Garðar Cortes
íslenskur óperusöngvari (1940-2023)
Garðar Emanúel Cortes (f. 24. september 1940, d. 14. maí 2023) var íslenskur óperusöngvari. Hann var óperustjóri við Íslensku óperuna um árabil og stofnaði Söngskólann í Reykjavík 1973 og var þar skólastjóri.
Sonur hans, Garðar Thor Cortes, er einnig óperusöngvari og auk þess leikari.