1. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
1. nóvember er 305. dagur ársins (306. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 60 dagar eru eftir af árinu. Dagurinn nefnist Allraheilagramessa og í Mexíkó kallast hann Dagur hinna dauðu.
Atburðir
breyta- 1179 - Filippus Ágúst, krónprins Frakka, var krýndur meðkonungur föður síns, Loðvíks 7.
- 1250 - Abel Valdimarsson var krýndur konungur Danmerkur.
- 1285 - Alexander 3. Skotakonungur giftist Jólöndu af Dreux.
- 1346 - Þýsku riddararnir keyptu hertogadæmið Eistland af Valdimar atterdag Danakonungi.
- 1399 - Jóhann 6. varð hertogi af Bretagne.
- 1503 - Giuliano della Rovere varð Júlíus 2. páfi.
- 1512 - Sixtínska kapellan, skreytt af Michelangelo Buonarroti, var opnuð almenningi í fyrsta skipti.
- 1520 - Kristján 2. var kjörinn konungur Svíþjóðar.
- 1604 - Leikrit William Shakespeare, Óþelló, var sýnt í fyrsta skipti í Whitehall-höll í London.
- 1611 - Leikrit Shakespeares, Ofviðrið, var sýnt í fyrsta skipti í Whitehall-höll í London.
- 1710 - Er hringt var til messu á Hólum rifnaði kirkjuklukkan „af engri orsök, svo menn vissu“, segir Mælifellsannáll.
- 1755 - Jarðskjálftinn í Lissabon: Mikill jarðskjálfti og flóðbylgja í kjölfar hans lögðu borgina Lissabon í Portúgal í rúst.
- 1845 - Samfelldar veðurathuganir hófust í Stykkishólmi og var Árni Thorlacius upphafsmaður þeirra. Þar er elsta veðurathugunarstöðin á Íslandi.
- 1870 - Aðrir Ólympíuleikar Zappas voru settir í Aþenu.
- 1894 - Nikulás 2. tók við keisaradómi í Rússlandi.
- 1897 - Knattspyrnufélagið Juventus FC var stofnað á Ítalíu.
- 1947 - Síld fannst í Hvalfirði og hófust veiðar. Á fjórum mánuðum veiddist síld í magni, sem á sér enga hliðstæðu hér við land að vetrarlagi.
- 1961 - Vilhjálmur Einarsson íþróttakappi stökk 175 cm í hástökki án atrennu innanhúss og var það einum cm hærra en gildandi skráð heimsmet.
- 1967 - Almannagjá var friðuð fyrir bílaumferð og lengdist þá leiðin frá Reykjavík til Þingvalla um 4 km.
- 1970 - 142 létust þegar diskótek brann í Saint-Laurent-du-Pont í Frakklandi.
- 1974 - Fjölmennasti miðilsfundur á Íslandi var haldinn á Hótel Loftleiðum og var sóttur af um 200 manns.
- 1977 - Íslenska óperan var stofnuð.
- 1980 - Skúli Óskarsson lyfti 315,5 kg í réttstöðulyftu í 72 kg flokki og bætti með því heimsmetið um 0,5 kg.
- 1981 - Antígva og Barbúda fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1986 - Sandozslysið: Mörg tonn af mengandi efnum runnu út í Rínarfljót í Sviss svo að áin litaðist rauð.
- 1988 - Fyrsta fjórburafæðing á Íslandi þar sem öll börnin lifðu átti sér stað, allt stúlkur.
- 1989 - Landamærin milli Austur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu voru opnuð á ný.
- 1990 - Mary Robinson var kjörin forseti Írlands.
- 1991 - Kvikmyndin Hvíti víkingurinn eftir Hrafn Gunnlaugsson var frumsýnd.
- 1991 - Bandaríska spennumyndin Ár byssunnar var frumsýnd.
- 1993 - Maastrichtsáttmálinn tók gildi. Þar með varð Evrópusambandið formlega til.
- 1994 - Geimfarinu Wind var skotið á loft. Það átti að fylgjast með sólvindum.
- 1994 - Pietro Pacciani var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir sjö af átta morðum sem kennd voru við skrímslið í Flórens.
- 1995 - NASA missti samband við geimkönnunarfarið Pioneer 11.
- 1995 - Samningaviðræður stríðandi fylkinga í borgarastyrjöldinni í Júgóslavíu hófust í Dayton, Ohio.
- 1996 - Fréttastöðin Al Jazeera hóf göngu sína í Doha í Katar.
- 1997 - Fjármálakreppan í Asíu: Heimsbankinn og Þróunarbanki Asíu samþykktu neyðaráætlun til bjargar efnahag Indónesíu.
- 1998 - Mika Häkkinen varð heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1-kappakstri.
- 2000 - Serbía og Svartfjallaland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 2004 - Eldgos hófst í Grímsvötnum um kl. 10 að kvöldi.
