27. febrúar
dagsetning
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
27. febrúar er 58. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 307 dagar (308 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 684- Rui Zong varð keisari Tangveldisins og Zhong Zong var settur í stofufangelsi.
- 1510 - Portúgalinn Afonso de Albuquerque lagði Goa á Indlandi undir sig.
- 1534 - Anabaptistar undir forystu Jan Matthys tóku yfir borgina Münster í Þýskalandi og lýstu yfir stofnun Nýju Jerúsalem.
- 1594 - Hinrik 4. var krýndur konungur Frakklands.
- 1617 - Ingrísku styrjöldinni lauk með Stolbovo-samningnum milli Rússlands og Svíþjóðar. Svíþjóð fékk þar meðal annars Ingríu og Rússland missti aðgang að Eystrasalti.
- 1638 - Skammvinnt eldgos varð „í fjöllum, eyðimörkum og óbyggðum“ austanlands, eins og Sjávarborgarannáll segir frá.
- 1700 - Eyjan Nýja-Bretland var uppgötvuð.
- 1927 - Kolakrani var reistur í Reykjavíkurhöfn. Hann var þá talinn með fullkomnustu slíkum tækjum á Norðurlöndum. Kraninn stóð í tæplega 41 ár (til 17. febrúar 1968).
- 1928 - Togarinn Jón forseti strandaði við Stafnes. Fimmtán skipverjar fórust en tíu var bjargað.
- 1933 - Ríkisþinghúsið í Berlín brann til grunna.
- 1941 - Togarinn Gullfoss frá Reykjavík fórst með allri áhöfn, 19 manns, út af Snæfellsnesi.
- 1953 - Í Hnífsdal fauk barnaskólahúsið af grunni í ofviðri og splundraðist. Í húsinu voru tveir kennarar og 36 börn og slösuðust sum barnanna.
- 1964 - Ríkisstjórn Ítalíu bað um aðstoð til að varna því að Skakki turninn félli á hliðina.
- 1973 - American Indian Movement hertók Wounded Knee á Pine Ridge-verndarsvæðinu í Suður-Dakóta.
- 1974 - People Magazine kom út í fyrsta sinn.
- 1975 - Hornstrandir norðan og vestan Skorarheiðar í Norður-Ísafjarðarsýslu voru friðlýstar.
- 1976 - Polisario lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis í Vestur-Sahara.
- 1977 - Skákeinvígi Boris Spasskí og Vlastimíl Hort hófst.
- 1980 - Skæruliðar M-19 hertóku sendiráð Dóminíska lýðveldisins í Kólumbíu.
- 1988 - Sumqayit-ofsóknirnar gegn Armenum í Sumqayit í sovéska Aserbaísjan hófust.
- 1989 - Caracazo, hrina mótmæla, gripdeilda og morða, gekk yfir Caracas í Venesúela.
- 1990 - Fáni Lettlands aftur tekinn í notkun í Lettlandi.
- 1991 - Persaflóastríðið: Írakar féllust á vopnahlé og samþykktu að afvopnast. George H. W. Bush lýsti yfir sigri.
- 1993 - Gamanþátturinn Limbó í leikstjórn Óskars Jónassonar var frumsýndur á RÚV.
- 1996 - Tölvuleikurinn Pokémon kom út fyrir GameBoy í Japan.
- 1997 - Skilnaður varð löglegur á Írlandi.
- 1999 - Olusegun Obasanjo var kosinn forseti Nígeríu í fyrstu forsetakosningum í landinu frá árinu 1983.
- 2007 - Björgunarsveitin Húnar var stofnuð á Hvammstanga.
- 2010 - Jarðskjálfti sem mældist 8,8 á Richter skók Síle. Skjálftaflóðbylgja myndaðist við skjálftann og dreifðist hún um Kyrrahaf.
- 2014 - Rússland sendi óeinkennisklædda hermenn til Krímskaga í Úkraínu. Skömmu síðar var Krímskagi innlimaður í Rússland eftir umdeilda atkvæðagreiðslu íbúa.
- 2015 - Rússneski stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov var myrtur á götu í Moskvu.
- 2017 - Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir hungursneyð í Suður-Súdan og nokkrum dögum síðar í Sómalíu.
- 2019 – Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu funduðu í Hanoi í Víetnam um hugsanlega afvopnun Norður-Kóreu. Fundinum var slitið næsta dag án samnings.
Fædd
breyta- 272 - Konstantínus mikli, keisari Rómaveldis (d. 337).
- 1814 - Samuel Kleinschmidt, þýskur trúboði (d. 1886).
- 1844 - P. Nielsen, danskur kaupmaður (d. 1931).
- 1859 - Bertha Pappenheim, austurrísk baráttukona (d. 1936).
- 1861 - Rudolf Steiner, austurrískur heimspekingur (d. 1925).
- 1874 - Francis MacDonald Cornford, enskur fornfræðingur (d. 1943).
- 1881 - Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands (d. 1952).
- 1888 - Ásta Magnúsdóttir, íslenskur embættismaður (d. 1962).
- 1902 - John Steinbeck, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1968).
- 1910 - Robert Buron, franskur stjórnmálamaður (d. 1973).
- 1912 - Lawrence Durrell, breskur rithöfundur (d. 1990).
- 1913 - Paul Ricœur, franskur heimspekingur (d. 2005).
- 1914 - Ási í Bæ, texta- og lagahöfundur (d. 1985).
- 1928 - Ariel Sharon, fyrrverandi Forsætisráðherra Ísraels (d. 2014).
- 1932 - Elizabeth Taylor, bresk-bandarísk leikkona (d. 2011).
- 1934 - Ralph Nader, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1934 - Reynir Karlsson, íslenskur knattspyrnumaður (d. 2014).
- 1944 - Roger Scruton, breskur heimspekingur (d. 2020).
- 1951 - Lee Atwater, bandarískur stjórnmálaráðgjafi (d. 1991).
- 1955 - Rainhard Fendrich, austurrískur söngvari.
- 1962 - Adam Baldwin, bandarískur leikari.
- 1962 - Grant Show, bandarískur leikari.
- 1965 - Bjarkey Gunnarsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1966 - Baltasar Kormákur, íslenskur leikari og leikstjóri.
- 1972 - Eggert Hilmarsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1978 - James Beattie, enskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Bobby Valentino, bandarískur söngvari.
- 1980 - Chelsea Clinton, dóttir Bills Clinton.
- 1981 - Josh Groban, bandarískur söngvari.
- 1985 - Thiago Neves, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1995 - Kosuke Nakamura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Sylvía Erla Scheving, íslensk söngkona.
Dáin
breyta- 1465 - Jón Stefánsson Krabbe, Skálholtsbiskup.
- 1608 - John Still, enskur biskup (f. um 1543).
- 1706 - John Evelyn, enskur rithöfundur (f. 1620).
- 1936 - Ívan Petrovítsj Pavlov, rússneskur lífeðlisfræðingur (f. 1849).
- 1970 - Reizo Fukuhara, japanskur knattspyrnumaður (f. 1931).
- 1992 - Algirdas Julien Greimas, litháískur táknfræðingur (f. 1917).
- 1993 - Lillian Gish, bandarísk leikkona (f. 1893).
- 2015 - Leonard Nimoy, bandarískur leikari (f. 1931).
- 2015 - Boris Nemtsov, rússneskur vísindamaður (f. 1959).