30. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
30. janúar er 30. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 335 dagar (336 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 330 f.Kr. - Alexander mikli hélt inn í Persepólis.
- 1465 - Samið var um frið milli biskupanna og Karls Knútssonar og hann sagði af sér sem ríkisstjóri Svíþjóðar. Ketill Karlsson tók við en dó sama ár.
- 1592 - Ippolito Brandini varð Klemens 8. páfi.
- 1595 - Leikrit Shakespeares, Rómeó og Júlía, var flutt í fyrsta skipti.
- 1648 - Sjálfstæði Hollands var viðurkennt með friðarsamningum í Münster sem bundu enda á Áttatíu ára stríðið.
- 1649 - Enska borgarastyrjöldin: Karl 1. Englandskonungur var hálshöggvinn.
- 1649 - Karl Stúart, sonur Karls 1. í útlegð í Haag, lýsti sjálfan sig Englandskonung.
- 1661 - Lík Olivers Cromwells, Johns Bradshaw og Henrys Ireton voru grafin upp og hálshöggvin.
- 1790 - Fyrsti björgunarbáturinn var prófaður á Tyne-ánni í Englandi.
- 1893 - Stefanía Guðmundsdóttir steig fyrst á svið í smáleikritunum Á þriðja sal og Betzy.
- 1933 - Adolf Hitler var settur í embætti kanslara Þýskalands.
- 1938 - Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.
- 1945 - Mannskæðasta skipstap sögunnar varð þegar sovéskur kafbátur sökkti þýska skipinu Wilhelm Gustloff þar sem 9.343 fórust.
- 1959 - Danska skipið MS Hans Hedtoft fórst í jómfrúarferð sinni til Grænlands.
- 1968 - Víetnamstríðið: Fyrsta orrustan um Sægon hófst.
- 1969 - Bítlarnir spiluðu í síðasta sinn opinberlega.
- 1971 - Frost mældist 19,7° í Reykjavík sem var það kaldasta síðan 1918.
- 1972 - Blóðugi sunnudagurinn 1972 þegar 26 mótmælendur og áhorfendur voru skotnir af breska hernum í Derry á Norður-Írlandi.
- 1972 - Pakistan sagði sig úr Breska samveldinu.
- 1974 - G. Gordon Liddy var dæmdur sekur í Watergate-málinu.
- 1975 - Fyrsta frímerkið kom út í Færeyjum.
- 1982 - Fyrsti tölvuvírusinn, Elk Cloner, var uppgötvaður.
- 1988 - Listasafn Íslands var opnað í gamla íshúsinu við Tjörnina í Reykjavík.
- 1992 - Stórréttarhöldin í Palermó: Áfrýjunardómstóll í Róm staðfesti dóma yfir 360 af 474 ákærðum í samtals 2.665 ára fangelsisvist.
- 2000 - 169 fórust þegar Kenya Airways flug 431 hrapaði í Atlantshafið.
- 2002 - George W. Bush kallaði Íran, Írak og Norður-Kóreu „öxulveldi hins illa“ í ræðu um stöðu ríkisins.
- 2003 - Belgía lögleiddi giftingar samkynhneigðra.
- 2005 - Fyrstu frjálsu þingkosningarnar frá 1958 voru haldnar í Írak.
- 2006 - Snjór féll í Lissabon í fyrsta skipti í 52 ár.
- 2006 - Íslenska stuttmyndin Síðasti bærinn var tilnefnd til Óskarsverðlauna.
- 2007 - Windows Vista-stýrikerfið frá Microsoft kom út.
- 2008 - Yfir 100 fórust þegar ferja sökk á Tanganjikavatni.
- 2010 - Kona lést og 7 ára drengur slasaðist er þau féllu í sprungu á Langjökli.
- 2011 - Kraftlyftingafélag Garðabæjar - Heiðrún var stofnað.
- 2017 - Marokkó gerðist aðili að Afríkusambandinu.
