23. júní
dagsetning
23. júní er 174. dagur ársins (175. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 191 dagur er eftir af árinu.
AtburðirBreyta
- 1439 - Eiríkur af Pommern var settur af embætti í Danmörku.
- 1650 - Karl 2., kom til Skotlands, sem var hið eina af ríkjunum þremur (Englandi, Írlandi og Skotlandi) sem viðurkenndi hann sem konung.
- 1757 - Orrustan um Plassey: Breska Austur-Indíafélagið vann sigur á her furstans af Bengal.
- 1787 - Eftir rannsókn á embættisfærslu Skúla Magnússonar landfógeta úrskurðaði kansellíið í Kaupmannahöfn að hann fengi að halda embætti.
- 1828 - Hinni níu ára gömlu Maríu 2. Portúgalsdrottningu steypt af stóli. Miguel föðurbróðir hennar, sem hafði verið ríkisstjóri, tók sér sjálfur konungsnafn. Hófst þá borgarastyrjöld sem stóð til 1834 og lauk með því að María settist í hásætið að nýju.
- 1893 - Karl Danaprins, sonarsonur Danakonungs kom til Íslands á snekkjunni Dagmar með sveit sjóliðsforingjaefna. Hann varð síðar konungur Noregs og tók sér nafnið Hákon 7..
- 1923 - Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar, var opnað á Skólavörðuholti í Reykjavík.
- 1925 - Skáksamband Íslands var stofnað.
- 1926 - Varðskipið Óðinn, sem ríkisstjórn Íslands lét smíða, kom til Reykjavíkur. Óðinn var gufuknúinn og vopnaður tveimur 57 mm fallbyssum.
- 1926 - Jón Magnússon forsætisráðherra, sem var í för með konungshjónunum um Norðurland og Austurland, lést á Norðfirði.
- 1930 - Í skála á baklóð Alþingishússins var opnuð listsýning með um 250 málverkum eftir 16 listamenn í tilefni af Alþingishátíðinni, sem hófst 26. júní.
- 1936 - Rækjuverksmiðja Ísafjarðar hóf starfsemi.
- 1946 - Skíðasamband Íslands var stofnað.
- 1962 - Hvalfjarðarganga Samtaka hernámsandstæðinga leggur af stað frá Hvítanesi.
- 1967 - Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, kom í opinbera heimsókn til Íslands. Tveimur árum síðar varð hann kanslari.
- 1968 - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 1977 - Í Þjórsárdal var formlega opnaður sögualdarbær, sem reistur var í líkingu við bæinn á Stöng, í tilefni ellefu alda byggðar norrænna manna á Íslandi.
- 1979 - Sáttmáli um vernd flökkudýrastofna var undirritaður í Bonn.
- 1980 - Tim Berners-Lee hóf að vinna að kerfinu ENQUIRE sem var fyrirrennari Veraldarvefsins.
- 1985 - Air India flug 182 fórst yfir Atlantshafi sunnan við Írland þegar sprengja sprakk um borð. 329 létust.
- 1986 - Fyrsti póstlistahugbúnaðurinn, LISTSERV, var þróaður af Eric Thomas.
- 1991 - Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu sem leiddi til Tíu daga stríðsins.
- 1991 - Japanski tölvuleikurinn Sonic the Hedgehog kom út.
- 1992 - Bandaríski mafíuforinginn John Gotti var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Paul Castellano og fleiri glæpi.
- 1992 - Verkamannaflokkur Ísraels undir forystu Yitzhak Rabin vann sigur í þingkosningum.
- 1993 - Lorena Bobbitt skar liminn af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, í Manassas í Virginíu.
- 1993 - Ólympíusafnið var opnað í Lausanne í Sviss.
- 1995 - Bandaríska teiknimyndin Pócahontas var frumsýnd.
- 1996 - Leikjatölvan Nintendo 64 kom fyrst út í Japan.
- 2000 - Frøya-göngin milli eyjanna Frøya og Hitra í Noregi voru opnuð.
- 2001 - Harður jarðskjálfti skók suðurhluta Perú. Flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfarið varð 74 að bana.
- 2003 - Apple gaf út vafrann Safari.
- 2010 - Bandaríska gamanmyndin Knight and Day var frumsýnd.
- 2016 - Þjóðaratkvæðagreiðla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í Bretlandi. Meirihluti studdi útgöngu.
FæddBreyta
- 43 f.Kr. - Caesarion, egypskur prins (d. 30 f.Kr.).
- 1373 - Jóhanna 2. Napólídrottning (d. 1435).
- 1456 - Margrét af Aldinborg, síðar drottning Jakobs 3. Skotakonungs (d. 1486).
- 1534 - Nobunaga Oda, japanskur lénsherra (d. 1582).
- 1612 - André Tacquet, belgískur stærðfræðingur (d. 1660).
- 1889 - Anna Akmatova, rússneskt skáld (d. 1966).
- 1894 - Játvarður 8. Bretlandskonungur (d. 1972).
- 1912 - Alan Turing, enskur stærðfræðingur og rökfræðingur (d. 1954).
- 1934 - Nirmala Joshi, nepalskur trúarleiðtogi (d. 2015).
- 1937 - Martti Ahtisaari, forseti Finnlands (1994-2000).
- 1949 - Ragnheiður Ríkharðsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1950 - Guðlaugur Arason, íslenskur rithöfundur.
- 1952 - Sigríður Ásdís Snævarr, íslenskur sendiherra og fyrsta íslenska konan sem skipuð er sendiherra.
- 1954 - Matthías Viðar Sæmundsson, íslenskur bókmenntafræðingur (d. 2004).
- 1957 - Frances McDormand, bandarísk leikkona.
- 1963 - Jóhamar, íslenskt skáld.
- 1964 - Joss Whedon, bandarískur handritshöfundur.
- 1964 - Kenji Honnami, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Zinedine Zidane, franskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Go Oiwa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Eisuke Nakanishi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - KT Tunstall, skosk söngkona.
- 1975 - Shuhei Terada, japanskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Emmanuelle Vaugier, kanadísk leikkona.
- 1976 - Patrick Vieira, franskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Hayden Foxe, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Duffy, velsk söngkona.
DáinBreyta
- 79 - Vespasíanus, Rómarkeisari (f. 9).
- 1516 - Ferdinand 2. af Aragon (f. 1452).
- 1662 - Koxinga, kínverskur herforingi (f. 1627).
- 1691 - Súleiman 2. Tyrkjasoldán (f. 1642).
- 1836 - James Mill, skoskur hagfræðingur (f. 1773).
- 1915 - Þorgils gjallandi, íslenskur rithöfundur (f. 1851).
- 1926 - Jón Magnússon, forsætisráðherra Íslands (f. 1859).
- 1986 - Moses I. Finley, bandarískur fornfræðingur (f. 1912).
- 1995 - Jonas Salk, bandarískur veirufræðingur (f. 1914).
- 2011 - Peter Falk, bandarískur leikari (f. 1927).
- 2017 - Guðmundur Jónsson, íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari..