16. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
16. desember er 350. dagur ársins (351. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 15 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 882 - Marínus 1. varð páfi.
- 955 - Jóhannes 12. varð páfi.
- 1263 - Magnús lagabætir varð Noregskonungur við lát föður síns.
- 1431 - Hinrik 6. Englandskonungur var krýndur konungur Frakklands í Notre Dame.
- 1575 - Jarðskjálfti reið yfir í Valdivia, Chile.
- 1641 - Giulio Mazarini var gerður að kardinála.
- 1653 - Oliver Cromwell gerðist einvaldur í Englandi.
- 1707 - Eldgos varð í Fuji-fjalli í Japan. Fjallið hefur ekki gosið síðan.
- 1740 - Friðrik mikli gerði innrás í Silesíu og hóf þannig Austurríska erfðastríðið.
- 1857 - Um 11.000 manns fórust í jarðskjálfta í Napólí á Ítalíu.
- 1880 - Fyrra Búastríðið hófst.
- 1894 - Tjaldbúðin, kirkja Vestur-Íslendinga í Winnipeg, var vígð.
- 1906 - Móakotslind, vatnsbrunni í Skuggahverfinu, var lokað eftir að taugaveikifaraldur sem sýkti hátt í hundrað manns var rakinn til hans.
- 1916 - Framsóknarflokkurinn var stofnaður.
- 1917 - Í Stykkishólmi mældist loftþrýstingur 1054,2 millibör, sem er einn hæsti mældur loftþrýstingur hér við land.
- 1942 - Utanþingsstjórn undir forsæti Björns Þórðarsonar tók við völdum.
- 1944 - Síðari heimsstyrjöldin: Ardennasókn Þjóðverja hófst við rætur Ardennafjalla.
- 1963 - Kópavogskirkja var vígð af Sigurbirni Einarssyni.
- 1970 - Ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir neyðarástandi í Erítreu vegna aðgerða Frelsissamtaka Erítreu.
- 1971 - Bangladess fékk sjálfstæði frá Pakistan eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu.
- 1980 - Samtök olíuútflutningsríkja ákváðu að hækka olíuverð um 10%.
- 1985 - Mafíuforingjarnir Paul Castellano og Thomas Bilotti voru skotnir til bana að undirlagi John Gotti sem þá varð leiðtogi Gambinofjölskyldunnar.
- 1986 - Jeltoqsan-uppþotin, fjöldamótmæli gegn stjórnvöldum, hófust í Kasakstan.
- 1987 - Stórréttarhöldunum í Palermó lauk með því að 19 mafíuforingjar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi.
- 1989 - Sósíalíski einingarflokkurinn í Austur-Þýskalandi var lagður niður.
- 1990 - Jean-Bertrand Aristide varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Haítí í þrjá áratugi.
- 1991 - Kasakstan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1992 - Þjóðarráð Tékklands samþykkti nýja stjórnarskrá Tékklands.
- 1997 - 38. þáttur Pokémon-teiknimyndaþáttanna var sendur út í Japan og olli því að fjöldi barna fékk flogakast.
- 1998 - Eyðimerkurrefsaðgerðin: Bill Clinton fyrirskipaði loftárásir á Írak.
- 2006 - Fjölmenn mótmæli áttu sér stað á Nørrebro í Kaupmannahöfn eftir að lögregla hugðist ryðja félagsmiðstöðina Ungdomshuset.
- 2008 - Jarðskjálfti upp á 4,2 á Richter reið yfir Eyrarsund.
- 2009 - Stjörnufræðingar uppgötvuðu GJ 1214 b, fyrstu fjarreikistjörnuna þar sem vatn gæti fundist.
- 2011 - Fyrirtækið Hagar var stofnað á Íslandi.
- 2011 - Hitabeltisstormurinn Washi olli mannskæðum flóðum á Filippseyjum.