- 2020 – Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs kórónaveirunnar 2019-nCoV frá Wuhan í Kína.
- 2022 - Sósíalistaflokkurinn í Portúgal undir forystu António Costa vann óvænt meirihluta þingsæta í þingkosningum.
Fædd
breyta- 1661 - Charles Rollin, franskur sagnfræðingur (d. 1741).
- 1779 - Lauritz Knudsen, danskur kaupmaður (d. 1828).
- 1841 - Félix Faure, franskur stjórnmálamaður (d. 1899).
- 1846 - Francis Herbert Bradley, breskur heimspekingur (d. 1924).
- 1874 - Björg Caritas Þorláksson, íslenskur lífeðlisfræðingur (d. 1934).
- 1877 - Sigfús Einarsson, íslenskt tónskáld (d. 1939).
- 1882 - Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna (d. 1945).
- 1894 - Boris 3. Búlgaríukonungur (d. 1943).
- 1899 - Björn Bjarnason, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1984).
- 1908 - Þórleifur Bjarnason, íslenskur rithöfundur (d. 1981).
- 1915 - Ármann Kr. Einarsson, íslenskur rithöfundur (d. 1999).
- 1927 - Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar (d. 1986).
- 1930 - Gene Hackman, bandarískur leikari.
- 1936 - Koji Sasaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1937 - Boris Spasskíj, rússneskur skákmaður.
- 1938 - Islam Karimov, forseti Úsbekistans (d. 2016).
- 1940 - Steina Vasulka, íslensk myndlistarkona.
- 1941 - Dick Cheney, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna.
- 1951 - Phil Collins, enskur tónlistarmaður.
- 1961 - Liu Gang, kínverskur stærðfræðingur.
- 1962 - Abdúlla 2. Jórdaníukonungur.
- 1968 - Filippus 6. Spánarkonungur.
- 1970 - Louise Lombard, bresk leikkona.
- 1972 - Jennifer Hale, bandarísk leikkona.
- 1974 - Christian Bale, velskur leikari.
- 1981 - Dimitar Berbatov, búlgarskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Peter Crouch, enskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Nádson Rodrigues de Souza, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1982 - Daiki Iwamasa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1987 - Phil Lester, breskur vídeóbloggari.
Dáin
breyta- 1629 - Carlo Maderno, svissneskur arkitekt (f. 1556).
- 1649 - Karl 1. Englandskonungur (f. 1600).
- 1730 - Pétur 2. Rússakeisari (f. 1715).
- 1844 - Johan Carl Thuerecht von Castenschiold, stiftamtmaður á Íslandi (f. 1787).
- 1923 - Kinnaird lávarður, breskur knattspyrnumaður (f. 1847).
- 1928 - Johannes Andreas Grib Fibiger, danskur læknir (f. 1867).
- 1948 - Mohandas Gandhi, pólitískur leiðtogi Indverja (f. 1869).
- 1951 - Ferdinand Porsche, austurrískur bílasmiður (f. 1875).
- 1968 - Ágúst Jósefsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (f. 1874).
- 1969 - Dominique Pire, belgískur prestur (f. 1910).
- 1991 - John Bardeen, tvöfaldur Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði (f. 1908).
- 1992 - Nanna Ólafsdóttir, íslenskur sagnfræðingur (f. 1915).
- 1994 - Pierre Boulle, franskur rithöfundur (f. 1912).
- 2006 - Wendy Wasserstein, bandarískt leikskáld (f. 1950).
- 2006 - Coretta Scott King, ekkja blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings.
- 2007 - Sidney Sheldon, bandarískur rithöfundur (f. 1917).
- 2011 - John Barry, enskt tónskáld (f. 1933).
- 2013 - Haraldur Guðbergsson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1930).
- 2013 - Þorkell Sigurbjörnsson, íslenskt tónskáld (f. 1938).
- 2016 - Hallmar Sigurðsson, íslenskur leikari (f. 1952).
- 2017 - Eiður Svanberg Guðnason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1939).