21. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
21. apríl er 111. dagur ársins (112. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska dagatalinu. 254 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 753 f.Kr. - Stofnun Rómar: Rómúlus og Remus stofnuðu Rómarborg samkvæmt fornri arfsögn.
- 1509 - Hinrik 8. varð Englandskonungur.
- 1510 - Lýbikumenn sögðu Dönum stríð á hendur. Nokkru síðar gengu Svíar í lið með Lýbikumönnum.
- 1526 - Fyrsta orrustan við Panipat: Babúr vann sigur á Lodiveldinu á Indlandi. Stofnun Mógúlveldisins miðast við þennan atburð.
- 1607 - Páll 5. páfi samdi um frið við Feneyska lýðveldið fyrir milligöngu Hinriks 4. Frakkakonungs.
- 1648 - Snjór var í mitti á sléttlendi á Suðvesturlandi, segir í Setbergsannál.
- 1733 - Kristján 6. Danakonungur lagði hornstein að Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn.
- 1736 - Erich Lassen fann minna gullhornið í Danmörku.
- 1800 - Sex bátar fórust úr Staðarsveit og Bjarneyjum og með þeim 37 manns í miklu norðanveðri.
- 1898 - Stríð Spánar og Bandaríkjanna braust út.
- 1908 - Frederick Cook komst á norðurpólinn að eigin sögn, ári á undan Robert Peary.
- 1908 - Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað í Reykjavík.
- 1946 - Sósíalíski einingarflokkurinn var stofnaður í Austur-Þýskalandi.
- 1962 - Sýning 21. aldarinnar opnuð í Seattle.
- 1965 - Nafnskírteini voru gefin út til allra Íslendinga, 12 ára og eldri. Um leið voru tekin upp svonefnd nafnnúmer.
- 1967 - Herforingjastjórn undir forystu Georgíos Papaðopúlos framdi valdarán í Grikklandi.
- 1970 - Furstadæmið Hutt River lýsti yfir sjálfstæði frá Ástralíu.
- 1971 - Handritamálið: Fyrstu handritin komu heim frá Danmörku og voru það Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða.
- 1982 - Falklandseyjastríðið: Bretar hófu aðgerðir til að endurheimta Suður-Georgíu frá Argentínu með því að senda þangað sérsveitarmenn.
- 1989 - Um 100 þúsund kínverskir mótmælendur söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Beijing í Kína.
- 1992 - Ránið í Bilka: Í Danmörku komst ræningi undan með 7,5 milljónir danskra króna eftir að hafa látið til skarar skríða gegn peningaflutningabíl Danske Bank við Bilka í Árósum.
- 1993 - Hæstiréttur í La Paz dæmdi Luis Garcia Meza, fyrrum einræðisherra Bólivíu, í 30 ára fangelsi fyrir morð, þjófnað, svik og stjórnarskrárbrot.
- 1996 - Ólífubandalagið undir forystu Romano Prodi sigraði í þingkosningum á Ítalíu.
- 1997 - Fyrsta geimgreftrunin á vegum einkaaðila fór fram þegar jarðneskar leifar 24 manna voru sendar út í geim með Pegasusflaug.
- 2007 - Umaru Musa Yar'Adua var kjörinn forseti Nígeríu eftir kosningar sem þóttu einkennast af svindli.
- 2009 - Vísindamenn frá Stjörnuskoðunarstöðinni í Genf tilkynntu uppgötvun plánetunnar Gliese 581 e.
- 2009 - Gagnasafnið World Digital Library var opnað af UNESCO.
- 2010 - Íslenski handritavefurinn Handrit.is var opnaður.
- 2019 - Um 290 manns létust í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Srí Lanka.
- 2019 - Volodimír Selenskij var kjörinn forseti Úkraínu í seinni umferð forsetakosninga landsins.
Fædd
breyta- 1073 - Alexander 2. páfi.
- 1652 - Michel Rolle, franskur stærðfræðingur (d. 1719).
- 1671 - John Law, skoskur hagfræðingur (d. 1729).
- 1815 - Louise Rasmussen (Danner greifynja), þriðja kona Friðriks 7. Danakonungs (d. 1874).
- 1816 - Charlotte Brontë, enskur skáldsagnahöfundur og ljóðskáld (d. 1855).
- 1837 - Fredrik Bajer, danskur rithöfundur (d. 1922).
- 1864 - Max Weber, þýskur hagfræðingur (d. 1920).
- 1889 - Paul Karrer, svissneskur efnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1971).
- 1903 - Hans Hedtoft, danskur stjórnmálamaður (d. 1955).
- 1922 - Alistair MacLean, skoskur rithöfundur (d. 1987).
- 1926 - Elísabet 2. Bretlandsdrottning (d. 2022).
- 1930 - Dieter Roth, þýskur myndlistarmaður (d. 1998).
- 1934 - Masao Uchino, japanskur knattspyrnumaður.
- 1934 - Kenzo Ohashi, japanskur knattspyrnumaður (d. 2015).
- 1936 - James Dobson, bandarískur sálfræðingur.
- 1937 - Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsti kvenprestur Íslands.
- 1942 - Steingrímur Njálsson, íslenskur barnaníðingur (d. 2013).
- 1947 - Iggy Pop, bandarískur söngvari.
- 1955 - Toninho Cerezo, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1956 - Jóhann Sigurðarson, íslenskur leikari.
- 1958 - Andie MacDowell, bandarisk leikkona.
- 1972 - José-Luis Munuera, spænskur teiknari.
- 1973 - Yoshiharu Ueno, japanskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Yngvi Gunnlaugsson, íslenskur körfuknattleiksþjálfari.
- 1979 - James McAvoy, skoskur leikari.
- 2007 - Ísabella Danaprinsessa.
Dáin
breyta- 1142 - Pierre Abélard, franskur rithöfundur og heimspekingur (f. 1079).
- 1509 - Hinrik 7., konungur Englands (f. 1457).
- 1574 - Kosímó 1. stórhertogi af Toskana (f. 1519).
- 1644 - Torsten Stålhandske, finnskur herforingi (f. 1593).
- 1699 - Jean Racine, franskt leikskáld (f. 1639).
- 1729 - John Law, skoskur hagfræðingur (f. 1671).
- 1910 - Mark Twain, bandarískur rithöfundur (f. 1835).
- 1918 - Manfred von Richthofen, þýskur flugkappi (f. 1892).
- 1919 - Þóra Melsteð, stofnandi Kvennaskólans í Reykjavík (f. 1823).
- 1946 - John Maynard Keynes, enskur hagfræðingur (f. 1883).
- 1971 - François Duvalier, einræðisherra á Haítí (f. 1907).
- 1989 - Jón Gunnar Árnason, íslenskur myndhöggvari (f. 1931).
- 1989 - Uichiro Hatta, japanskur knattspyrnumaður (f. 1903).
- 2003 - Nina Simone, bandarísk djasssöngkona (f. 1933).
- 2016 - Prince, bandarískur tónlistarmaður (f. 1958).
- 2018 - Verne Troyer, bandarískur leikari (f. 1969).