Flugslysið við Sauðahnjúka
Flugslysið við Sauðahnjúka varð sunnudaginn 9. júlí 2023 þegar TF-KLO brotlenti við Sauðahnjúka á Austurlandi. Allir þrír um borð létu lífið. Tildrög slyssins eru enn óljós og er rannsóknin í höndum Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Flugvélin
breytaFlugvélin var af gerðinni Cessna 172N árgerð 1979 og bar einkennisstafina TF-KLO. Flugvélin var í eigu fjölda einstaklinga og var staðsett á Egilsstöðum og hafði verið þar síðan á 9. áratugnum. Um tíma hafði hún verið gerð út í atvinnuskyni fyrir útsýnisflug af Flugfélagi Austurlands.
Slysið og björgunaraðgerðir
breytaUm borð í vélinni var flugmaður auk tveggja farþega sem voru að sinna reglulegri hreindýratalningu. Flugáætlun gerði ráð fyrir fjögra klukkutíma sjónflugi frá Egilsstöðum um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og þaðan aftur til Egilsstaða. Vélin tók á loft frá Egilsstaðaflugvelli klukkan 13:29 og var von á henni aftur klukkan 17:29. Klukkan 17:01 fékk Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi vélarinnar, reynt var að hafa samband við hana án árangurs. Umfangsmikil leit fór þá í gang þar sem nær allar björgunarsveitir á austurlandi ásamt lögreglu og Landhelgisgæslu tóku þátt í. Um klukkan 7 var áætlunarflugvél Icelandair á leið frá Reykjavík til Egilsstaða og bauðst til að fljúga yfir svæðið. Flugmenn vélarinnar töldu sig sjá eitthvað sem gæti verið flak flugvélarinnar vestan við fjallveginn Öxi, nánir tiltekið við Sauðahnjúka. Skömmu eftir það kom þyrla Landhelgisgæslunnar að flakinu ásamt björgunarsveit og staðfesti að um TF-KLO væri að ræða. Læknir um borð í þyrlunni úrskurðaði þrjá látna á vettvangi. [1][2]
Áhöfn og farþegar
breytaUm borð í vélinni var flugmaður ásamt tveimur farþegum. Farþegarnir voru starfsmenn Náttúrustofu Austurlands og voru að sinna reglulegri hreindýratalningu sem fram fer á ári hverju. [3]
Heimildir
breyta- ↑ Oddur Ævar Gunnarson (3. október 2023). „Afla enn gagna við rannsókn á flugslysinu við Sauðahnjúka“. Vísir.is. Sótt 5. Desember 2023.
- ↑ Heimir Már Pétursson (19. júlí 2023). „Að minnsta kosti mánuður í bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins“. Vísir.is. Sótt 5. Desember 2023.
- ↑ Eiður Þór Árnason (11. júlí 2023). „Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp“. Vísir.is. Sótt 5. Desember 2023.