12. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
12. mars er 71. dagur ársins (72. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 294 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 515 f.Kr - Byggingu musterisins í Jerúsalem lauk.
- 1088 - Úrbanus 2. varð páfi.
- 1144 - Lúsíus 2. varð páfi.
- 1403 - Benedikt 13. mótpáfi flúði frá Avignon til Aragon.
- 1554 - Klausturhald var formlega aflagt á Íslandi.
- 1609 - Bermúda varð ensk nýlenda.
- 1610 - Sænskur her undir stjórn Jacob de la Gardie lagði Moskvu undir sig.
- 1664 - New Jersey varð nýlenda Englands.
- 1894 - Coca Cola var selt á flöskum í fyrsta sinn.
- 1913 - Canberra varð höfuðborg Ástralíu.
- 1916 - Alþýðusamband Íslands og Alþýðuflokkurinn voru stofnuð. Fyrsti formaður var Jón Baldvinsson.
- 1921 - Eldur varð laus í vitanum á Stórhöfða í Vestmannaeyjum eftir að eldingu laust niður í hann.
- 1921 - Þjóðsöngur Tyrklands, İstiklâl Marşı, var tekinn upp.
- 1947 - Harry Truman Bandaríkjaforseti kynnti Truman-kenninguna í ræðu á Bandaríkjaþingi.
- 1948 - Borgarastríðið á Kosta Ríka hófst.
- 1965 - Hljómsveitin Hljómar gaf út sína fyrstu plötu með lögunum „Bláu augun þín“ og „Fyrsti kossinn“, bæði eftir Gunnar Þórðarson en textana samdi Ólafur Gaukur.
- 1965 - Hljómleikar voru haldnir í Austurbæjarbíói. Þar kom fram breska hljómsveitin The Searchers ásamt íslensku hljómsveitunum Tónum og Sóló.
- 1967 - Indira Gandhi var kjörin formaður Kongressflokksins og forsætisráðherra Indlands.
- 1967 - Sukarno, forseta Indónesíu, var steypt af stóli.
- 1967 - Svetlana, dóttir Jósefs Stalín, leitaði hælis á Vesturlöndum og fékk landvistarleyfi í Bandaríkjunum.
- 1968 - Máritíus fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1974 - Háskóli Íslands sæmdi Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson titlinum doctor litterarum islandicum honoris causa.
- 1976 – Arnarflug var stofnað og keypti vélar Air Viking.
- 1977 - Íslenska kvikmyndin Morðsaga var frumsýnd.
- 1979 - Luís Herrera Campíns varð forseti Venesúela.
- 1983 - Íslenska kvikmyndin Húsið var frumsýnd.
- 1987 - Söngleikurinn Vesalingarnir var frumsýndur á Broadway í New York-borg.
- 1989 - Íslenska tímaritið La Tradukisto hóf útgáfu.
- 1990 - Patricio Aylwin varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Chile í 20 ár.
- 1992 - Máritíus varð lýðveldi.
- 1992 - Ítalski stjórnmálamaðurinn Salvo Lima var myrtur af sikileysku mafíunni í Palermó.
- 1993 - 257 létust í sprengjuárásum í Mumbai á Indlandi.
- 1993 - Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að landið drægi sig út úr Samningnum um að dreifa ekki kjarnavopnum.
- 1994 - Staðfest var að ljósmynd Marmaduke Wetherell af Loch Ness-skrímslinu frá 1934 hefði verið sviðsett.
- 1994 - Fyrstu kvenprestarnir voru skipaðir við Ensku biskupakirkjuna.
- 1995 - Uppþotin í Gazi í Istanbúl hófust.
- 1999 - Ungverjaland, Tékkland og Pólland gerðust aðilar að NATO.
- 2003 - Alþjóða heilbrigðisstofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna bráðalungnabólgu.
- 2003 - Leyniskytta myrti Zoran Đinđić forsætisráðherra Serbíu í Belgrad.
- 2009 - Íslensk málstefna var formlega tekin upp á Alþingi.
- 2013 - Íbúar Falklandseyja kusu að vera áfram hluti Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2015 - Nígeríski hryðjuverkahópurinn Boko Haram tilkynnti að þeir hefðu sameinast Íslamska ríkinu.
- 2018 - US-Bangla Airlines flug 211 hrapaði í Nepal með þeim afleiðingum að 51 fórst.
- 2020 – Svarti fimmtudagurinn: Gengi verðbréfa hrundi á mörkuðum um allan heim vegna faraldursins.
- 2022 - Serdar Berdimuhamedow, sonur fyrrum forseta, var kjörinn forseti Túrkmenistans.
- 2022 - 81 aftaka var framkvæmd í Sádi-Arabíu á einum degi.
- 2023 - Bandaríska kvikmyndin Allt, alls staðar, alltaf hlaut Óskarsverðlaun sem besta kvikmyndin.
Fædd
breyta- 1478 - Giuliano di Lorenzo de' Medici, ítalskur aðalsmaður og stjórnandi Flórens (d. 1516).
