12. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
12. desember er 346. dagur ársins (347. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 19 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 627 - Heraklíus Býsanskeisari vann sigur á Persum í orrustunni við Nineveh.
- 884 - Karl digri tók við konungdómi í Frankaveldinu við lát Karlómans.
- 1254 - Alexander 4. varð páfi.
- 1643 - Torstensonófriðurinn hófst með innrás sænska herforingjans Lennarts Torstensons inn í Jótland.
- 1666 - Stóra kirkjuþingið í Moskvu setti Nikon patríarka af.
- 1804 - Spánverjar sögðu Bretum stríð á hendur.
- 1901 - Marconi-félaginu tókst að senda útvarpsskeyti yfir Atlantshafið í fyrsta skipti.
- 1904 - Fyrsta almenningsrafveitan var sett upp á Íslandi í Hafnarfirði af Jóhannesi Reykdal.
- 1911 - 200 ára afmælis Skúla Magnússonar landfógeta var minnst í Reykjavík með samsæti.
- 1914 - Dow Jones-vísitalan féll um 24,39% sem var þá mesta prósentulækkun á einum degi frá upphafi vísitölunnar.
- 1919 - Jón Dúason, hagfræðingur, krafði Íslandsbanka um gull að andvirði 25 þúsund íslenskum krónum en gleymst hafði að endurnýja lög sem veittu undanþágu við gullinnlausnarskyldu bankans.
- 1947 - Björgunarafrekið við Látrabjarg hófst þar sem 12 skipverjum úr togaranum Dhoon var bjargað.
- 1948 - Sex manns fórust er snjóflóð féll á bæinn Goðdal í Strandasýslu. Fjórum dögum síðar bjargaðist húsbóndinn úr flóðinu.
- 1963 - Kenýa hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1979 - Jarðskjálfti og flóðbylgja ollu dauða 259 manna í Kólumbíu.
- 1979 - Valdaránið 12. desember: Chun Doo-hwan hershöfðingi tók völdin í Suður-Kóreu.
- 1985 - Sænska kvikmyndin Líf mitt sem hundur var frumsýnd.
- 1987 - Hótel Ísland var tekið í notkun með 90 ára afmælisveislu Blaðamannafélagsins.
- 1988 - 35 létust í lestarslysi í Clapham í London.
- 1990 - Gísli Sigurðsson, læknir, sem verið hafði gísl í Kúveit í 4 mánuði kom aftur heim.
- 1990 - Sænska þingið samþykkti umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
- 1991 - Róttækir fyrrum félagar í Ítalska kommúnistaflokknum stofnuðu Endurstofnun kommúnistaflokksins.
- 1991 - Höfuðborg Nígeríu var flutt frá Lagos til Abuja.
- 1993 - Ný stjórnarskrá Rússlands var samþykkt af rússneska þinginu.
- 2002 - Wikiorðabókin hóf göngu sína.
- 2008 - Sviss gekk í Schengen.
- 2013 - Dómar féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í svonefndu Al Thani-máli. Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi frá þremur árum til fimm og hálfs árs.
- 2015 - Parísarsamkomulagið var samþykkt á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París.
- 2015 - Konur fengu í fyrsta sinn að kjósa í þingkosningum í Sádi-Arabíu.
- 2016 - Matteo Renzi sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu eftir ósigur í kosningu um breytingar á stjórnarskrá.
- 2019 – Íhaldsflokkurinn undir forystu Borisar Johnson vann meirihluta í þingkosningum í Bretlandi.
- 2021 - Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda hafnaði sjálfstæði í þriðju og síðustu þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Nýju-Kaledóníu.
Fædd
breyta- 1418 - Albert 6., erkihertogi af Austurríki (d. 1463).
- 1610 - Heilagur Basil frá Ostrog, serbneskur dýrlingur (d. 1671).
- 1711 - Skúli Magnússon, landfógeti (d. 1794).
- 1863 - Edvard Munch, norskur listmálari (d. 1944)
- 1905 - Alfreð Gíslason, læknir og stjórnmálamaður (d. 1990).
- 1912 - Boun Oum, krónprins Champasak í Laos (d. 1980).
- 1912 - Thorbjörn Egner, norskur rithöfundur (d. 1990).
- 1919 - José Villalonga, spænskur knattspyrnuþjálfari (d. 1973).
- 1915 - Frank Sinatra, bandarískur söngvari og kvikmyndaleikari (d. 1998).
- 1945 - Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness.
- 1946 - Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals.
- 1949 - Marc Ravalomanana, forseti Madagaskar.
- 1951 - Ólafur Þ. Harðarson, íslenskur stjórnmálafræðingur.
- 1960 - Vésteinn Hafsteinsson, íslenskur frjálsíþróttamaður.
- 1972 - Eygló Harðardóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1973 - Dagur Kári, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1983 - Jonathan James, bandarískur hakkari (d. 2008).
- 2001 - Gústi B, íslenskur leikari.
Dáin
breyta- 1474 - Hinrik 4. af Kastilíu
- 1586 - Stefán Batory, konungur Póllands (f. 1533).
- 1870 - August von Voit, þýskur arkitekt (f. 1801).
- 1870 - Augustus Meineke, þýskur fornfræðingur (f. 1790).
- 1886 - Johan Nicolai Madvig, danskur fornfræðingur (f. 1804).
- 1963 - Theodor Heuss, þýskur stjórnmálamaður (f. 1884).
- 1981 - J. L. Mackie, ástralskur heimspekingur (f. 1917).
- 2003 - Keikó, íslenskur háhyrningur og kvikmyndaleikari (f. 1976).
Hátíðis- og tyllidagar
breyta- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Stekkjastaur til byggða þennan dag.