Stríð Ísraels og Hamas 2023–

Snemma morguns þann 7. október 2023, gerðu Hamas-samtökin og tengd samtök yfirgripsmikla árás gegn Ísrael. Á bilinu 2.500–5.000 eldflaugum var skotið á landið og um 1.000 vígamenn brutust gegnum landamæragirðingar á 27 mismunandi stöðum. Þeir þustu inn í landamæri Ísraels á pallbílum, mótorhjólum, gröfum og öðrum farartækjum og réðust á óbreytta borgara, hernaðar- og lögreglumannvirki.[1] Ástæða árásanna var skýrð sem „vegna vanhelgunar á Al-Aqsa-moskunni og dráp (á yfir 200) Palestínumönnum á Vesturbakkanum (á árinu 2023)“.[2] Vígamennirnir rændu um 200 manns og fóru með yfir á Gasa-ströndina. 8. október var orðið ljóst af yfir 600 Ísraelsmenn lágu í valnum og 2.000 höfðu særst.[2] Ísraelska leyniþjónustan var gagnrýnd fyrir að hafa ekki fengið upplýsingar um árásirnar.[3]

Stríð Ísraels og Hamas
Hluti af átökum Araba og Ísraelsmanna

  Svæði undir stjórn Palestínumanna
  Svæði undir stjórn Ísraelsmanna
  Herseta Ísraelsmanna á svæðinu
  Svæði rýmt af vígamönnum
  Árásarsvæði stríðsins
  Rýmingarsvæði Ísraelsmanna
Dagsetning7. október 2023
(1 ár, 6 mánuðir og 20 dagar)
Staðsetning
Stríðsaðilar
Fáni Ísraels Ísrael

Fáni Hamas Hamas
Íslamska Jihad hreyfingin í Palestínu (PIJ)
Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu (PFLP)
Lýðræðisfylkingin til frelsunar Palestínu (DFLP)
Nefndir almennrar mótstöðu í Palestínu (PRC)
Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu - Almenn stjórn (PFLP-GC)
Ljónshreiðrið (Arin Al-Usud)
Aðrir hópar:

Hizbollah
Hútí-fylkingin
Jamaa Islamiya
Amal-hreyfingin
Leiðtogar
Fáni Ísraels Benjamín Netanjahú
Fáni Ísraels Israel Katz
Fáni Ísraels Yoav Gallant
Fáni Hamas Khalil al-Hayya
Fáni Hamas Yahya Sinwar X
Fáni Hamas Ismail Haniyeh X
Fáni Hamas Mohammed Deif X
Fjöldi hermanna
Fáni Ísraels 529.500 Fáni Hamas 20.000 - 40.000+
Mannfall og tjón
995 óbreyttir borgarar látnir
993 öryggisliðar látnir
13.500+ særðir (frá og með 2. jan 2025)
251 í haldi eða rænt
65.305+ látnir
Óbein dauðsföll talin margfalt hærri
14.000+ týndir eða látnir
117.096+ særðir
16.300+ í haldi

Ísrael brást við með loftárásum á Gasa og jafnaði við jörðu byggingar, þar á meðal turn sem hafði verið notaður fyrir útvarpsútsendingar og var sagður geyma skrifstofur Hamas. Yfir 300 létust í árásum fyrsta sólarhringinn. Lokað var fyrir vatn og rafmagn til Gasa á öðrum degi átakanna og loftárásum haldið áfram af hendi Ísraels.[4] Ísrael safnaði 300.000 manna herliði við landamæri Gasa[5] og sagði 1,1 milljón íbúa á norðurhluta svæðisins (Gaza-borg) að flýja suður.[6]

Átökin breiddust út á Vesturbakkann og við landamæri Ísraels og Líbanons þar sem eldflaugum var skotið. Mannfall var á báðum svæðum.[7]

Stríðið

breyta

Upphafskafli (2023)

breyta

Snemma morguns þann 7. október 2023 hófu Hamas-samtökin stórfellda árás á Ísrael með þúsundum eldflauga og um 1.000 vígamönnum sem brutust í gegnum landamærin.[1] Þeir réðust á óbreytta borgara og hernaðarmannvirki og rændu um 200 manns.[1] Yfir 600 Ísraelsmenn létust og 2.000 særðust.[2] Ísrael brást við með loftárásum á Gasa, lokaði fyrir vatn og rafmagn og safnaði herliði við landamærin.[4] Átökin breiddust út á Vesturbakkann og til Líbanon.[7]

