6. júlí
dagsetning
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
6. júlí er 187. dagur ársins (188. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 178 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1189 - Ríkharður ljónshjarta var krýndur konungur Englands.
- 1483 - Ríkharður 3. var krýndur konungur Englands.
- 1607 - Konungssinnar unnu sigur á uppreisnarmönnum í orrustunni við Guzów í Pólsk-litháíska samveldinu.
- 1609 - Rúdolf 2. keisari veitti Bæheimi trúfrelsi.
- 1673 - Franskur her lagði Maastricht undir sig.
- 1685 - Orrustan við Sedgemoor: Her Jakobs 2. sigraði her hertogans af Monmouth.
- 1699 - Sjóræningjaforinginn William Kidd var handtekinn í Boston.
- 1758 - Carlo della Torre Rezzonico varð Klemens 13. páfi.
- 1849 - Danski herinn vann sigur á Prússum við Fredericia á Jótlandi.
- 1859 - Queensland varð sjálfstæð nýlenda Breta í Ástralíu.
- 1926 - Jón Þorláksson varð forsætisráðherra Íslands.
- 1942 - Fjölskylda Önnu Frank fór í felur í Amsterdam.
- 1946 - Íslendingar tóku við Reykjavíkurflugvelli af Bretum við hátíðlega athöfn.
- 1950 - Fyrsta landsmót hestamanna var sett á Þingvöllum.
- 1954 - Stórrigningar á Norðurlandi ollu skriðuföllum og flóðum, einkum í Norðurárdal í Skagafirði, þar sem jarðirnar Ytri-Kot og Fremri-Kot urðu mjög illa úti.
- 1958 - Eyjólfur Jónsson sundkappi synti frá Reykjavík til Akraness, en það er 22 km leið. Sundið tók rúmlega 13 klukkustundir.
- 1964 - Malaví hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1971 - Hastings Banda var gerður að forseta til æviloka í Malaví.
- 1975 - Þing Kómoreyja samþykkti að lýsa yfir sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1976 - Hljómsveitin The Damned kom fyrst fram sem upphitunarhljómsveit fyrir The Sex Pistols í 100 Club í London.
- 1987 - Sænska rokkhljómsveitin Europe hélt vel sótta tónleika í Laugardalshöll.
- 1988 - Eldur braust út á olíuborpallinum Piper Alpha í Norðursjó. 165 verkamenn og 2 björgunarsveitarmenn fórust.
- 1988 - Sjúkrahússúrgangur barst á land á strönd Long Island í New York í Bandaríkjunum.
- 1990 - Lífverðir forseta Sómalíu, Siad Barre, skutu á mótmælendur á knattspyrnuleik með þeim afleiðingum að 65 létust og 300 slösuðust.
- 1994 - Fjórtán slökkviliðsmenn létust í skógareldi á Storm King Mountain í Kóloradó í Bandaríkjunum.
- 1998 - Alþjóðaflugvöllurinn í Hong Kong var opnaður.
- 1998 - Bandaríski tennisleikarinn Pete Sampras sigraði Wimbledon-mótið.
- 2003 - Cosmic Call-verkefnið sendi skilaboð frá Jevpatoria á Krímskaga til fimm stjarna: Hip 4872, HD 245409, 55 Cancri, HD 10307 og 47 Ursae Majoris. Skilaboðin munu ná áfangastað á árunum frá 2036 til 2049.
- 2003 - Ísraelsstjórn lét 350 palestínska fanga lausa.
- 2005 - Evrópuþingið hafnaði tillögu að tilskipun um einkaleyfi á tölvuforritum.
- 2006 - Fjallaskarðið Nathu La á landamærum Kína og Indlands var opnað að nýju eftir að hafa verið lokað í 44 ár.
- 2013 - Í Yobe-fylki í Nígeríu réðust hryðjuverkamenn úr Boko Haram inn í skóla og brenndu 42 kennara og nemendur lifandi.
- 2013 - Járnbrautarslysið við Lac-Mégantic: Bensínflutningavagnar í járnbrautarlest við Lac-Mégantic í Kanada sprungu með þeim afleiðingum að 42 létust.
- 2016 - Snjallsímaleikurinn Pokémon Go kom út.
- 2018 - Shoko Asahara og sex aðrir meðlimir japönsku hryðjuverkasamtakanna Aum Shinrikyo voru teknir af lífi.
- 2018 - Bandarískir tollar á kínverskar innflutningsvörur að andvirði 34 milljarða dala tóku gildi. Kínverjar ásökuðu Bandaríkjamenn um að hrinda af stað stærsta viðskiptastríði sögunnar.
