Gianluca Vialli (f. 9. júlí 1964 í Cremona – d. 6. janúar 2023) var ítalskur knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri. Hann spilaði sem sóknarmaður.

Gianluca Vialli (2017).

Vialli hóf ferilinn með heimaliðinu Cremonese og færði sig yfir í stærri liðin Sampdoria og Juventus þar sem hann vann fjölmarga titla, í deild og bikar. Síðast spilaði hann með Chelsea FC og var á síðasta tímabilinu með liðinu þjálfari liðsins samhlið því að spila. Hann vann bikartitla með Chelsea sem leikmaður og þjálfari en ekki úrvalsdeildina. Síðast stýrði hann Watford FC.

Vialli spilaði með ítalska landsliðinu á HM 1986 og HM 1990. Hann hætti árið 1992 með landsliðinu vegna ósættis við þjálfarann.

Eftir þjálfaraferilinn fór Vialli í sjónvarpsstarf við að lýsa knattspyrnu. Hann vann þó með starfsliði ítalska landsliðsins þegar liðið vann EM 2020. Þar hitti hann fyrir Roberto Mancini, landsliðsþjálfara sem spilaði með honum í Sampdoria.

Vialli lést úr briskrabbameini 58 ára gamall.