Stríð Ísraels og Hamas 2023–

Snemma morguns þann 7. október 2023, gerðu Hamas-samtökin og tengd samtök yfirgripsmikla árás gegn Ísrael. Á bilinu 2.500–5.000 eldflaugum var skotið á landið og um 1.000 vígamenn brutust gegnum landamæragirðingar á 27 mismunandi stöðum. Þeir þustu inn í landamæri Ísraels á pallbílum, mótorhjólum, gröfum og öðrum farartækjum og réðust á óbreytta borgara, hernaðar- og lögreglumannvirki.[1] Ástæða árásanna var skýrð sem „vegna vanhelgunar á Al-Aqsa-moskunni og dráp (á yfir 200) Palestínumönnum á Vesturbakkanum (á árinu 2023)“.[2] Vígamennirnir rændu um 200 manns og fóru með yfir á Gasa-ströndina. 8. október var orðið ljóst af yfir 600 Ísraelsmenn lágu í valnum og 2.000 höfðu særst.[2] Ísraelska leyniþjónustan var gagnrýnd fyrir að hafa ekki fengið upplýsingar um árásirnar.[3]

Stríð Ísraels og Hamas
Hluti af átökum Araba og Ísraelsmanna

  Svæði undir stjórn Palestínumanna
  Svæði undir stjórn Ísraelsmanna
  Herseta Ísraelsmanna á svæðinu
  Svæði rýmt af vígamönnum
  Árásarsvæði stríðsins
  Rýmingarsvæði Ísraelsmanna
Dagsetning7. október 2023
(11 mánuðir og 6 dagar)
Staðsetning
Stríðsaðilar
Fáni Ísraels Ísrael

Fáni Hamas Hamas
Íslamska Jihad hreyfingin í Palestínu (PIJ)
Frelsisbandalag Palestínu (PFLP)
Lýðræðislegt frelsisbandalag Palestínu (DFLP)
Bandalag Palestínskra mótstöðudeilda (PRC)
Aðalstjórn Frelsisbandalags Palestínu (PFLP-GC)
Ljónshreiðrið (Arin Al-Usud)
Aðrir hópar:

Hizbollah
Hútí-fylkingin
Jamaa Islamiya
Amal-hreyfingin
Leiðtogar
Fáni Ísraels Benjamín Netanjahú
Fáni Ísraels Yoav Gallant
Fáni Ísraels Herzi Halevi
Fáni Ísraels Yaron Finkelman
Fáni Hamas Yahya Sinwar
Fáni Hamas Ismail Haniyeh X
Fáni Hamas Mohammed Deif X
Fáni Hamas Marwan Issa X
Fáni Hamas Saleh al-Arouri X
Fjöldi hermanna
Fáni Ísraels 529.500 Fáni Palestínu 37.000
Mannfall og tjón
903 óbreyttir borgarar látnir
767 í herskyldu látnir
13.572+ særðir (frá og með 22. Jan 2024)
251 í haldi eða rænt
40.139+ látnir
6.000 - 20.000+ saknað
92.743+ særðir
9.312+ í haldi
1.900.000 á flótta

Ísrael brást við með loftárásum á Gasa og jafnaði við jörðu byggingar, þar á meðal turn sem hafði verið notaður fyrir útvarpsútsendingar og var sagður geyma skrifstofur Hamas. Yfir 300 létust í árásum fyrsta sólarhringinn. Lokað var fyrir vatn og rafmagn til Gasa á öðrum degi átakanna og loftárásum haldið áfram af hendi Ísraels.[4] Ísrael safnaði 300.000 manna herliði við landamæri Gasa[5] og sagði 1,1 milljón íbúa á norðurhluta svæðisins (Gaza-borg) að flýja suður.[6]

Átökin breiddust út á Vesturbakkann og við landamæri Ísraels og Líbanons þar sem eldflaugum var skotið. Mannfall var á báðum svæðum.[7]

Tímalína

breyta
  • Þann 17. október var spítali sprengdur í suðurhluta Gasa-borgar með þeim afleiðingum að um 500 manns létust. Ísraelsher neitaði sök og rakti sprenginguna til íslamskra vígasamtaka sem áttu að hafa sett af stað misheppnað skot.[8]
  • Í byrjun desember hafði Ísraelsher eyðilagt yfir 100.000 byggingar á Gasa. Herinn gerði loftárásir á suður-Gasa, Khan Yunis og Rafah og réðst síðar þar inn.[9]
  • Í apríl hafði Ísraelsher drepið nær 200 hjálparstarfsmenn sem dreifðu matvælum til flóttamanna. Árásirnar voru gagnrýndar harðlegar og sagðar sumar gerðar af ásettu ráði.[10]
  • Þann 22. júlí týndu tveir gíslar lífi í haldi Hamas-samtakanna í tilkynningu Ísraelsku réttindasamtakanna Hostages and Missing Families Forum.[11]
  • Þann 31. júlí lést Ismail Haniyeh, stjórnmálaleiðtogi Hamas-samtakanna, í loftárás í Tehran, höfuðborg Írans.[12]
  • Þann 10. ágúst hæfðu þrjú flugskeyti ísraelska hersins skólabyggingu í Al-Sahaba-hverfinu sem drápu á bilinu 90–100 óbreytta borgara, og 18 hið minnsta, að sögn yfirvalda á Gaza sem lýstu atvikinu sem hræðilegu fjöldamorði. Ísraelski herinn sagðist aftur á móti hafa fellt vígamenn Hamas-samtakanna sem földu í fólginni stjórnstöð samtakanna í skólanum.[13]

Tilvísanir

breyta
  1. How Hamas staged Israel lightning assault no-one thought possible BBC, sótt 9. okt. 2023
  2. 2,0 2,1 Jónsdóttir, Hallgerður Kolbrún E. (14. október 2023). „Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar - Vísir“. visir.is. Sótt 31. júlí 2024.
  3. Flókin og þaulskipulögð árás beint fyrir framan nefið á Ísraelsmönnum Rúv, sótt 9. okt. 2023
  4. Loka fyrir rafmagn og vatn til íbúa Gaza Rúv, sótt 9. okt. 2023
  5. Inn­rás virðist yfir­vofandi Vísir, sótt 11. okt. 2023
  6. 1,1 milljón íbúum á Gaza sagt að yfirgefa heimili sín Rúv, sótt 13. okt. 2023
  7. „Israel, Hezbollah exchange fire, raising regional tensions“. Al Jazeera (enska). Sótt 31. júlí 2024.
  8. BBC News - Panic and confusion at scene of Gaza hospital blast BBC, sótt 19/10 2023
  9. Nearly 100,000 Gaza buildings may be damaged, satellite images show BBC, sótt 4/12 2023
  10. World Central Kitchen founder says Israel targeted staff car by car BBC, sótt 4. apríl 2024
  11. Kristjánsson, Alexander (22. júlí 2024). „Tveir gíslar drepnir í haldi Hamas - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1. ágúst 2024.
  12. Karlsson, Ari Páll (31. júlí 2024). „Stjórnmálaleiðtogi Hamas drepinn - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1. ágúst 2024.
  13. Sigurðsson, Grétar Þór (10. ágúst 2024). „Að minnsta kosti 90 drepin í árás á skóla í Gaza-borg - RÚV.is“. RÚV. Sótt 10. ágúst 2024.