Silvio Berlusconi


Silvio Berlusconi (fæddur 29. september 1936) er ítalskur stjórnmálamaður og athafnamaður, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og formaður stjórnmálaflokksins Forza Italia („Áfram Ítalía“) sem hann stofnaði þegar hann hóf stjórnmálaþátttöku fyrir þingkosningar á Ítalíu í mars 1994. Hann hefur fjórum sinnum verið forsætisráðherra Ítalíu. Hann sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu 12. nóvember 2011 eftir að honum var kennt um bágt gengi ítalska efnahagsins.

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi Portrait (cropped).jpg
Forsætisráðherra Ítalíu
Í embætti
10. maí 1994 – 17. janúar 1995
Í embætti
11. júní 2001 – 17. maí 2006
Í embætti
8. maí 2008 – 16. nóvember 2011
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. september 1936 (1936-09-29) (85 ára)
Mílanó, Ítalíu
ÞjóðerniÍtalskur
StjórnmálaflokkurForza Italia
MakiCarla Dall'Oglio (g. 1965; skilin 1985)
Veronica Lario (g. 1990; skilin 2010)
Francesca Pascale (2013–)
BörnMarina
Pier Silvio
Barbara
Eleonora
Luigi
HáskóliHáskólinn í Mílanó
StarfViðskiptamaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

FerillBreyta

Kosningabandalag Berlusconis, Polo della Libertà, sigraði í kosningunum 1994 en hann var þó forsætisráðherra í aðeins sjö mánuði árið 1994 þar sem stjórn hans sagði af sér vegna yfirvofandi vantrausttillögu. Árið 2001 vann kosningabandalag það sem hann fór fyrir (Casa della Libertà) kosningarnar og hann varð aftur forsætisráðherra. Sú stjórn varð sú langlífasta í sögu ítalska lýðveldisins. 20. apríl 2005 sagði stjórnin af sér vegna taps í sveitarstjórnarkosningum og vandamála í stjórnarsamstarfinu, en 24. apríl myndaði Berlusconi nýja stjórn með litlum breytingum.

Í þingkosningum í apríl 2006 töpuðu hægriflokkarnir undir stjórn Berlusconis með aðeins 25.000 atkvæða mun fyrir Einingarbandalagi vinstri og miðflokka.

Áður en hann hóf stjórnmálaþátttöku var Berlusconi þekktur athafnamaður á sviði byggingariðnaðar og fjölmiðla. Hann er nú talinn ríkasti maður Ítalíu og 190. ríkasti maður heims, að mati tímaritsins Forbes.[1]

Berlusconi hefur oft staðið frammi fyrir ásökunum um spillingu og hagsmunaárekstur sem eigandi langstærstu einkareknu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu.

TilvísanirBreyta

  1. The World's Billionaires


Fyrirrennari:
Carlo Azeglio Ciampi
Forsætisráðherra Ítalíu
(1994 – 1995)
Eftirmaður:
Lamberto Dini
Fyrirrennari:
Giuliano Amato
Forsætisráðherra Ítalíu
(2001 – 2006)
Eftirmaður:
Romano Prodi
Fyrirrennari:
Romano Prodi
Forsætisráðherra Ítalíu
(2008 – 2011)
Eftirmaður:
Mario Monti