Buskerud eða Biskupsruð er fylki í Noregi. Nágrannafylki þess eru Ósló, Upplönd, Þelamörk, Vestfold, Sogn og Firðafylki og Hörðaland. Heildarflatarmál fylkisins er 14.911 km² og íbúar voru 272.228 árið 2014. Fylkið er í landshlutanum Austurlandi.

Kort sem sýnir staðsetningu Buskerud innan Noregs

Náttúrufar breyta

Fylkið nær frá Hurum í Óslóarfirði inn til Hallingdals og Harðangursheiðar. Inn til fjalla eru mörg dalverpi og fjallgarðar en austar og neðar í fylkinu er láglendara og skiptast á lágir, grónir ásar og dalir. Fylkið er allt skógi vaxið, upp að hæðarmörkum skóga í fjallendum. Þar tekur við heiðagróður.

Lengsta á Buskerud er Numedalslågen, en hún hefur upptök sín á Hörðalandi og rennur í Óslóarfjörð í Vestfold. Stærstu stöðuvötnin eru Tyrifjorden og Krøderen, en það fyrrnefnda er fimmta stærsta vatn Noregs.

Atvinna breyta

Helstu atvinnuvegir í fylkinu eru landbúnaður, skógarhögg og alls kyns iðnaður auk þess sem þjónusta er vaxandi atvinnugrein. Stærsta borg og jafnframt aðsetur stjórnsýslu fylkisins er Drammen.

Skjaldarmerki breyta

 
Skjaldarmerki Buskerud

Skjaldarmerki Buskerud er blár björn á silfurgráum bakgrunni. Ástæðan er sú að fram á 8. áratug síðustu aldar voru margir bjarnarstofnar í fylkinu. Blái liturinn á að endurspegla kobaltbláa litinn sem framleiddur var í Modum en grái liturinn á að endurspegla silfurnámurnar í Kongsberg.

Sveitarfélög breyta

Innan Buskerud er 21 sveitarfélag. Þau eru eftirfarandi: