25. júlí
dagsetning
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
25. júlí er 206. dagur ársins (207. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 159 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1261 - Sveitir frá Níkeu náðu Konstantínópel á sitt vald og endurreistu Býsansríkið.
- 1510 - Hekla gaus. Gosinu fylgdi mikið öskufall og grjótflug. Nokkrir menn fórust í Rangárvallasýslu og einn fórst í Skálholti vegna grjótflugs.
- 1564 - Maxímilían 2. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1593 - Hinrik 4. Frakkakonungur afneitaði kalvínisma og gerðist kaþólikki til að öðlast viðurkenningu sem konungur Frakklands.
- 1603 - Jakob 6. Skotakonungur var krýndur konungur Englands sem Jakob 1.
- 1608 - Rússland og Pólsk-litháíska samveldið gerðu með sér vopnahlé í þrjú ár og ellefu mánuði.
- 1799 - Napóleon Bonaparte vann sigur á 10.000 manna liði Mamlúka undir forystu Mustafa Pasha við Aboukir í Egyptalandi.
- 1898 - Bandaríski herinn réðst á land í Guánica í Púertó Ríkó.
- 1909 - Frakkinn Louis Blériot flaug fyrstur manna yfir Ermarsundið. Hann flaug frá Calais í Frakklandi til Dover í Englandi. Flugið tók um 40 mínútur.
- 1912 - Hannes Hafstein varð Íslandsráðherra í annað sinn og sat í tæp tvö ár.
- 1929 - Marteinn Meulenberg var vígður biskup kaþólskra á Íslandi, fyrstur eftir siðaskipti.
- 1946 - Alþingi samþykkti að sækja um inngöngu Íslands í Sameinuðu þjóðirnar. Aðildin kom til framkvæmda 19. nóvember.
- 1957 - Túnis varð lýðveldi og Habib Bourguiba fyrsti forseti þess.
- 1974 - Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði að Íslendingum væri óheimilt að útvíkka landhelgi sína í 50 mílur.
- 1976 - Gosbrunnur í syðri hluta Tjarnarinnar í Reykjavík var opnaður. Sendiherra Bandaríkjanna gaf brunninn.
- 1978 - Fyrsta glasabarn heims, Louise Brown, fæddist í Bretlandi.
- 1980 - Hljómplata AC/DC, Back In Black, kom út.
- 1983 - Fyrsta breiðskífa bandarísku hljómsveitarinnar Metallica, Kill'Em All, kom út.
- 1984 - Saljút 7-geimfarinn Svetlana Savitskaya varð fyrsta konan til þess að vera utan geimfars í geimnum.
- 1990 - Serbneski demókrataflokkurinn í Króatíu lýsti yfir fullveldi Serba innan Króatíu.
- 1992 - Sumarólympíuleikar settir í Barcelona á Spáni.
- 1994 - Ísrael og Jórdanía undirrituðu yfirlýsingu um endalok átaka milli ríkjanna sem staðið höfðu frá 1948.
- 1996 - Her Búrúndí framdi valdarán og gerði Pierre Buyoya aftur að forseta.
- 1997 - Kocheril Raman Narayanan varð fyrsti forseti Indlands úr hópi stéttleysingja.
- 1999 - Lance Armstrong sigraði Tour de France-hjólreiðakeppnina í fyrsta skipti.
- 2000 - Hljóðfrá Concorde-þota fórst í flugtaki í París. 114 fórust í slysinu og stuttu síðar var hætt að nota slíkar vélar.
- 2001 - Veitingastaðurinn Friðrik V var stofnaður á Akureyri.
- 2001 - „Ræningjadrottningin“ Phoolan Devi var myrt í Nýju-Delí.
- 2010 - Uppljóstrunarvefurinn WikiLeaks birti leyniskjöl sem fjölluðu um þátttöku Bandaríkjahers í stríðinu í Afganistan.
- 2012 - Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un gekk að eiga Ri Sol-Ju.
- 2015 - Heimsleikar seinfærra og þroskaheftra hófust í Los Angeles.
- 2018 - Vísindamenn sögðu frá fundi stöðuvatns undir íshellu á suðurpól Mars.
Fædd
breyta- 1653 - Agostino Steffani, ítalskt tónskáld (d. 1728).
- 1848 - Arthur Balfour, forsætisráðherra Bretlands (d. 1930).
- 1894 - Gavrilo Princip, serbneskur launmorðingi (d. 1918).
- 1905 - Elias Canetti, búlgarskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1994).
- 1920 - Rosalind Franklin, breskur eðlisefnafræðingur og kristallafræðingur (d. 1958).
- 1942 - Þorsteinn Hallgrímsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1956 - Frances Arnold, bandarískur efnaverkfræðingur.
- 1964 - Halldór Halldórsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1967 - Matt LeBlanc, bandarískur leikari.
- 1978 - Louise Brown, fyrsta barnið sem fæddist eftir glasafrjóvgun.
- 1981 - Yuichi Komano, japanskur knattspyrnuleikari.
- 1986 - Barbara Meier, þýsk fyrirsæta.
- 1986 - Margrét Lára Viðarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
Dáin
breyta- 1109 - Afonso 1. konungur Portúgals.
- 1190 - Sibylla, drottning Jerúsalem (f. um 1160).
- 1241 - Hallveig Ormsdóttir, íslensk hefðarkona, sambýliskona Snorra Sturlusonar (f. um 1199).
- 1492 - Innósentíus 8. páfi (f. 1432).
- 1875 - Bólu-Hjálmar, íslenskt skáld (f. 1796).
- 1888 - Hermann Bonitz, þýskur fornfræðingur og textafræðingur (f. 1814).
- 1931 - Héctor Rivadavia Gómez, úrúgvæskur knattspyrnuforkólfur (f. 1880).
- 1942 - Örn Arnarson (Magnús Stefánsson), íslenskt skáld og rithöfundur (f. 1884).
- 1982 - Hal Foster, kanadískur myndasöguhöfundur (f. 1892).
- 1987 - Ásgeir Blöndal Magnússon, málfræðingur og forstöðumaður Orðabókar Háskólans (f. 1909).
- 1990 - Óskar Gíslason, íslenskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1901).
- 2008 - Randy Pausch, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1960).
- 2019 - Beji Caid Essebsi, forseti Túnis (f. 1926).
- 2020 - Olivia de Havilland, bresk-bandarisk leikkona (f. 1916).