- 1613 - André Le Nôtre, franskur landslagsarkitekt og garðyrkjumaður (d. 1700).
- 1685 - George Berkeley, írskur heimspekingur (d. 1753).
- 1759 - Rasmus Nyerup, danskur sagnfræðingur (d. 1829).
- 1806 - Jane Pierce, fyrsta forsetafrú Bandaríkjanna.
- 1831 - Clement Studebaker, bandarískur bílasmiður (d. 1901).
- 1824 - Gustav Kirchhoff, þýskur eðlisfræðingur (d. 1887).
- 1831 - Clement Studebaker, bandarískur bílasmiður (f. 1888).
- 1863 - Gabriele D'Annunzio, ítalskur rithöfundur og stjórnmálamaður (d. 1938).
- 1881 - Mustafa Kemal Ataturk, fyrsti forseti Tyrklands (d. 1938).
- 1888 - Þórbergur Þórðarson, íslenskur rithöfundur (d. 1974).
- 1889 - Idris 1., konungur Líbyu (d. 1983).
- 1922 - Jack Kerouac, bandarískur rithöfundur (d. 1969).
- 1923 - Hjalmar Andersen, norskur skautahlaupari.
- 1926 - Ólafur K. Magnússon, íslenskur ljósmyndari (d. 1997).
- 1927 - Raul Alfonsin, forseti Argentínu (d. 2009).
- 1928 - Edward Albee, bandarískur leikritahöfundur.
- 1932 - Erna Hjaltalín, íslenskur flugmaður (d. 2021).
- 1933 - Jesús Gil, spænskur stjórnmálamaður og forseti Atlético Madrid (d. 2004).
- 1940 - Al Jarreau, bandarískur tónlistarmadur.
- 1942 - Ratko Mladic, fyrrum leiðtogi Serbíu.
- 1944 - Karólína Lárusdóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1945 - Sven Ole Fagernæs, sýslumaður á Svalbarða.
- 1946 - Liza Minnelli, bandarisk leik- og songkona.
- 1947 - Mitt Romney, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1948 - James Taylor, bandarískur söngvari.
- 1949 - Rob Cohen, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 1952 - Yasuhiko Okudera, japanskur knattspyrnumaður.
- 1953 - Madhav Kumar Nepal, forsætisráðherra Nepals.
- 1953 - Ron Jeremy, bandarískur klámmyndaleikari.
- 1956 - Steve Harris, bassaleikari Iron Maiden.
- 1957 - Marlon Jackson, bandarískur söngvari (The Jackson 5).
- 1962 - Jón Bjarni Guðmundsson, íslenskur leikari.
- 1967 - Jorge Dely Valdés, knattspyrnumaður frá Panama.
- 1968 - Ólafur Gottskálksson, knattspyrnumaður.
- 1969 - Graham Coxon, meðlimur hljómsveitarinnar Blur.
- 1970 - Marta Nordal, íslensk leikkona.
- 1974 - Kári Steinn Reynisson, knattspyrnumaður.
- 1975 - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
- 1977 - Dísella Lárusdóttir, íslensk óperusöngkona.
- 1979 - Pete Doherty, tónlistarmaður (The Libertines og Babyshambles).
- 1979 - Edwin Villafuerte, knattspyrnumaður frá Ekvador.
- 1982 - Yuto Sato, japanskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Hisato Sato, japanskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Bradley Wright-Philips, enskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Andri Júlíusson, knattspyrnumaður.
- 1986 - Danny Jones, breskur söngvari (McFly).
- 1997 - Ómar Ingi Magnússon, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1997 - Dean Henderson, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 417 - Innósentíus 1. páfi.
- 1316 - Konungurinn Stefán Dragútín af Serbíu.
- 1507 - Cesare Borgia, ítalskur hershöfðingi og stjórnmálamaður (f. 1475).
- 1539 - Thomas Boleyn, jarl af Wiltshire, enskur stjórnmálamaður og faðir Önnu Boleyn (f. 1477).
- 1608 - Kōriki Kiyonaga, japanskur herforingi (f. 1530).
- 1628 - John Bull, enskt tónskáld (f. um 1562).
- 1648 - Tirso de Molina, spænskt leikskáld (f. um 1571).
- 1699 - Peder Schumacher Griffenfeld, danskur stjórnmálamaður (f. 1635).
- 1823 - Stefán Þórarinsson, íslenskur lögmaður (f. 1754).
- 1925 - Sun Yat-sen, kínverskur læknir og stjórnmálaleiðtogi (f. 1866).
- 1943 - Gustav Vigeland, norskur höggmyndalistamaður (f. 1869).
- 1945 - Anna Frank, þýsk-fædd dagbókarskrifari (f. 1929).
- 1973 - Einar Sveinsson, íslenskur arkitekt (f. 1906).
- 1985 - Gústi Guðsmaður, íslenskur fiskimaður (f. 1897).
- 1991 - William Heinesen, færeyskur rithöfundur (f. 1900).
- 2015 - Terry Pratchett, enskur ævintýrarithöfundur (f. 1948).
- 2018 - Sverrir Hermannsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1930).