- 1984 - Röð sprenginga í eldsneytisgeymum Pemex í Mexíkóborg leiddi til dauða yfir 500 manna.
- 1985 - Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev hittust í fyrsta sinn í Genf í Sviss.
- 1989 - Tilvera, samtök um ófrjósemi var stofnuð á Íslandi.
- 1995 - Bandaríska teiknimyndin Leikfangasaga var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 1996 - Geimskutlan Columbia lauk við lengstu geimferð Geimskutluáætlunarinnar, 17 daga og 15 tíma.
- 1997 - Fyrsta sjöburafæðingin þar sem öll börnin lifðu átti sér stað í Des Moines í Iowa.
- 1998 - Dvergplánetan 19521 Chaos var uppgötvuð utan við sporbaug Plútós.
- 2002 - Gríska olíuflutningaskipið Prestige brotnaði í tvennt og sökk undan strönd Galisíu. 76.000 m³ af olíu láku út sem var versta umhverfisslys í sögu Spánar og Portúgals.
- 2003 - George W. Bush hélt í opinbera heimsókn til Bretlands og var boðið í Buckingham-höll af Elísabetu 2., fyrstum Bandaríkjaforseta frá 1918.
- 2006 - Leikjatölvan Wii frá Nintendo kom út í Bandaríkjunum.
- 2006 - Fréttastofur danska sjónvarpsins DR voru fluttar í DR Byen á Amager.
- 2007 - Íslenska torrentvefnum Torrent.is var lokað.
- 2008 - Claudia Castillo frá Spáni varð fyrst til að fá græddan í sig barka gerðan með vefjatækni af Paolo Macchiarini.
- 2010 - Óeirðir brutust út í Port-au-Prince vegna ásakana um að friðargæsluliðar Sþ hefðu breitt út kóleru.
- 2010 - Jan Mayen var gert að friðlandi.
- 2014 - 150 cm snjór féll á skömmum tíma við Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum.
- 2019 – Google gaf út leikjaþjónustuna Stadia.
- 2020 - Brereton-skýrslan um stríðsglæpi í stríðinu í Afganistan kom út.
- 2022 - Ekkert kosningabandalag náði meirihluta í þingkosningum í Malasíu í fyrsta skipti í sögu landsins.
- 2023 - Javier Milei var kjörinn forseti Argentínu.
Fædd
breyta- 1413 - Friðrik 2., kjörfursti af Brandenborg (d. 1471).
- 1600 - Karl 1. Englandskonungur (d. 1649).
- 1770 - Bertel Thorvaldsen, myndhöggvari (d. 1844).
- 1823 - Eiríkur Ólafsson á Brúnum, íslenskur bóndi og mormóni (d. 1900).
- 1831 - James Garfield, forseti Bandaríkjanna (d. 1881).
- 1917 - Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands (d. 1984).
- 1925 - Zygmunt Bauman, pólskur félagsfræðingur (d. 2017).
- 1933 - Larry King, bandarískur þáttastjórnandi (d. 2021).
- 1948 - Halldór Halldórsson, íslenskur stærðfræðingur.
- 1950 - Keizo Imai, japanskur knattspyrnumaður.
- 1951 - Mihai Ghimpu, moldóvskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Abd al-Fattah as-Sisi, forseti Egyptalands.
- 1958 - Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins.
- 1959 - Allison Janney, bandarísk leikkona.
- 1960 - Pétur Eggerz, íslenskur leikari.
- 1961 - Meg Ryan, bandarísk leikkona.
- 1962 - Jodie Foster, bandarísk leikkona.
- 1965 - Laurent Blanc, franskur knattspyrnumaður.
- 1966 - Ragnheiður Runólfsdóttir, íslensk sundkona.
- 1970 - Hreiðar Már Sigurðsson, íslenskur viðskiptafræðingur.
- 1971 - Toshihiro Yamaguchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Jack Dorsey, stofnandi Twitter.
- 1977 - Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
- 1980 - Yipsi Moreno, kúbverskur sleggjukastari.
- 1986 - Dayron Robles, kúbverskur grindahlaupari.
- 1988 - Xavier Barachet, franskur handknattleiksmaður.
- 1989 - Joanne Dabugsii, míkrónesískur körfuknattleiksmaður.
- 1990 - Tatsuya Sakai, japanskur knattspyrnumaður.
- 1992 - James Tarkowski, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1557 - Bona Sforza, drottning Póllands (f. 1494).
- 1626 - Ernst von Mansfeld, þýskur herforingi (f. um 1580).
- 1665 - Nicolas Poussin, franskur listmálari (f. 1594).
- 1672 - John Wilkins, enskur dulmálsfræðingur (f. 1614).
- 1682 - Róbert Rínarfursti, þýskur herforingi (f. 1619).
- 1703 - Maðurinn með járngrímuna dó í Bastillunni.
- 1796 - Þorkell Fjeldsted, íslenskur lögfræðingur (f. 1740).
- 1828 - Franz Schubert, austurrískt tónskáld (f. 1797).
- 1942 - Bruno Schulz, pólskur rithöfundur (f. 1892).
- 1965 - Bjarni Jónsson, íslenskur biskup (f. 1881).
- 1967 - Casimir Funk, pólskur lífefnafræðingur (f. 1884).
- 1982 - Erving Goffman, kanadískur félagsfræðingur (f. 1922).
- 2005 - Erik Balling, danskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1924).
- 2017 - Charles Manson, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1934).
- 2023 - Rosalynn Carter, bandarísk forsetafrú (f. 1927).