8. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
8. september er 251. dagur ársins (252. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 114 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1208 - Víðinesbardagi milli liðs Ásbirninga og Svínfellinga og liðs Guðmundar Arasonar Hólabiskups átti sér stað.
- 1221 - Borgin Damietta í Egyptalandi féll í hendur krossfara í Fimmtu krossferðinni.
- 1331 - Stefan Uroš 4. Dušan krýndi sjálfan sig konung Serbíu í Skopje.
- 1380 - Stórfurstinn af Moskvu vann sigur á her tatara í orrustunni við Kulikovo.
- 1429 - Jóhanna af Örk leiddi misheppnað áhlaup á París og særðist.
- 1514 - Stórorrustan við Orsa í (Hvítarússlandi): Sameiginlegur her frá Litháen og Póllandi sigraði Rússa.
- 1529 - Her Tyrkjasoldáns náði borginni Buda í Ungverjalandi á sitt vald að nýju.
- 1565 - Mölturiddurum tókst að aflétta umsátri Tyrkja um Möltu sem hófst 18. maí.
- 1610 - Gabríel Báthory sigraði Radu 10. Șerban, fursta af Vallakíu, og hrakti hann í útlegð.
- 1636 - Elsti háskóli Bandaríkjanna, New College, síðar þekktur sem Harvard-háskóli, var stofnaður.
- 1655 - Karl 10. Gústaf lagði Varsjá undir sig.
- 1761 - Georg 3. Bretakonungur gekk að eiga Karlottu af Mecklenburg-Strelitz.
- 1891 - Brú yfir Ölfusá var vígð að viðstöddu miklu fjölmenni. Þetta var fyrsta hengibrú á Íslandi. Þessi brú var í notkun þar til annar burðarstrengur hennar slitnaði 6. september 1944.
- 1908 - Peter Adler Alberti Íslandsráðherra játar á sig fjársvik og skjalafals.
- 1921 - Goðafoss, annað skip Eimskipafélags Íslands með þessu nafni, kom til Íslands í fyrsta sinn. Fyrsti Goðafoss strandaði 30. nóvember 1916. Þýskur kafbátur sökkti Goðafossi öðrum þann 10. nóvember 1944 og fórust þá 24 manns.
- 1931 - Staðfest voru lög um notkun bifreiða á Íslandi. Hámarkshraði var hækkaður úr 18 í 25 kílómetra á klukkustund í þéttbýli og 40 km/klst utan þéttbýlis.
- 1931 - Tóbakseinkasölu ríkisins var aftur komið á á Íslandi.
- 1933 - Stjórnmálaflokkurinn Fine Gael var stofnaður á Írlandi.
- 1939 - Síðari heimsstyrjöldin: Þýski herinn náði til Varsjár í Póllandi.
- 1940 - Kirkja Grundtvigs í Kaupmannahöfn var vígð.
- 1943 - Síðari heimsstyrjöldin: Tilkynnt var um vopnahlé milli bandamanna og Ítalíu.
- 1954 - Suðaustur-Asíubandalagið var stofnað með undirritun sáttmála í Manila á Filippseyjum.
- 1965 - Dwarka-aðgerðin: Pakistanski sjóherinn lagði indversku höfnina í Dwarka í rúst.
- 1966 - Fyrsti þáttur Star Trek var sendur út á NBC í Bandaríkjunum.
- 1971 - Sviðslistamiðstöð John F. Kennedy var vígð í Washington-borg.
- 1973 - Rússnesk njósnatæki fundust í Kleifarvatni.
- 1973 - Siglingakeppnin Whitbread Round the World Race var sett í fyrsta skipti í Portsmouth í Bretlandi.
- 1974 - Trans World Airlines flug númer 841 hrapaði í Jónahaf þegar sprengja sprakk í farangursrými. 88 fórust.
- 1975 - Dagblaðið, frjálst og óháð dagblað, hóf göngu sína.
- 1977 - Þriðja hrina Kröfluelda hófst og gaus norðan við Leirhnjúk. Þetta gos stóð aðeins til næsta dags.
- 1978 - Íransher hóf skothríð á mótmælendur í Teheran með þeim afleiðingum að 122 létust.
- 1979 - Tvö hundruð ár voru liðin frá andláti Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknis á Íslandi, og var þess minnst með minnisvarða, sem afhjúpaður var við Nesstofu á Seltjarnarnesi, en þar bjó Bjarni.
- 1986 - Bandaríski spjallþátturinn The Oprah Winfrey Show hóf göngu sína.
- 1987 - Fimmtíu króna mynt með mynd af bogakrabba var sett í umferð á Íslandi.
- 1987 - Þingkosningar fóru fram í Danmörku.