- 2006 - Mikill stormur með snjókomu og slyddu reið yfir í Eystrasalti. Stórabeltisbrúin var lokuð fyrir umferð í marga klukkutíma og sænska flutningaskipið MS Finnbirch fórst.
- 2007 - Meredith Kercher var myrt í Perugia á Ítalíu. Bandarísk sambýliskona hennar, Amanda Knox, og unnusti hennar, Raffaele Sollecito, voru handtekin í kjölfarið.
- 2009 - Sala tiltekinna ólyfseðilsskyldra lyfja varð heimil í almennum verslunum í Svíþjóð.
- 2009 - Norska olíufyrirtækið StatoilHydro breytti nafni sínu aftur í Statoil.
- 2009 - Hamborgarastaðurinn Metro var opnaður á Íslandi.
- 2010 - 58 létust þegar lögregla réðist inn í kirkju í Bagdad þar sem yfir 100 manns var haldið í gíslingu.
- 2020 - Maia Sandu var kjörin forseti Moldóvu fyrst kvenna.
- 2021 - Skráð andlát vegna COVID-19 náðu 5 milljónum á heimsvísu.
Fædd
breyta- 1351 - Leópold 3. Austurríkishertogi (d. 1386).
- 1500 - Benvenuto Cellini, ítalskur gullsmiður og myndhöggvari (d. 1571).
- 1526 - Katrín Jagiellonka Svíadrottning, kona Jóhanns 3. Svíakonungs (d. 1583).
- 1738 - Björn Jónsson, lyfsali í Nesi (d. 1798).
- 1762 - Spencer Perceval, breskur stjórnmálamaður (d. 1812).
- 1778 - Gústaf 4. Adolf Svíakonungur (d. 1837).
- 1782 - F. J. Robinson, vísigreifi af Goderich, breskur stjórnmálamaður (d. 1859).
- 1871 - Stephen Crane, bandarískur rithöfundur (d. 1900).
- 1878 - Carlos Saavedra Lamas, argentínskur fræðimaður, stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1959).
- 1880 - Alfred Wegener, þýskur jarð-, veður- og heimskautafræðingur (d. 1930).
- 1889 - Philip Noel-Baker, breskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1982).
- 1922 - Jón Sigurbjörnsson, íslenskur leikari og söngvari (d. 2021).
- 1924 - Basil Bernstein, breskur félagsfræðingur (d. 2000).
- 1935 - Gary Player, sudurafrískur kylfingur.
- 1942 - Marcia Wallace, bandarísk leikkona (d. 2013).
- 1944 - Rafik Hariri, líbanskur stjórnmálamaður (d. 2005).
- 1945 - Guðrún Þorgerður Larsen, íslenskur jarðfræðingur.
- 1962 - Sigurþór Albert Heimisson, íslenskur leikari.
- 1962 - Magne Furuholmen, norskur tónlistarmadur.
- 1962 - Anthony Kiedis, bandariskur songvari.
- 1963 - Mark Hughes, velskur knattspyrnumaður og -stjóri.
- 1963 - Logi Gunnarsson, íslenskur heimspekingur.
- 1965 - Hrafn Jökulsson, íslenskur ritstjóri (d. 2022).
- 1970 - Igor Cvitanović, króatískur knattspyrnumaður.
- 1972 - Toni Collette, áströlsk leikkona.
- 1976 - Chad Lindberg, bandarískur leikari.
- 1986 - Penn Badgley, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 1197 - Jón Loftsson goðorðsmaður í Odda á Rangárvöllum.
- 1399 - Jóhann 5. hertogi af Bretagne (f. 1339).
- 1456 - Edmund Tudor, jarl af Richmond, faðir Hinriks 7. Englandskonungs.
- 1700 - Karl 2. Spánarkonungur (f. 1661).
- 1893 - Jan Matejko, pólskur listmálari (f. 1838).
- 1894 - Alexander 3. Rússakeisari (f. 1845).
- 1903 - Theodor Mommsen, þýskur fornfræðingur (f. 1817).
- 1930 - Mary Harris eða „Mother Jones“, írskur verkalýðsforingi (f. 1837).
- 1943 - Tryggvi Magnússon íþróttamaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1896).
- 1956 - Pietro Badoglio, forsætisráðherra Ítalíu (f. 1871).
- 1991 - Ásta Laufey Jóhannesdóttir, íslensk sundkona (f. 1906).
- 1993 - Severo Ochoa, spænskur og bandarískur lífefnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1905).
- 2003 - Daishiro Yoshimura, japanskur knattspyrnumaður (f. 1947).
- 2006 - William Styron, bandarískur rithöfundur (f. 1925).
- 2015 - Fred Thompson, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1942).
- 2015 - Árni Steinar Jóhannsson, íslenskur garðyrkjufræðingur og stjórnmálamaður (f. 1953).
Hátíðisdagar
breyta- World Vegan Day
- Allraheilagramessa
- Þjóðhátíðardagur Alsír