18. maí
dagsetning
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
18. maí er 138. dagur ársins (139. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 227 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1012 - Teofilatto dei conti di Tuscolo varð Benedikt 8. páfi.
- 1152 - Elinóra af Akvitaníu og Hinrik af Normandí gengu í hjónaband.
- 1160 - Eiríkur Svíakonungur, síðar Eiríkur helgi, var drepinn (dagsetning samkvæmt helgisögu Eiríks).
- 1268 - Orrustan um Antiokkíu: Mamlúkasoldáninn Baibars lagði krossfararíkið Antiokkíu undir sig og eyddi borginni.
- 1514 - Frans, krónprins Frakklands, og Claude af Bretagne gengu í hjónaband.
- 1565 - Tyrkjaveldi hóf umsátur um Möltu sem var hrundið þremur mánuðum síðar.
- 1693 - Frakkar réðust á höfuðborg Pfalz, Heidelberg.
- 1727 - Pétur 2. varð Rússakeisari.
- 1756 - Sjö ára stríðið hófst formlega milli Frakka og Englendinga.
- 1897 - Stokkseyrarhreppi var skipt í Stokkseyrarhrepp og Eyrarbakkahrepp.
- 1908 - Rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas ? (4.) var hleypt af stokkunum í Saint-Malo í Frakklandi.
- 1920 - Sambandslögin frá 1918 voru staðfest með breytingum á stjórnarskrá.
- 1930 - Strandferðaskipið Súðin kom til Íslands.
- 1973 - Breski sjávarútvegsráðherrann Joseph Godber lýsti því yfir að herskip myndu gæta breskra fiskiskipa við veiðar innan 50 mílna landhelgi Íslands.
- 1978 - Selfoss fékk kaupstaðarréttindi.
- 1978 - Sovéski eðlisfræðingurinn Júrí Orlov var dæmdur til þrælkunarvinnu.
- 1980 - Eldfjallið Sankti Helena gaus í Washingtonfylki. 57 létust og tjónið var metið á þrjá milljarða dollara.
- 1988 - Bókamessan í Tórínó fór fram í fyrsta sinn.
- 1989 - Verkfalli Bandalags háskólamanna lauk. Þá hafði það staðið í sex vikur og valdið mikilli röskun á skólastarfi.
- 1991 - Sómalíland klauf sig frá Sómalíu.
- 1991 - Helen Sharman varð fyrsti Bretinn í geimnum og fyrsta konan sem kom í geimstöðina Mír með sovéska geimfarinu Sojús TM-12.
- 1993 - Danir samþykktu Edinborgarsamþykktina og þar með Maastricht-sáttmálann með fjórum fyrirvörum.
- 1994 - Félag leikmynda- og búningahöfunda var stofnað á Íslandi.
- 1996 - Eimear Quinn sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1996 fyrir Írland með laginu „The Voice“.
- 1996 - Ansari X-verðlaunin voru kynnt til sögunnar.
- 2003 - 260 létust af völdum flóða þegar hitabeltisfellibylur gekk yfir Srí Lanka.
- 2006 - Silvía Nótt söng lagið „Congratulations“ fyrir hönd Íslands í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2006.
- 2006 - Þing Nepals samþykkti að draga úr völdum konungsins og gera ríkið veraldlegt.
- 2009 – Tæplega 26 ára löngu borgarastríði á Srí Lanka lauk með sigri stjórnarhersins.
- 2011 - Kvikmynd Lars von Trier, Melancholia, vann gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
- 2012 - Bandaríska kvikmyndin Beðið eftir barni var frumsýnd.
- 2013 - Emmelie de Forest sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2013 fyrir Danmörku með laginu „Only Teardrops“.
- 2014 - Hersveitir Khalifa Haftar frömdu valdarán í Líbýu, hertóku Trípólí og gerðu loftárásir á Benghazi.
- 2016 - Sevilla F. C. sigraði Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í fimmta skiptið með 3:1 sigri á Liverpool.
- 2018 - Cubana de Aviación flug 972 fórst skömmu eftir flugtak frá Havana með þeim afleiðingum að 112 létust.
- 2019 - Þingkosningar fóru fram í Ástralíu. Ríkisstjórn Frjálslynda flokksins undir forsæti Scotts Morrison vann sigur gegn stjórnarandstöðunni, þvert á væntingar.
- 2019 - Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin í Tel Aviv í Ísrael. Duncan Laurence vann keppnina fyrir Holland með laginu „Arcade“. Hljómsveitin Hatari keppti fyrir hönd Íslands og lenti í 10. sæti.
Fædd
breyta- 1048 - Omar Khayyam, persneskt skáld (d. 1131).
- 1692 - Joseph Butler, enskur guðfræðingur (d. 1752).
- 1797 - Friðrik Ágúst 2., konungur Saxlands (d. 1854).
- 1848 - Hermann Alexander Diels, þýskur fornfræðingur og heimspekingur (d. 1922).
- 1868 - Nikulás 2. Rússakeisari (d. 1918).
- 1872 - Bertrand Russell, breskur heimspekingur, stærðfræðingur, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1970).
- 1883 - Walter Gropius, þýskur arkitekt (d. 1969).
- 1889 - Gunnar Gunnarsson, íslenskur rithöfundur (d. 1975).
- 1891 - Rudolf Carnap, þýskur heimspekingur (d. 1970).
- 1897 - Frank Capra, bandarískur leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi (d. 1991).
- 1909 - Guðmundur Kjartansson, íslenskur jarðfræðingur (d. 1972).
- 1919 - Margot Fonteyn, enskur ballettdansari (d. 1991).
- 1920 - Jóhannes Páll 2., páfi (d. 2005).
- 1922 - G.E.L. Owen, velskur fornfræðingur (d. 1982).
- 1925 - Eyjólfur Jónsson, íslenskur sundkappi.
- 1941 - Fernando Arbex, spænskur trymbill (d. 2003).
- 1952 - Ingibjörg Hjartardóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1963 - Davíð Tencer, biskup á Íslandi.
- 1967 - Heinz-Harald Frentzen, þýskur ökuþór.
- 1970 - Tina Fey, bandarísk leikkona.
- 1971 - Brad Friedel, bandarískur knattspyrnumaður.
- 1978 - Ricardo Carvalho, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Erla Steina Arnardóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1985 - Guðbjörg Gunnarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
Dáin
breyta- 526 - Jóhannes 1. páfi (f. 470).
- 1160 - Eiríkur helgi, Svíakonungur.
- 1675 - Jacques Marquette, franskur trúboði (f. 1637).
- 1692 - Elias Ashmole, enskur fornfræðingur (f. 1617).
- 1911 - Gustav Mahler, austurrískt tónskáld (f. 1860).
- 1987 - Heðin Brú, færeyskur rithöfundur (f. 1901).
- 1989 - Gunnar Nielsen, formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1914).
- 2008 - Jonathan James, bandarískur tölvuhakkari (f. 1983).
- 2013 - Gissur Ólafur Erlingsson, íslenskur þýðandi (f. 1909).
- 2015 - Halldór Ásgrímsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1947).
- 2016 - Margrét Indriðadóttir, íslenskur fréttastjóri (f. 1923).
- 2017 - Chris Cornell, bandarískur tónlistarmaður (f. 1964).