Söngvakeppnin
Söngvakeppnin (áður Söngvakeppni sjónvarpsins) er árleg söngvakeppni sem er framleidd af RÚV. Keppninni er ætlað að velja framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Söngvakeppnin | |
---|---|
Einnig þekkt sem |
|
Tegund | Söngvakeppni |
Búið til af | RÚV |
Útsending | |
Sýnt | 7. mars 1981í dag | –
Tenglar | |
Vefsíða |
Saga
breytaSöngvakeppnin var fyrst haldin 7. mars 1981 og svo aftur árið 1983. Þá var hún ótengd þátttöku Íslands í Eurovision. Árið 1986 var hún fyrst haldin til að velja framlag Íslands í Eurovision. Það árið vann hljómsveitin ICY með laginu „Gleðibankinn“.
Frá 1981 til 2012 var keppnin kölluð Söngvakeppni sjónvarpsins, fyrir utan árið 2008 þegar keppnin hét Laugardagslögin. Frá árinu 2013 hefur keppnin einfaldlega verið kölluð Söngvakeppnin.
Mismikið hefur verið gert úr keppninni og misjafn háttur hafður á valinu. Stundum hefur ein dómnefnd, eða dómnefndir verið látin velja úr sigurlagið, stundum hafa atkvæði áhorfenda verið látin ráða og stundum blanda af þessu tvennu.
Í sex skipti var ekki keppni, heldur valdi RÚV úr innsendum lögum og þrjú þau efstu voru kynnt í þættinum. Árið 2021 var ekki haldin keppni, heldur bauð RÚV sigurvegara síðasta árs, Daða og Gagnamagninu, að vera fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónarpsstöðva 2021 vegna þess að þeirri keppni hafði verið aflýst árinu áður vegna COVID-19 faraldursins.
Sigurlög í Söngvakeppninni
breytaAthugasemdir
breyta- ↑ Tengdist ekki Eurovision.
- ↑ Keppni í klassískum söng sem tengdist ekki Eurovision.
- ↑ Pálmi Gunnarsson flutti lagið einn í íslensku keppninni.
- ↑ Eurovision 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Opnað hefur verið fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2025“. RÚV. 20. september 2024. Sótt 20. september 2024.