14. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
14. október er 287. dagur ársins (288. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 78 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 222 - Kallixtus 1. páfi var drepinn af æstum múg í Trastevere-hverfinu í Róm. Úrbanus 1. tók við páfadómi.
- 1066 - Orrustan við Hastings: Haraldur Guðinason féll fyrir Vilhjálmi sigursæla, sem varð konungur Englands.
- 1201 - Guðmundur Arason prestur á Víðimýri var kjörinn til biskups á Hólum.
- 1322 - Róbert Bruce Skotakonungur vann sigur á liði Játvarðar 2. Englandskonungs í orrustunni við Byland.
- 1435 - Eiríkur af Pommern var aftur tekinn til konungs í Svíþjóð en hann hafði verið settur af ári áður.
- 1436 - Margrét Vigfúsdóttir og Þorvarður Loftsson gengu í hjónaband.
- 1607 - Matthías var kjörinn Ungverjalandskonungur.
- 1863 - Fjórir Íslendingar, sem fluttust til Brasilíu, komu til Rio de Janeiro eftir 3 mánaða ferð.
- 1944 - Alþjóðastofnun Moskvuháskóla var sett á laggirnar.
- 1953 - Núverandi merki Atlantshafsbandalagsins var tekið upp.
- 1961 - Á Siglufirði var aldarafmælis séra Bjarna Þorsteinssonar minnst. Hann safnaði íslenskum þjóðlögum og gaf þau út.
- 1964 - Rafreiknir Háskóla Íslands kom til landsins og þótti afkastamikið tæki. Hann var þó mun afkastaminni en venjuleg borðtölva er í dag.
- 1964 - Martin Luther King, Jr. hlaut friðarverðlaun Nóbels.
- 1972 - Veitinga- og skemmtistaðnum Klúbbnum var lokað vegna lögreglurannsóknar.
- 1977 - Lög um sakaruppgjöf voru samþykkt á Spáni. Margir Spánverjar sem hrakist höfðu í útlegð vegna alræðisstjórnar Francos gátu þá snúið aftur.
- 1978 - Heimabruggun bjórs var heimiluð í Bandaríkjunum með lagabreytingu.
- 1980 - Þúsundir starfsmanna ítalska fyrirtækisins FIAT fóru í kröfugöngu gegn yfir mánaðarlangri vinnustöðvun verkalýðsfélaganna sem létu undan og samþykktu samninga sem komu fyrirtækinu vel.
- 1981 - Hosni Mubarak var settur forseti Egyptalands.
- 1994 - Bandaríska kvikmyndin Pulp Fiction var frumsýnd.
- 1998 - Eric Rudolph var kærður fyrir fjórar sprengjuárásir í Atlanta.
- 2004 - Norodom Sihamoni var krýndur konungur Kambódíu.
- 2006 - Maria Borelius sagði af sér embætti viðskiptaráðherra Svíþjóðar eftir aðeins 8 daga í embætti vegna hneykslismála.
- 2012 - Austurríski fallhlífarstökkvarinn Felix Baumgartner rauf hljóðmúrinn fyrstur manna án aðstoðar tækja þegar hann setti met í geimstökki úr helíumbelg í 39 km hæð.
- 2014 - Stöðva þurfti leik Serbíu og Albaníu í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir mikil slagsmál milli stuðningsmanna og leikmanna liðanna.
- 2017- 231 lést í sprengjutilræði í Mógadisjú í Sómalíu.
- 2017 - Framleiðandinn Harvey Weinstein var rekinn úr Bandarísku kvikmyndaakademíunni eftir ásakanir um nauðganir og kynferðislega áreitni.
- 2019 – Leiðtogar katalónskra sjálfstæðissinna voru dæmdir í fangelsi fyrir að lýsa yfir aðskilnaði Katalóníu frá Spáni árið 2017.
- 2022 - Fjármálaráðherra Bretlands, Kwasi Kwarteng, sagði af sér.
- 2023 - Ríkistjórn Íslands tilkynnti hrókeringar; Bjarni Benediktsson varð utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varð fjármálaráðherra.