- 2012 - Yfir 700 fórust þegar fellibylurinn Bopha gekk á land í Filippseyjum.
- 2013 - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: 125 létust þegar Sýrlandsher gerði loftárás á Aleppó.
- 2014 - 145 skólabörn og kennarar létust þegar Talíbanar gerðu árás á skóla í Peshawar í Pakistan.
Fædd
breyta- 1485 - Katrín af Aragóníu, Englandsdrottning (d. 1536).
- 1742 - Gebhard Leberecht von Blücher, prússneskur herforingi (d. 1819).
- 1770 - Ludwig van Beethoven, þýskt tónskáld (d. 1827).
- 1775 - Jane Austen, enskur rithöfundur (d. 1817).
- 1790 - Leópold 1. Belgíukonungur (d. 1865).
- 1842 - Friedrich Julius Rosenbach, þýskur vísindamaður (d. 1923).
- 1853 - Roberto Ferruzzi, ítalskur listmálari (d. 1934).
- 1901 - Margaret Mead, bandarískur mannfræðingur (d. 1978).
- 1903 - Misao Tamai, japanskur knattspyrnumaður (d. 1978).
- 1905 - Piet Hein, danskur vísindamaður og skáld (d. 1996).
- 1917 - Arthur C. Clarke, enskur rithöfundur (d. 2008).
- 1925 - Geir Hallgrímsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1990).
- 1928 - Philip K. Dick, bandarískur rithöfundur (d. 1982).
- 1937 - Mitsuo Kamata, japanskur knattspyrnumaður.
- 1938 - Liv Ullmann, norsk leikkona.
- 1946 - Benny Andersson, sænskur tónlistarmaður.
- 1947 - Aka Høegh, grænlenskur myndlistarmaður.
- 1961 - Bill Hicks, bandarískur grínisti (d. 1994).
- 1961 - Jon Tenney, bandarískur leikari.
- 1973 - Silja Dögg Gunnarsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1979 - Daniel Narcisse, franskur handknattleiksmaður.
- 1985 - Kunimitsu Sekiguchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Mats Hummels, þýskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Kazuki Nagasawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1997 - Zara Larsson, sænsk söngkona.
Dáin
breyta- 705 - Wu Zetian, kínversk keisaraynja (f. 624).
- 867 - Eberhard af Fríúlí, frankverskur hertogi.
- 882 - Jóhannes 8. páfi.
- 1263 - Hákon gamli, Noregskonungur (f. 1204).
- 1325 - Karl greifi af Valois, sonur Filippusar 3. Frakkakonungs (f. 1270).
- 1515 - Afonso de Albuquerque, portúgalskur sæfari og landstjóri á Indlandi (f. 1453).
- 1609 - Arild Huitfeldt, danskur sagnaritari (f. 1546).
- 1748 - Þorleifur Skaftason, prófastur í Múla í Aðaldal (f. 1683).
- 1774 - François Quesnay, franskur hagfræðingur (f. 1694).
- 1879 - Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar (f. 1804).
- 1883 - Thomas Story Kirkbride, bandarískur læknir (f. 1809).
- 1909 - Ludwig Friedländer, þýskur fornfræðingur (f. 1824).
- 1909 - Hallgrímur Sveinsson, íslenskur biskup (f. 1841).
- 1926 - Sigurður Jónsson í Ystafelli, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1852).
- 1940 - Juan Carreño, mexíkóskur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 1968 - Pétur Ottesen, alþingismaður (f. 1888).
- 1970 - Oscar Lewis, bandarískur mannfræðingur (f. 1914).
- 1980 - Ólafur Jónsson, ráðunautur, íslenskur náttúrufræðingur (f. 1895).
- 1993 - Guðlaugur Pálsson, kaupmaður á Eyrarbakka, 97 ára.
- 2005 - John Spencer, bandarískur leikari (f. 1946).
Hátíðis- og tyllidagar
breyta- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Pottaskefill til byggða þennan dag.