- 1989 - Fjórir fatlaðir menn komu til Reykjavíkur á hjólastólum eftir 5 daga ferð frá Akureyri til þess að kynna Sjálfsbjörgu.
- 1991 - Lýðveldið Makedónía varð sjálfstætt ríki.
- 1993 - PLO viðurkenndi Ísrael.
- 1995 - Króatíuher hóf Mistralaðgerðina í vesturhluta Bosníu og Hersegóvínu.
- 2000 - Þúsaldarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk.
- 2007 - Bílsprengja varð yfir 50 manns að bana í Dellys í Alsír.
- 2008 - Skriðan í Shanxi 2008: 277 fórust þegar landfylling frá námu skreið fram í Shanxi-héraði í Kína.
- 2014 - Breska konungsfjölskyldan tilkynnti að Vilhjálmur Bretaprins og Katrín, hertogaynja af Cambridge, ættu von á sínu öðru barni.
- 2016 - OSIRIS-REx, fyrstu geimflaug NASA sem átti að sækja sýni úr loftsteini og snúa aftur, var skotið á loft.
- 2022 – Elísabet 2. Bretadrottning lést eftir rúm sjötíu ár á valdastóli og Karl prins tók við bresku krúnunni undir nafninu Karl 3. Bretakonungur.
- 2023 - Um 3.000 létust í jarðskjálfta sem varð í Atlasfjöllum í Marokkó, 72 km suðvestur af borginni Marrakesh.
Fædd
breyta- 801 - Ansgar, trúboði og erkibiskup í Brimum (d. 865).
- 829 - Ali al-Hadi, sjía ímam.
- 1157 - Ríkharður ljónshjarta, konungur Englands og hertogi af Akvitaníu, Poitiers og Normandí. (d. 1199).
- 1207 - Sancho 2. Portúgalskonungur.
- 1474 - Ludovico Ariosto, ítalskt skáld (d. 1533).
- 1588 - Marin Mersenne, franskur munkur, stærðfræðingur og heimspekingur (d. 1648).
- 1641 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir, biskupsdóttir (d. 1663).
- 1783 - Nikolai Frederik Severin Grundtvig, danskur rithöfundur, heimspekingur og prestur (d. 1872).
- 1828 - Sigurður Vigfússon, íslenskur fornfræðingur (d. 1892).
- 1830 - Frédéric Mistral, franskur Nóbelsverðlaunahafi sem orti á oksítönsku (d. 1914).
- 1841 - Antonín Dvořák, tékkneskt tónskáld (d. 1904).
- 1857 - Georg Michaelis, kanslari Þýskalands (d. 1936).
- 1925 - Jónas Svafár, íslenskt skáld (d. 2004).
- 1934 - Alan Dundes, bandarískur þjóðfræðingur (d. 2005).
- 1941 - Bernie Sanders, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1944 - Ólafur Ragnarsson, íslenskur ritstjóri (d. 2008).
- 1947 - Halldór Ásgrímsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1955 - Julian Richings, enskur leikari.
- 1958 - Margrét Sverrisdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1958 - Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari og alþingismaður.
- 1966 - Carola Häggkvist, sænsk söngkona.
- 1972 - Markus Babbel, þýskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Haukur Ingi Guðnason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Pink, bandarísk söngkona.
- 1980 - Kristian Kjelling, norskur handknattleiksmaður.
- 1981 - Morten Gamst Pedersen, norskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Teruyuki Moniwa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Daiki Takamatsu, japanskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Gylfi Þór Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Avicii, sænskur plötusnúður (d. 2018).
- 1994 - Bruno Fernandes, portúgalskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 701 - Sergíus 1. páfi.
- 1100 - Klemens 3. mótpáfi.
- 1536 - Skipper Klement, danskur uppreisnarleiðtogi.
- 1613 - Carlo Gesualdo, ítalskt tónskáld (f. 1566).
- 1637 - Robert Fludd, enskur dulspekingur (f. 1574).
- 1645 - Francisco de Quevedo, spænskur rithöfundur (f. 1580).
- 1705 - Jón Bjarnason, prestur á Staðarbakka.
- 1779 - Bjarni Pálsson, íslenskur landlæknir (f. 1719).
- 1933 - Feisal 1. Írakskonungur (f. 1885).
- 1945 - Jóhann Magnús Bjarnason, íslensk-kanadískur rithöfundur (f. 1866).
- 1947 - Victor Horta, belgískur arkitekt.
- 1949 - Richard Strauss, þýskt tónskáld (f. 1864).
- 1999 - Lagumot Harris, nárúskur stjórnmálamaður (f. 1938).
- 2003 - Leni Riefenstahl, þýskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1902).
- 2016 - Prince Buster, jamaískur tónlistarmaður (f. 1938).
- 2022 - Elísabet 2. Bretadrottning (f. 1926)