Fædd
breyta- 1404 - María af Anjou, Frakklandsdrottning, kona Karls 8. (d. 1463).
- 1499 - Claude af Bretagne, drottning Frakklands (d. 1524).
- 1574 - Anna af Danmörku, drottning Skotlands og síðar Englands, kona Jakobs 6. (Jakobs 1.) (d. 1619).
- 1633 - Jakob 2. Englandskonungur (d. 1701).
- 1644 - William Penn, enskur kvekari og stofnandi Pennsylvaníu (d. 1718).
- 1712 - George Grenville, forsaetisradherra Bretlands (d. 1770).
- 1812 - Carl Christoffer Georg Andræ danskur forsætisráðherra (d. 1893).
- 1861 - Bjarni Þorsteinsson, íslenskur prestur og þjóðlagasafnari (d. 1938).
- 1873 - Halldóra Bjarnadóttir, skólastjóri (d. 1981).
- 1873 - Jules Rimet, forseti FIFA (d. 1956).
- 1880 - Þorsteinn Jónsson formaður í Vestmannaeyjum (d. 1965).
- 1882 - Éamon de Valera, forsætisráðherra og forseti Írlands (d. 1975).
- 1888 - Katherine Mansfield, nysjalenskur rithofundur (d. 1923).
- 1890 - Dwight D. Eisenhower, 34. Bandaríkjaforseti (d. 1969).
- 1893 - Lillian Gish, bandarísk leikkona (d. 1993).
- 1894 - E. E. Cummings, bandarískt skáld (d. 1962).
- 1894 - Heinrich Lübke, forseti Vestur-Þýskalands (d. 1972).
- 1906 - Hannah Arendt, þýskur stjórnmálaspekingur (d. 1975).
- 1911 - Lê Đức Thọ, víetnamskur byltingarmaður og stjórnmálamaður (d. 1990).
- 1927 - Roger Moore, breskur leikari.
- 1935 - Bríet Héðinsdóttir, íslensk leikkona og leikstjóri (d. 1996).
- 1938 - Farah Diba, keisaraynja í Íran.
- 1940 - Cliff Richard, breskur söngvari.
- 1958 - Thomas Dolby, enskur tónlistarmaður.
- 1971 - Jyrki Katainen, finnskur stjórnmálamaður.
- 1973 - Davíð Stefánsson, íslenskt skáld.
- 1974 - Natalie Maines, bandarísk söngkona.
Dáin
breyta- 222 - Kallixtus 1. páfi.
- 1066 - Haraldur Guðinason, konungur Englands (f. um 1022).
- 1217 - Ísabella af Gloucester, fyrri kona Jóhanns landlausa Englandskonungs (f. um 1173).
- 1318 - Játvarður Bruce, yfirkonungur Írlands, féll í orrustunni við Faughart.
- 1834 - Magnús Ólafsson, íslenskur prestur (f. 1746).
- 1900 - Eiríkur Ólafsson á Brúnum, íslenskur trúboði (f. 1823).
- 1925 - Eugen Sandow, þýskur vaxtarræktarmaður (f. 1867).
- 1931 - Sólon Guðmundsson, íslenskur verkamaður (f. 1860).
- 1944 - Erwin Rommel, þýskur herforingi (f. 1891).
- 1959 - Errol Flynn, ástralskur leikari (f. 1909).
- 1966 - Paul M. Clemensl, vestur-íslenskur arkitekt (f. 1870).
- 1990 - Leonard Bernstein, bandariskt tonskald (f. 1918).
- 1999 - Julius Nyerere, forseti Tansaniu (f. 1922).
- 2001 - David Lewis, bandarískur heimspekingur (f. 1941).
- 2003 - Moktar Ould Daddah, forseti Máritaníu (f. 1924).
- 2010 - Benoit Mandelbrot, fransk-bandarískur stærðfræðingur (f. 1924).
- 2022 - Robbie Coltrane, skoskur leikari (f. 1950).