Þann 17. október var spítali sprengdur í suðurhluta Gasa-borgar með þeim afleiðingum að um 500 manns létust. Ísraelsher neitaði sök og rakti sprenginguna til íslamskra vígasamtaka sem áttu að hafa sett af stað misheppnað skot.[8] Í byrjun desember hafði Ísraelsher eyðilagt yfir 100.000 byggingar á Gasa. Herinn gerði loftárásir á suður-Gasa, Khan Yunis og Rafah og réðst síðar þar inn.[9]

Hernaðarátökin á árinu 2024 leiddu áfram af sér hörmulegar þjáningar. Í apríl hafði Ísraelsher drepið nær 200 hjálparstarfsmenn sem dreifðu matvælum til flóttamanna. Þessar árásir voru harðlega gagnrýndar og sumar sagðar gerðar af ásettu ráði, sem gaf tilefni til ásakana um vísvitaðar árásir á óbreytta borgara.[10]

Þann 22. júlí barst sú hörmulega fregn að tveir gíslar hefðu týnt lífi í haldi Hamas-samtakanna, eins og ísraelsku réttindasamtökin Hostages and Missing Families Forum greindu frá.[11]

Þann 31. júlí lést Ismail Haniyeh, stjórnmálaleiðtogi Hamas-samtakanna, í loftárás í Tehran, höfuðborg Írans.[12]

Ásakanir um þjóðarmorð

Þann 10. ágúst hæfðu þrjú flugskeyti ísraelska hersins skólabyggingu í Al-Sahaba-hverfinu. Samkvæmt yfirvöldum á Gaza létust á bilinu 90–100 óbreyttir borgarar í árásinni, og lýstu þau atvikinu sem hræðilegu fjöldamorði. Ísraelski herinn sagðist aftur á móti hafa fellt vígamenn Hamas-samtakanna sem földu sig í fólginni stjórnstöð í skólanum.[13] Átökunum lauk ekki þar, en 5. desember gaf Amnesty International út skýrslu um stríðið þar sem aðgerðum Ísraels var lýst sem þjóðarmorði. Ísrael og Bandaríkin vísuðu henni á bug.[14]

Í byrjun árs 2025 var leitast við að finna lausn á átökunum og þann 15. janúar var samið um vopnahlé milli Hamas-samtakanna og Ísraelsmanna.[15] Þessi von um frið var þó skammvinn því þann 18. mars rauf Ísrael vopnahléð og gerði loftárásir á Gasa þar sem um 600 manns létust.[16]

Árás á bílalest hjálparstarfsmanna í Rafah

breyta

Þann 23. mars réðust ísraelskar hersveitir á bílalest hjálparstarfsmanna í Rafah.[17] Í árásinni urðu að minnsta kosti 15 óvopnaðir hjálparstarfsmenn að bana, þar á meðal átta meðlimir Rauða hálfmánans, sex úr þjóðvarðliði Palestínu og einn starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.[18]

Bílalestin sem varð fyrir árásinni samanstóð af fimm sjúkrabílum, slökkviliðsbíl og bíl Sameinuðu þjóðanna.[19] Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmdu árásirnar og sögðu drápin svívirðileg.[20] Rauði hálfmáninn sakaði ísraelska herinn um að hafa vísvitandi drepið starfsmennina og benti á að ökutæki þeirra og starfsmenn hafi verið auðsjáanlega merkt Rauða hálfmánanum.[21]

Ísraelski herinn birti skýrslu þar sem því var haldið fram að hermenn hefðu skotið á ökutæki sem nálguðust þá „grunsamlega“ án þess að vera merkt.[22] Myndbandsupptaka sem fannst í farsíma eins viðbragðsaðilanna, sem var drepinn og fannst í fjöldagröf nærri árásarstaðnum, sýndi sjúkrabílana og slökkviliðsbílinn greinilega merktan með neyðarljósum á meðan ísraelskir hermenn réðust á þá með skothríð.[23] Krufning leiddi í ljós að bráðaliðarnir voru drepnir af ásettu ráði.[21]