- 2019 - Bandaríski fjárfestirinn Jeffrey Epstein var handtekinn og ákærður fyrir mansal og kynlífsþrælkun.
Fædd
breyta- 1387 - Blanka 1., drottning Navarra (d. 1441).
- 1621 - Jean de La Fontaine, franskur rithöfundur (d. 1695).
- 1781 - Stamford Raffles, stofnandi Singapúr (d. 1826).
- 1796 - Nikulás 1. Rússakeisari (d. 1855).
- 1832 - Maximilian 1. Mexíkókeisari (d. 1867)
- 1859 - Verner von Heidenstam sænskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1940)
- 1884 - Gísli Guðmundsson, íslenskur gerlafræðingur og frumkvöðull (d. 1928).
- 1886 - Marc Bloch, franskur sagnfræðingur (d. 1944).
- 1887 - Marc Chagall, rússnesk-franskur listmálari (d. 1985).
- 1904 - Rannveig Þorsteinsdóttir, íslensk stjórnmálakona (d. 1987).
- 1907 - Frida Kahlo, mexíkósk listakona (d. 1954).
- 1914 - Otto Bumbel, brasilískur knattspyrnuþjálfari (d. 1998).
- 1921 - Nancy Reagan, bandarísk forsetafrú (d. 2016).
- 1923 - Wojciech Jaruzelski, forseti Póllands (d. 2014).
- 1927 - Janet Leigh, bandarísk leikkona (d. 2004).
- 1929 - Högna Sigurðardóttir, íslenskur arkitekt (d. 2017).
- 1935 - Tenzin Gyatso, 14. Dalai Lama.
- 1936 - Dave Allen, írskur skemmtikraftur (d. 2005).
- 1937 - Ned Beatty, bandarískur leikari.
- 1937 - Vladímír Ashkenazy, rússneskur píanóleikari.
- 1940 - Nursultan Nazarbajev, kasakskur stjórnmálamaður.
- 1946 - George W. Bush, 43. forseti Bandaríkjanna.
- 1946 - Peter Singer, ástralskur heimspekingur.
- 1946 - Sylvester Stallone, bandarískur leikari.
- 1947 - Guðmundur Magnússon, íslenskur leikari og fyrrum formaður Öryrkjabandalags Íslands.
- 1951 - Magnús Kjartansson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1951 - Geoffrey Rush, ástralskur leikari.
- 1955 - Sigurður Sigurjónsson, íslenskur leikari.
- 1958 - Jónína Rós Guðmundsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1968 - Ásdís Halla Bragadóttir, íslensk stjórnmála- og athafnakona.
- 1975 - 50 Cent, bandarískur rappari.
- 1976 - Takafumi Ogura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Ragnar Pétursson, íslenskur blaðamaður og handknattleiksmaður.
- 1986 - Luigi Di Maio, ítalskur stjórnmálamaður.
Dáin
breyta- 1189 - Hinrik 2. Englandskonungur (f. 1133).
- 1218 - Ottó 3., hertogi af Búrgund (f. 1166).
- 1249 - Alexander 2. Skotakonungur (f. 1198).
- 1415 - Jan Hus, tékkneskur siðbótamaður, brenndur á báli fyrir villutrú (f. 1369).
- 1533 - Ludovico Ariosto, ítalskt skáld (f. 1474).
- 1535 - Thomas More, enskur stjórnmálamaður (f. 1478).
- 1553 - Játvarður 6. Englandskonungur (f. 1537).
- 1901 - Chlodwig zu Hohenlohe-Schillingsfürst, kanslari Þýskalands (f. 1819).
- 1959 - George Grosz, þýskur listmálari (f. 1893).
- 1962 - William Faulkner, bandarískur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1897).
- 1971 - Louis Armstrong, bandarískur tónlistarmaður (f. 1901).
- 1978 - Joseph Thorson, kanadískur stjórnmálamaður (f. 1889).
- 1978 - Denys Page, breskur fornfræðingur (f. 1908).
- 1984 - Jón Sigurðsson, íslenskur verkalýðsforingi (f. 1902).
- 1989 - János Kádár, ungverskur stjórnmálamaður (f. 1912).
- 1996 - Einar Kristjánsson, íslenskur rithöfundur (f. 1911).
- 1999 - Gary Michael Heidnik, bandarískur morðingi (f. 1943).
- 2005 - Claude Simon, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1913).
- 2009 – Robert McNamara, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1916).
- 2020 - Ennio Morricone, ítalskt tónskáld (f. 1928).