Anna Kolbrún Árnadóttir
Anna Kolbrún Árnadóttir (f. 16. apríl 1970 á Akureyri, d. 9. maí 2023 á Aukureyri) var þingkona Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi frá 2017 til 2021. Áður hafði hún starfað sem sjúkraliði og sem fagstjóri sérkennslu.
Anna Kolbrún Árnadóttir | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||
| |||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||
Fædd | 16. apríl 1970 Akureyri | ||||||||
Látin | 9. maí 2023 (53 ára) | ||||||||
Stjórnmálaflokkur | Miðflokkurinn | ||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Anna var einn þingmannanna sem sat á Klausturbarnum þegar upptaka náðist af óhefluðu máli þingmanna árið 2018. Einnig árið 2018 vakti Anna umtal þegar hún titlaði sig sem þroskaþjálfi í æviágripi sínu á síðu Alþingis án þess að hafa útskrifast sem þroskaþjálfi.[1]
Anna bauð sig aftur fram í alþingiskosningum 2021 en náði ekki kjöri. Hún var því varaþingmaður frá 2021 til 2023 fyrir Miðflokkinn.
Einkalíf
breytaAnna greindist með krabbamein árið 2011. Anna var gift og átti eitt barn og þrjú stjúpbörn.[2]
Anna lést á sjúkrahúsinu á Akureyri morguninn 9. maí 2023.
Tilvísanir
breyta- ↑ Anna Kolbrún þóttist vera þroskaþjálfi og hefur verið tilkynnt til landlæknis Stundin, skoðað 8. mars 2019
- ↑ Guðnason, Kristinn Haukur (5. október 2023). „Anna Kolbrún Árnadóttir er látin - Vísir“. visir.is. Sótt 10. maí 2023.