Rauði hálfmáninn í Palestínu og Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa krafist óháðrar rannsóknar.[21]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 How Hamas staged Israel lightning assault no-one thought possible BBC, sótt 9. okt. 2023
  2. 2,0 2,1 2,2 Jónsdóttir, Hallgerður Kolbrún E. (14 október 2023). „Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar - Vísir“. visir.is. Sótt 31 júlí 2024.
  3. Flókin og þaulskipulögð árás beint fyrir framan nefið á Ísraelsmönnum Rúv, sótt 9. okt. 2023
  4. 4,0 4,1 Loka fyrir rafmagn og vatn til íbúa Gaza Rúv, sótt 9. okt. 2023
  5. Inn­rás virðist yfir­vofandi Vísir, sótt 11. okt. 2023
  6. 1,1 milljón íbúum á Gaza sagt að yfirgefa heimili sín Rúv, sótt 13. okt. 2023
  7. 7,0 7,1 „Israel, Hezbollah exchange fire, raising regional tensions“. Al Jazeera (enska). Sótt 31 júlí 2024.
  8. BBC News - Panic and confusion at scene of Gaza hospital blast BBC, sótt 19/10 2023
  9. Nearly 100,000 Gaza buildings may be damaged, satellite images show BBC, sótt 4/12 2023
  10. World Central Kitchen founder says Israel targeted staff car by car BBC, sótt 4. apríl 2024
  11. Kristjánsson, Alexander (22 júlí 2024). „Tveir gíslar drepnir í haldi Hamas - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1 ágúst 2024.
  12. Karlsson, Ari Páll (31 júlí 2024). „Stjórnmálaleiðtogi Hamas drepinn - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1 ágúst 2024.
  13. Sigurðsson, Grétar Þór (10 ágúst 2024). „Að minnsta kosti 90 drepin í árás á skóla í Gaza-borg - RÚV.is“. RÚV. Sótt 10 ágúst 2024.
  14. Bandaríkjastjórn segir ásakanir um þjóðarmorð Ísraela á Gaza þvætting Rúv, sótt 5. desember 2024
  15. Ómarsdóttir, Alma (16 janúar 2025). „Samningur um vopnahlé tekur gildi á sunnudag - RÚV.is“. RÚV. Sótt 25 apríl 2025.
  16. Diego, Hugrún Hannesdóttir (31. mars 2025). „Hátt í þúsund drepnir síðan vopnahlé á Gaza var rofið - RÚV.is“. RÚV. Sótt 25 apríl 2025.
  17. Ragnarsdóttir, Ólöf (31. mars 2025). „„Þeir voru við mannúðarstörf" - RÚV.is“. RÚV. Sótt 26 apríl 2025.
  18. Jóhannsson, Róbert (5 apríl 2025). „Myndband virðist koma upp um lygar Ísraelshers - RÚV.is“. RÚV. Sótt 26 apríl 2025.
  19. Sigurbjörnsdóttir, Silja Rún (20 apríl 2025). „Ís­raels­her játar „fag­leg mis­tök" í máli hjálpar­starfs­mannanna - Vísir“. visir.is. Sótt 26 apríl 2025.
  20. Valþórsson, Gunnar Reynir (31. mars 2025). „For­dæma á­rás á sjúkra­liða - Vísir“. visir.is. Sótt 26 apríl 2025.
  21. 21,0 21,1 21,2 Ragnarsdóttir, Ólöf (7 apríl 2025). „„Af hverju eyðilögðuð þið sjúkrabílana eftir að þið myrtuð þá?" - RÚV.is“. RÚV. Sótt 26 apríl 2025.
  22. Sigurbjörnsdóttir, Silja Rún (21 apríl 2025). „Skýrslan sé „full af lygum" - Vísir“. visir.is. Sótt 26 apríl 2025.
  23. Jóhannsson, Róbert (6 apríl 2025). „Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndbands - RÚV.is“. RÚV. Sótt 26 apríl 2025.